Þú átt bara að kunna þetta Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 9. mars 2021 10:01 Um þessar mundir eru skil á skattframtali yfirvofandi. Ágæt áminning hér til þeirra sem því kannski hafa gleymt. Sumir sitja sveittir og skilja ekkert í skýrslunni. Aðrir eru slakir og ýta bara á „áfram, áfram..“. Hins vegar er hugsun mín önnur með grein þessari. Því að á ári hverju vaknar þessi spurning „af hverju er ekki kennt að skila skattframtali í skóla?“. Frábær spurning, hún á vel við. Það hefur lengi verið talað um að þjálfa fjármálalæsi í grunnskóla. Ýmist er það rætt á sveitastjórnarstiginu eða af alþingismönnum. Menn velta því fyrir sér hvar umræðan eigi heima. Aðalnámskrá grunnskólanna, sem mennta- og menningarmálaráðherra setur, er nú orðin áratugsgömul, þar er í einu orði minnst á fjármálalæsi í kaflanum „sjálfbærni“. Það þarf því að knýja fram endurskoðun á henni svo aðalnámskrá sé í takt við þær áherslur sem eiga við á hverjum tíma. Sterkt hefði verið að nefna fjármálalæsi í menntastefnu 2030 eða þá þær áskoranir sem blasa við unga fólkinu í dag þegar störfin þróast í takt við fjórðu iðnbyltinguna en bóknámið nær ekki utan um þær samfélagslegu breytingar sem í gangi eru. Þetta er ekki einungis spurning um að læra að skila skattskýrslunni, sem börn á 16 aldursári þurfa að skila, heldur líka til að efla fjármálavitund í umhverfinu. Hvernig á að spara? Hvernig á að lesa launaseðilinn? Hvaða áhætta fylgir því að taka smálán? Það þarf líka að þjálfa almenna skynsemi Við stöndum fyrir því að raunfærni, eða almenn hæfni, er ýmist ekki þjálfuð eða þá að kennsluefnið sé úrelt. Þetta heyrist bæði frá nemendum og kennurum á grunnskólastiginu. Áskoranir nútímans kalla á frekari fræðslu um t.d. lýðheilsu út frá lífstílssjúkdómum og almennu heilbrigði, einnig kynfræðslu í takt við tímann. Þjálfun í gagnrýnni hugsun á yngri skólastigum gæti reynst dýrmæt fyrir þá ungu einstaklinga sem læra að beita henni gagnvart stanslausu upplýsingaflæði og óreiðu sem birtist á öllum miðlum. Við þjálfum að beita almennri skynsemi gagnvart „fake news“ og þá mögulega náum við utan um þann skaða sem algóritminn á samfélagsmiðlunum kann að veita. Atvinnulífið kallar einnig á fleiri einstaklinga sem kunna að beita gagnrýnni hugsun og hafa greiningarfærni á því mikla magni af upplýsingum sem vinna þarf úr hverju sinni. Því þarf að efla þessa færni mun fyrr en á háskólastigi. Skapandi greinar sem undirstaða nýsköpunar Gera þarf list- og verknámi hærra undir höfði. Það verkefni hefur verið í gangi og í sjálfu sér gengið vel. En við þurfum líka að efla skapandi greinar á grunnskólastiginu og kynda undir frumkvöðulinn í einstaklingnum. Skapandi hugsun leiðir til nýsköpunar og nýsköpun er forsenda framfara og aukinnar verðmætasköpunar í samfélaginu. Tækifærin eru mörg og tíminn til að hrista upp í hlutunum er núna. Hvenær ætlum við að hætta að hugsa „þetta hefur alltaf verið gert svona“? og raunverulega breyta? Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Skattar og tollar Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir eru skil á skattframtali yfirvofandi. Ágæt áminning hér til þeirra sem því kannski hafa gleymt. Sumir sitja sveittir og skilja ekkert í skýrslunni. Aðrir eru slakir og ýta bara á „áfram, áfram..“. Hins vegar er hugsun mín önnur með grein þessari. Því að á ári hverju vaknar þessi spurning „af hverju er ekki kennt að skila skattframtali í skóla?“. Frábær spurning, hún á vel við. Það hefur lengi verið talað um að þjálfa fjármálalæsi í grunnskóla. Ýmist er það rætt á sveitastjórnarstiginu eða af alþingismönnum. Menn velta því fyrir sér hvar umræðan eigi heima. Aðalnámskrá grunnskólanna, sem mennta- og menningarmálaráðherra setur, er nú orðin áratugsgömul, þar er í einu orði minnst á fjármálalæsi í kaflanum „sjálfbærni“. Það þarf því að knýja fram endurskoðun á henni svo aðalnámskrá sé í takt við þær áherslur sem eiga við á hverjum tíma. Sterkt hefði verið að nefna fjármálalæsi í menntastefnu 2030 eða þá þær áskoranir sem blasa við unga fólkinu í dag þegar störfin þróast í takt við fjórðu iðnbyltinguna en bóknámið nær ekki utan um þær samfélagslegu breytingar sem í gangi eru. Þetta er ekki einungis spurning um að læra að skila skattskýrslunni, sem börn á 16 aldursári þurfa að skila, heldur líka til að efla fjármálavitund í umhverfinu. Hvernig á að spara? Hvernig á að lesa launaseðilinn? Hvaða áhætta fylgir því að taka smálán? Það þarf líka að þjálfa almenna skynsemi Við stöndum fyrir því að raunfærni, eða almenn hæfni, er ýmist ekki þjálfuð eða þá að kennsluefnið sé úrelt. Þetta heyrist bæði frá nemendum og kennurum á grunnskólastiginu. Áskoranir nútímans kalla á frekari fræðslu um t.d. lýðheilsu út frá lífstílssjúkdómum og almennu heilbrigði, einnig kynfræðslu í takt við tímann. Þjálfun í gagnrýnni hugsun á yngri skólastigum gæti reynst dýrmæt fyrir þá ungu einstaklinga sem læra að beita henni gagnvart stanslausu upplýsingaflæði og óreiðu sem birtist á öllum miðlum. Við þjálfum að beita almennri skynsemi gagnvart „fake news“ og þá mögulega náum við utan um þann skaða sem algóritminn á samfélagsmiðlunum kann að veita. Atvinnulífið kallar einnig á fleiri einstaklinga sem kunna að beita gagnrýnni hugsun og hafa greiningarfærni á því mikla magni af upplýsingum sem vinna þarf úr hverju sinni. Því þarf að efla þessa færni mun fyrr en á háskólastigi. Skapandi greinar sem undirstaða nýsköpunar Gera þarf list- og verknámi hærra undir höfði. Það verkefni hefur verið í gangi og í sjálfu sér gengið vel. En við þurfum líka að efla skapandi greinar á grunnskólastiginu og kynda undir frumkvöðulinn í einstaklingnum. Skapandi hugsun leiðir til nýsköpunar og nýsköpun er forsenda framfara og aukinnar verðmætasköpunar í samfélaginu. Tækifærin eru mörg og tíminn til að hrista upp í hlutunum er núna. Hvenær ætlum við að hætta að hugsa „þetta hefur alltaf verið gert svona“? og raunverulega breyta? Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun