Fjallað verður ítarlega um jarðhræringarnar í hádegisfréttum Bylgjunnar.
Einn af hverjum þremur Bandaríkjamönnum hafa misst einhvern nákominn vegna Covid-19. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær efnahagslegar mótvægisaðgerðir Joes Biden Bandaríkjaforseta til að bregðast við áhrifum faraldursins.
Rúmlega hundrað mál voru skráð hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina, þar af 25 hávaðakvartanir, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Það er í meira lagi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu, en hávaðakvartanir um helgar hafa þó smám saman færst í aukana síðustu vikur.
Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar sem hefjast á slaginu klukkan tólf.