Farinn að hreyfa sig og sparka í bolta eftir hrikalegt slys Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. mars 2021 16:14 Jónatan Ingi segir kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll rann á son hans, Garðar Inga. Hulda Björg, stóra systir, hljóp til og lét vita. Faðir tveggja ára drengs sem slasaðist, þegar bíll rann á fleygiferð niður brekku og skall af þunga á rólu sem hann lék sér í, segir kraftaverk að ekki hafi farið verr. Hann biðlar til almennings að dreifa ekki myndbandi af slysinu á samfélagsmiðlum. Það væri hræðilegt ef börnin sín sæu það. Nóg sé áfallið fyrir fjölskylduna og bílstjórann sem átti bílinn. Slysið átti sér stað í Áslandshverfi í Hafnarfirði á sunnudaginn. Barnaafmæli var í gangi í fjölbýlishúsi og börn að leik við húsið. Þar á meðal fimm og tveggja ára systkini, stúlka og drengur. Þau voru að leika sér í rólu þegar bíll rann mannlaus, á fleygiferð, niður brekku við húsið og skall af miklum þunga á rólunni og ofaná drenginn. Systir hans slapp og eftir að hafa kannað aðstæður hljóp hún hágrátandi að húsinu. Fram hefur komið að bílstjóri bílsins hafi rétt skotist út til að loka dyrum á öðrum bíl. Bíllinn hafi verið í gangi og ekki í handbremsu eða gír og hafi runnið niður brekku við húsið. Ítarlega var fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má sjá fréttina hér að neðan. Viðtalið í heild má sjá neðst í fréttinni. Náðu drengnum undan bílnum á innan við mínútu Jónatan Ingi Jónsson, faðir drengsins, var staddur í afmælinu og var úti þegar slysið varð. „Ég er að ganga út í bíl, sný baki í svæðið, heyri mikil læti og dóttur mína öskra. Mín fyrstu viðbrögð voru að athuga hvort ég sæi barnið mitt en ég vissi ekki að dóttir mín hefði líka verið að leika sér þarna. Ég hleyp að rólunni og heyri þá drenginn minn gráta undir bílnum. Það var léttir að vita þá að hann væri á lífi og við byrjuðum að lyfta bílnum ofan af honum. Bræður mínir, frændur og maður sem kom hlaupandi að tóku þátt í að lyfta bílnum, í heildina vorum við fimm til sex. Það tók okkur nákvæmlega 53 sekúndur að ná honum undan bílnum,“ segir Jónatan. Bíllinn skall á rólu þar sem systkini voru að leika sér og lenti ofan á öðru barninu.Vísir/aðsend Byrjaður að sparka í bolta Jónatan segir að drengurinn sinn hafi verið með meðvitund þegar hann náðist undan bílnum. „Það var smá blóð á honum og einhverjir skurðir en hann leit vel út að öðru leiti og var með meðvitund, hann datt aldrei út. Á staðnum var björgunarsveitarmaður og læknir og þeir veittu strax fyrstu hjálp. Það var búið að klippa fötin utan af drengnum innan við tveimur mínútum eftir hann náðist undan bílnum til að athuga innvortis og útvortis meiðsl. Það var ótrúlegt hvað þetta gekk vel. Sjúkrabíll kom á staðinn stuttu síðar. Á spítalanum var farið með drenginn í CT skanna og eftir það var gert að sárum hans. Í ljós kom sprunga við hægra eyrað sem liggur undir augað. Það grær og er ekki alvarlegt að sögn lækna. Það er búið að rannsaka hann hátt og lágt síðustu tvo daga og hann virðist ekki hafa meiðst annars staðar fyrir utan skrámur á öðrum fæti. Hann útskrifaðist fyrr í dag af gjörgæslu og liggur nú á barnadeild Landspítalans. Hann hreyfir sig og sparkar í bolta,“ segir Jónatan glaður í bragði. Jónatan segir að það að drengurinn hafi ekki meiðst meira sé ótrúlegt. „Þetta er í raun ekkert annað en kraftaverk að hann hafi sloppið svona vel,“ segir hann. Jónatan segir að strákurinn segist muna eftir slysinu. „Hann segir alla vega við okkur að hann hafi verið að róla og svo hafi bíll dottið á hann. Ég veit ekki hvort hann muni eftir því í raun,“ segir Jónatan. Jónatan segir að dóttir sín hafi alveg sloppið við útvortis meiðsl. „Það var allt í lagi með hana eftir fyrsta áfallaviðtal en svo þarf bara að fylgjast með henni, hver viðbrögðin verða. Áföll geta komið fram miklu seinna hjá svona ungum börnum,“ segir hann. Jónatan segir að allir viðstaddir hafi fengið mikið áfall en Rauði krossinn hafi mætt á svæðið hálftíma eftir slysið og veitt fyrstu