Segir engar líkur á því að Gerrard yfirgefi Rangers og taki við Liverpool á næstunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. mars 2021 08:31 Steven Gerrard mátti vera glaður um helgina. getty/Robert Perry Engar líkur eru á því að Steven Gerrard yfirgefi Rangers á næstunni og taki við Liverpool. Þetta segir Dave King, fyrrverandi formaður Rangers sem varð skoskur meistari um helgina. Gerrard hefur gert frábæra hluti hjá Rangers síðan hann tók við liðinu 2018. Í vetur hefur Rangers haft gríðarlega mikla yfirburði í skosku úrvalsdeildinni og hefur ekki enn tapað leik. Gerrard er ein mesta goðsögn í sögu Liverpool og hefur verið orðaður við endurkomu á Anfield. Englandsmeisturum hefur gengið bölvanlega að undanförnu og tapað sex heimaleikjum í röð. Þá hefur Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, verið orðaður við þýska landsliðið. King, sem réði Gerrard til Rangers fyrir þremur árum, segir að hann sé ekki á förum til Liverpool, allavega ekki á næstunni. „Það eru núll prósent líkur á því að Steven fari til Liverpool á næstu árum. Fyrir því eru tvær ástæður. Liverpool skiptir ekki svo auðveldlega um stjóra. Klopp hefur gert frábæra hluti, þeir hafa átt erfitt tímabil en hann er samt stórkostlegur stjóri og verður áfram þarna á næsta tímabili,“ sagði King. „Svo er Steven ekki maður sem rýfur samning. Hann framlengdi samning sinn við Rangers vitandi að hann ætti að vinna og verja titilinn. Að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu var annað markmið. Ég held að Steven verði ekki sáttur með að vinna bara deildina. Ég veit að hann vill verja titilinn og komast í Meistaradeildina.“ Rangers sigraði St. Mirren, 3-0, á laugardaginn. Degi síðar gerði Celtic markalaust jafntefli við Dundee United. Þar með var ljóst að Rangers væri orðið meistari í 55. sinn í sögu félagsins. Skoski boltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Sjá meira
Gerrard hefur gert frábæra hluti hjá Rangers síðan hann tók við liðinu 2018. Í vetur hefur Rangers haft gríðarlega mikla yfirburði í skosku úrvalsdeildinni og hefur ekki enn tapað leik. Gerrard er ein mesta goðsögn í sögu Liverpool og hefur verið orðaður við endurkomu á Anfield. Englandsmeisturum hefur gengið bölvanlega að undanförnu og tapað sex heimaleikjum í röð. Þá hefur Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, verið orðaður við þýska landsliðið. King, sem réði Gerrard til Rangers fyrir þremur árum, segir að hann sé ekki á förum til Liverpool, allavega ekki á næstunni. „Það eru núll prósent líkur á því að Steven fari til Liverpool á næstu árum. Fyrir því eru tvær ástæður. Liverpool skiptir ekki svo auðveldlega um stjóra. Klopp hefur gert frábæra hluti, þeir hafa átt erfitt tímabil en hann er samt stórkostlegur stjóri og verður áfram þarna á næsta tímabili,“ sagði King. „Svo er Steven ekki maður sem rýfur samning. Hann framlengdi samning sinn við Rangers vitandi að hann ætti að vinna og verja titilinn. Að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu var annað markmið. Ég held að Steven verði ekki sáttur með að vinna bara deildina. Ég veit að hann vill verja titilinn og komast í Meistaradeildina.“ Rangers sigraði St. Mirren, 3-0, á laugardaginn. Degi síðar gerði Celtic markalaust jafntefli við Dundee United. Þar með var ljóst að Rangers væri orðið meistari í 55. sinn í sögu félagsins.
Skoski boltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Sjá meira