Valsmenn komnir með skorara af guðs náð sem heitir Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2021 11:30 Jón Arnór Stefánsson kemur nú inn af bekknum hjá Val en í byrjunarliðið er komið bandarískur leikmaður sem er mikill skorari og ber nafnið Jordan. Vísir/Vilhelm Jordan Roland og Jón Arnór Stefánsson voru mennirnir á bak við langþráðan sigur Valsmanna í Domino´s deild karla í körfubolta í gærkvöldi og í Körfuboltakvöldinu var farið yfir frammistöðu þeirra beggja. Jordan Roland skoraði 35 stig í ellefu stiga sigri Vals á ÍR, 101-90, en það munaði líka gríðarlega mikið um að fá tíu stig frá Jóni Arnóri Stefánssyni í fjórða leikhluta. „Mér finnst þetta vera leikmaðurinn sem Val vantaði. Það vantaði einhvern ‚go to gæja' ef maður slettir, leikmann sem getur brotið upp varnir og skorað alls konar körfur. Hann er með mjög skrýtið skot en það er rosalega skilvirkt. Hann er skorari af guðs náð,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Jordan Roland hitti úr fjórum af átta þriggja stiga skotum sínum og setti niður 83 prósent skota sinna fyrir innan þriggja stiga línuna. „Þetta var líka svo átakalaust fyrir hann. Þetta var kannski lítil gabbhreyfingu og smá knattrak og hann var kominn upp í mjög öruggt skot. Þegar þú ert svona góður sóknarmaður og átt svona auðvelt að búa til færi þá er þetta rosalega góður leikmaður sem Valsmenn eru búnir að fá í hendurnar,“ sagði Hermann Hauksson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Valsmenn fengu ekki aðeins 35 stig frá Jordan því þeir fengu líka 20 stig frá geitinni Jóni Arnóri Stefánssyni. Saman hittu þeir Jordan og Jón Arnór úr 22 af 31 skoti sínu sem gerir 71 prósent skotnýtingu. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Jordan og Geitin í Valsliðinu „Það gleður mann alltaf mikið að sjá Jón Arnór spila vel. Hann á það bara skilið því maður veit hvað hann leggur á sig. Hann sýndi frábæran leik í kvöld og leið vel í hornunum í þriggja stiga skotunum, svo var hann að spila hörku vörn og gera það sem maður þekkir hann besti fyrir,“ sagði Hermann. „Hann kemur af bekknum og það getur verið hlutverk sem hentar bæði fyrir hann og líka fyrir Valsliðið. Að fá þennan mann af bekknum. Það sem breytist líka með þessum nýja manni, Jordan, er að Jón Arnór getur svolítið plantað sér í hornin og fengið aðeins að fylgjast með til að lesa varnirnar,“ sagði Sævar. „Að fá mann eins og Jón Arnór af bekknum, frábær varnarmaður, með mikla reynslu og sigurvegari. Hann getur líka skotið vel,“ sagði Sævar. Kjartan Atli Kjartansson vakti þá athygli á því að Jón Arnór hefur oft komið inn af bekknum þegar hann var að spila í bestu deildum Evrópu. „Hann hefur komið inn af bekknum hjá liðum í Evrópu því þar er þetta bara allt öðruvísi því leikmannahópurinn rúllar allt öðruvísi. Hann kann þessa list að koma inn og breyta takti leikja sem er sjaldhæft að kunna,“ sagði Kjartan Atli. Það má finna alla umræðuna um Jordan og geitina í myndbandinu hér fyrir ofan. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira
Jordan Roland skoraði 35 stig í ellefu stiga sigri Vals á ÍR, 101-90, en það munaði líka gríðarlega mikið um að fá tíu stig frá Jóni Arnóri Stefánssyni í fjórða leikhluta. „Mér finnst þetta vera leikmaðurinn sem Val vantaði. Það vantaði einhvern ‚go to gæja' ef maður slettir, leikmann sem getur brotið upp varnir og skorað alls konar körfur. Hann er með mjög skrýtið skot en það er rosalega skilvirkt. Hann er skorari af guðs náð,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Jordan Roland hitti úr fjórum af átta þriggja stiga skotum sínum og setti niður 83 prósent skota sinna fyrir innan þriggja stiga línuna. „Þetta var líka svo átakalaust fyrir hann. Þetta var kannski lítil gabbhreyfingu og smá knattrak og hann var kominn upp í mjög öruggt skot. Þegar þú ert svona góður sóknarmaður og átt svona auðvelt að búa til færi þá er þetta rosalega góður leikmaður sem Valsmenn eru búnir að fá í hendurnar,“ sagði Hermann Hauksson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Valsmenn fengu ekki aðeins 35 stig frá Jordan því þeir fengu líka 20 stig frá geitinni Jóni Arnóri Stefánssyni. Saman hittu þeir Jordan og Jón Arnór úr 22 af 31 skoti sínu sem gerir 71 prósent skotnýtingu. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Jordan og Geitin í Valsliðinu „Það gleður mann alltaf mikið að sjá Jón Arnór spila vel. Hann á það bara skilið því maður veit hvað hann leggur á sig. Hann sýndi frábæran leik í kvöld og leið vel í hornunum í þriggja stiga skotunum, svo var hann að spila hörku vörn og gera það sem maður þekkir hann besti fyrir,“ sagði Hermann. „Hann kemur af bekknum og það getur verið hlutverk sem hentar bæði fyrir hann og líka fyrir Valsliðið. Að fá þennan mann af bekknum. Það sem breytist líka með þessum nýja manni, Jordan, er að Jón Arnór getur svolítið plantað sér í hornin og fengið aðeins að fylgjast með til að lesa varnirnar,“ sagði Sævar. „Að fá mann eins og Jón Arnór af bekknum, frábær varnarmaður, með mikla reynslu og sigurvegari. Hann getur líka skotið vel,“ sagði Sævar. Kjartan Atli Kjartansson vakti þá athygli á því að Jón Arnór hefur oft komið inn af bekknum þegar hann var að spila í bestu deildum Evrópu. „Hann hefur komið inn af bekknum hjá liðum í Evrópu því þar er þetta bara allt öðruvísi því leikmannahópurinn rúllar allt öðruvísi. Hann kann þessa list að koma inn og breyta takti leikja sem er sjaldhæft að kunna,“ sagði Kjartan Atli. Það má finna alla umræðuna um Jordan og geitina í myndbandinu hér fyrir ofan. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira