Samþykktu tveggja billjóna efnahagsaðgerðir Bidens vegna faraldursins Eiður Þór Árnason skrifar 7. mars 2021 13:47 Joe Biden, Bandaríkjaforseti, ræðir við fréttamenn í Hvíta húsinu um bóluefni í dag. AP/Evan Vucci Einn af hverjum þremur Bandaríkjamönnum hafa misst einhvern nákominn vegna Covid-19. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær efnahagslegar mótvægisaðgerðir Joes Biden Bandaríkjaforseta til bregðast við áhrifum faraldursins. Sem hluti af aðgerðunum mun stór hluti Bandaríkjamanna fá eingreiðslu upp á 1.400 Bandaríkjadali eða um 180 þúsund íslenskar krónur en 6,2 prósent atvinnuleysi mælist nú vestanhafs. Gert er ráð fyrir því að aðgerðapakkinn verði samþykktur í fulltrúadeild Bandaríkjaþings á þriðjudag þar sem Demókratar eru í meirihluta. Hann yrði þá þriðji pakkinn til þess að verða samþykktur í faraldrinum. Heildarumfang efnahagsaðgerðanna nemur 1,9 billjónum Bandaríkjadala eða um 245 billjónum íslenskra króna (245.000.000.000.000). Nái þær fram að ganga verður hundruðum milljarða Bandaríkjadala úthlutað til ríkja og sveitarstjórna og fjárhagslegur stuðningur fyrir atvinnulausa framlengdur fram í september en úrræðið rennur að óbreyttu út um miðjan mars. Þá verður aukið fé sett í rannsóknir og skimun fyrir Covid-19 auk dreifingu bóluefna. 523 þúsund manns dáið vegna Covid-19 Kosið var eftir flokkslínum í öldungadeildinni og var frumvarpið samþykkt með 50 atkvæðum gegn 49 en einn þingmaður Repúblikana var fjarverandi. Biden sagði samþykkt frumvarpsins færa stjórnvöld stóru skrefi nær því að veita Bandaríkjamönnum þá aðstoð sem þeir þurfi á að halda. Nærri 523 þúsund dauðsföll hafa verið skráð í Bandaríkjunum vegna faraldursins en samkvæmt greiningu The New York Times hefur einn af hverjum þremur Bandaríkjamönnum misst einhvern nákominn úr Covid-19. Um 1.578 einstaklingar hafa látist úr sjúkdómnum þar í landi á hverja milljón íbúa sem eru ríflega nítján sinnum fleiri miðað við höfðatölu en dáið hafa á Íslandi. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Slaka á aðgerðum þrátt fyrir viðvaranir Yfirvöld í Texas í Bandaríkjunum ætla að afnema grímuskyldu og fjöldatakmarkanir þrátt fyrir viðvaranir alríkisstjórnarinnar og lækna um að kórónuveirufaraldurinn gæti farið aftur á flug. 2. mars 2021 23:56 Auknar líkur á fjórðu bylgjunni í Bandaríkjunum Aukin útbreiðsla nýrra afbrigða kórónuveirunnar sem eru meira smitandi en hin hefðbundnu hefur aukið líkurnar á því að fjórða bylgja faraldursins sé að hefjast í Bandaríkjunum. 2. mars 2021 06:48 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Fleiri fréttir Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Sjá meira
Sem hluti af aðgerðunum mun stór hluti Bandaríkjamanna fá eingreiðslu upp á 1.400 Bandaríkjadali eða um 180 þúsund íslenskar krónur en 6,2 prósent atvinnuleysi mælist nú vestanhafs. Gert er ráð fyrir því að aðgerðapakkinn verði samþykktur í fulltrúadeild Bandaríkjaþings á þriðjudag þar sem Demókratar eru í meirihluta. Hann yrði þá þriðji pakkinn til þess að verða samþykktur í faraldrinum. Heildarumfang efnahagsaðgerðanna nemur 1,9 billjónum Bandaríkjadala eða um 245 billjónum íslenskra króna (245.000.000.000.000). Nái þær fram að ganga verður hundruðum milljarða Bandaríkjadala úthlutað til ríkja og sveitarstjórna og fjárhagslegur stuðningur fyrir atvinnulausa framlengdur fram í september en úrræðið rennur að óbreyttu út um miðjan mars. Þá verður aukið fé sett í rannsóknir og skimun fyrir Covid-19 auk dreifingu bóluefna. 523 þúsund manns dáið vegna Covid-19 Kosið var eftir flokkslínum í öldungadeildinni og var frumvarpið samþykkt með 50 atkvæðum gegn 49 en einn þingmaður Repúblikana var fjarverandi. Biden sagði samþykkt frumvarpsins færa stjórnvöld stóru skrefi nær því að veita Bandaríkjamönnum þá aðstoð sem þeir þurfi á að halda. Nærri 523 þúsund dauðsföll hafa verið skráð í Bandaríkjunum vegna faraldursins en samkvæmt greiningu The New York Times hefur einn af hverjum þremur Bandaríkjamönnum misst einhvern nákominn úr Covid-19. Um 1.578 einstaklingar hafa látist úr sjúkdómnum þar í landi á hverja milljón íbúa sem eru ríflega nítján sinnum fleiri miðað við höfðatölu en dáið hafa á Íslandi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Slaka á aðgerðum þrátt fyrir viðvaranir Yfirvöld í Texas í Bandaríkjunum ætla að afnema grímuskyldu og fjöldatakmarkanir þrátt fyrir viðvaranir alríkisstjórnarinnar og lækna um að kórónuveirufaraldurinn gæti farið aftur á flug. 2. mars 2021 23:56 Auknar líkur á fjórðu bylgjunni í Bandaríkjunum Aukin útbreiðsla nýrra afbrigða kórónuveirunnar sem eru meira smitandi en hin hefðbundnu hefur aukið líkurnar á því að fjórða bylgja faraldursins sé að hefjast í Bandaríkjunum. 2. mars 2021 06:48 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Fleiri fréttir Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Sjá meira
Slaka á aðgerðum þrátt fyrir viðvaranir Yfirvöld í Texas í Bandaríkjunum ætla að afnema grímuskyldu og fjöldatakmarkanir þrátt fyrir viðvaranir alríkisstjórnarinnar og lækna um að kórónuveirufaraldurinn gæti farið aftur á flug. 2. mars 2021 23:56
Auknar líkur á fjórðu bylgjunni í Bandaríkjunum Aukin útbreiðsla nýrra afbrigða kórónuveirunnar sem eru meira smitandi en hin hefðbundnu hefur aukið líkurnar á því að fjórða bylgja faraldursins sé að hefjast í Bandaríkjunum. 2. mars 2021 06:48