Skólastjóri Salaskóla segir vandamál í prófunum „alvarleg mistök og hreinlega skandal“ Sylvía Hall skrifar 8. mars 2021 23:23 Hafsteinn Karlsson er skólastjóri í Salaskóla. Aðsend Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla í Kópavogi, segir samræmdu prófin ekkert gildi hafa fyrir hvorki nemendur né skólastarf og það megi láta þau róa. Það séu alvarleg mistök að leggja próf fyrir nemendur í handónýtu kerfi. „Krakkarnir hafa undirbúið sig undir að taka prófin í þessari viku. Mæta í morgun og allt gengur á afturfótunum. Erfiðleikar við innskráningu, detta út þegar þau hafa skrá sig inn, svör við spurningum birtast á vitlausum stöðum, detta aftur út og undir hælinn lagt hvernig gengur að skrá sig inn aftur,“ skrifar Hafsteinn á Facebook í kvöld. „Þetta eru fullkomlega óboðlegar aðstæður og alvarlegt að prófið skuli vera lagt fyrir þegar ljóst var að kerfið er ónýtt.“ Kennsla í uppnámi Prófunum hefur nú verið frestað vegna uppákomunnar og hefst próftaka mánudaginn 15. mars. Þá hafa grunnskólarnir tveggja vikna glugga til að stilla upp prófunum hjá sér í íslensku, stærðfræði og ensku. Umboðsmaður barna gagnrýndi málið í dag og sagði menntamálaráðuneytið þurfa að tryggja fullnægjandi prófakerfi eða fella prófin niður. Það að fresta prófinu fæli í sér aukið álag á nemendur sem hefðu margir hverjir undirbúið sig í lengri tíma. „Nám og kennsla í 9. bekk er því í uppnámi í marga daga vegna þessara prófa. Þessi próf hafa ekkert gildi fyrir nemendur eða skólastarf. Þau bæta engu við það sem verið er að gera í skólunum en hafa í för með sér kostnað fyrir skólana og menntamálayfirvöld,“ skrifar Hafsteinn. Hann segir dapurlegt að horfa upp á horfa upp á þetta, það sé hvorki Menntamálastofnun né ráðuneytinu til framdráttar. „Látum þessi próf róa.“ Skóla - og menntamál Grunnskólar Kópavogur Tengdar fréttir Fresta samræmdu prófunum og breyta fyrirkomulagi Ákveðið hefur verið að fresta samræmdum prófum hjá nemendum í 9. bekk grunnskóla sem fara áttu fram fyrri hluta þessarar viku. Próftaka hefst mánudaginn 15. mars og þá hafa grunnskólarnir tveggja vikna glugga til að stilla upp prófunum hjá sér í íslensku, stærðfræði og ensku. 8. mars 2021 15:34 „Algjörlega ófullnægjandi prófakerfi“ en ekki á dagskrá að kaupa nýtt Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir stofnunin endurtekið hafa bent menntamálaráðuneytinu á þörfina fyrir betra prófakerfi. Það hafi verið gert þegar kerfið hrundi árið 2018. Óvissa um framtíð samræmdra prófa geri að verkum að tregða sé til að fjárfesta í nýjum og dýrum kerfum. 8. mars 2021 11:39 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
„Krakkarnir hafa undirbúið sig undir að taka prófin í þessari viku. Mæta í morgun og allt gengur á afturfótunum. Erfiðleikar við innskráningu, detta út þegar þau hafa skrá sig inn, svör við spurningum birtast á vitlausum stöðum, detta aftur út og undir hælinn lagt hvernig gengur að skrá sig inn aftur,“ skrifar Hafsteinn á Facebook í kvöld. „Þetta eru fullkomlega óboðlegar aðstæður og alvarlegt að prófið skuli vera lagt fyrir þegar ljóst var að kerfið er ónýtt.“ Kennsla í uppnámi Prófunum hefur nú verið frestað vegna uppákomunnar og hefst próftaka mánudaginn 15. mars. Þá hafa grunnskólarnir tveggja vikna glugga til að stilla upp prófunum hjá sér í íslensku, stærðfræði og ensku. Umboðsmaður barna gagnrýndi málið í dag og sagði menntamálaráðuneytið þurfa að tryggja fullnægjandi prófakerfi eða fella prófin niður. Það að fresta prófinu fæli í sér aukið álag á nemendur sem hefðu margir hverjir undirbúið sig í lengri tíma. „Nám og kennsla í 9. bekk er því í uppnámi í marga daga vegna þessara prófa. Þessi próf hafa ekkert gildi fyrir nemendur eða skólastarf. Þau bæta engu við það sem verið er að gera í skólunum en hafa í för með sér kostnað fyrir skólana og menntamálayfirvöld,“ skrifar Hafsteinn. Hann segir dapurlegt að horfa upp á horfa upp á þetta, það sé hvorki Menntamálastofnun né ráðuneytinu til framdráttar. „Látum þessi próf róa.“
Skóla - og menntamál Grunnskólar Kópavogur Tengdar fréttir Fresta samræmdu prófunum og breyta fyrirkomulagi Ákveðið hefur verið að fresta samræmdum prófum hjá nemendum í 9. bekk grunnskóla sem fara áttu fram fyrri hluta þessarar viku. Próftaka hefst mánudaginn 15. mars og þá hafa grunnskólarnir tveggja vikna glugga til að stilla upp prófunum hjá sér í íslensku, stærðfræði og ensku. 8. mars 2021 15:34 „Algjörlega ófullnægjandi prófakerfi“ en ekki á dagskrá að kaupa nýtt Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir stofnunin endurtekið hafa bent menntamálaráðuneytinu á þörfina fyrir betra prófakerfi. Það hafi verið gert þegar kerfið hrundi árið 2018. Óvissa um framtíð samræmdra prófa geri að verkum að tregða sé til að fjárfesta í nýjum og dýrum kerfum. 8. mars 2021 11:39 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Fresta samræmdu prófunum og breyta fyrirkomulagi Ákveðið hefur verið að fresta samræmdum prófum hjá nemendum í 9. bekk grunnskóla sem fara áttu fram fyrri hluta þessarar viku. Próftaka hefst mánudaginn 15. mars og þá hafa grunnskólarnir tveggja vikna glugga til að stilla upp prófunum hjá sér í íslensku, stærðfræði og ensku. 8. mars 2021 15:34
„Algjörlega ófullnægjandi prófakerfi“ en ekki á dagskrá að kaupa nýtt Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir stofnunin endurtekið hafa bent menntamálaráðuneytinu á þörfina fyrir betra prófakerfi. Það hafi verið gert þegar kerfið hrundi árið 2018. Óvissa um framtíð samræmdra prófa geri að verkum að tregða sé til að fjárfesta í nýjum og dýrum kerfum. 8. mars 2021 11:39