áfallahjálp. Fjölskyldan hafi fengið mikið áfall en vel sé haldið utan um alla. Þar sem drengurinn hafi sloppið svona vel líði öllum mun betur núna. Svekktur út í Hafnarfjarðarbæ Jónatan er afar þakklátur fyrir að ekki fór ver og segist ekki leita af sökudólgum. Hann sé þó svekktur út í Hafnarfjarðarbæ sem hafi vitað af þessari slysagildru á svæðinu. Garðar Ingi, sem er kallaður Gæi og stendur fyllilega undir nafni, mun ná sér að fullu. „Það er engin reiður. Mannleg mistök gerast, ég hef gert þau sjálfur. Ef það er eitthvað þá er maður svekktur út í Hafnarfjarðarbæ fyrir að hafa ekki verið með öryggisráðstafanir á bílastæðinu þarna sem bíllinn fór niður af. Þá hafa fleiri bílar runnið niður brekkuna, þó það sé ekki nákvæmlega á þessum stað. Það fór til að mynda einn bíll þarna niður í gær og rann á staur,“ segir hann. Ömurlegt að myndbandið sé í dreifingu Slysið náðist á öryggismyndavél við húsið og hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Það sýnir bílinn koma á mikilli ferð og skella harkalega ofaná barninu. Jónatan biðlar til fólks að vera ekki að dreifa því. „Mér finnst ömurlegt að myndbandið sé í dreifingu og langar að biðja fólk um að hætta að dreifa því. Það væri hræðilegt ef börnin mín myndu sjá þetta. Það er verið að vinna í áfallinu með dóttur minni og ef hún sæi þetta aftur væri það ekki gott. Hugsið til þeirra sem lentu í þessu. Líka til bílstjórans sem átti bílinn. Honum líður örugglega ömurlega, jafn illa og okkur. Vonandi fær hann þá hjálp sem við höfum verið að fá. Þá langar mig að biðja fólk að vera ekki að dæma bílstjórann, þetta eru mannleg mistök og einhverjir harkalegir dómar um hann eru bara ógeðslegir, “ segir Jónatan. Um næstu skref segir Jónatan en viðtalið við hann í heild má sjá að neðan. „Strákurinn verður eitthvað áfram á barnaspítalanum og dóttir mín í eftirliti. Það verður áfram haldið utan um fjölskylduna í ferlinu hér á spítalanum,“ segir Jónatan að lokum. Hafnarfjörður Landspítalinn Samgönguslys Tengdar fréttir „Með ólíkindum að þetta skyldi geta gerst“ Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir ótrúlegt hvernig fólksbíll hafi getað runnið mannlaus langan spöl áður en hann fór niður brekku og hafnaði á rólu hvar barn á þriðja ári var að leika sér. Barnið dvaldi á Landspítalanum í nótt en varðstjórinn segir afleiðingarnar ekki hafa virkað alvarlegar í gær. 8. mars 2021 15:15 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira
Slysið átti sér stað í Áslandshverfi í Hafnarfirði á sunnudaginn. Barnaafmæli var í gangi í fjölbýlishúsi og börn að leik við húsið. Þar á meðal fimm og tveggja ára systkini, stúlka og drengur. Þau voru að leika sér í rólu þegar bíll rann mannlaus, á fleygiferð, niður brekku við húsið og skall af miklum þunga á rólunni og ofaná drenginn. Systir hans slapp og eftir að hafa kannað aðstæður hljóp hún hágrátandi að húsinu. Fram hefur komið að bílstjóri bílsins hafi rétt skotist út til að loka dyrum á öðrum bíl. Bíllinn hafi verið í gangi og ekki í handbremsu eða gír og hafi runnið niður brekku við húsið. Ítarlega var fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og má sjá fréttina hér að neðan. Viðtalið í heild má sjá neðst í fréttinni. Náðu drengnum undan bílnum á innan við mínútu Jónatan Ingi Jónsson, faðir drengsins, var staddur í afmælinu og var úti þegar slysið varð. „Ég er að ganga út í bíl, sný baki í svæðið, heyri mikil læti og dóttur mína öskra. Mín fyrstu viðbrögð voru að athuga hvort ég sæi barnið mitt en ég vissi ekki að dóttir mín hefði líka verið að leika sér þarna. Ég hleyp að rólunni og heyri þá drenginn minn gráta undir bílnum. Það var léttir að vita þá að hann væri á lífi og við byrjuðum að lyfta bílnum ofan af honum. Bræður mínir, frændur og maður sem kom hlaupandi að tóku þátt í að lyfta bílnum, í heildina vorum við fimm til sex. Það tók okkur nákvæmlega 53 sekúndur að ná honum undan bílnum,“ segir Jónatan. Bíllinn skall á rólu þar sem systkini voru að leika sér og lenti ofan á öðru barninu.Vísir/aðsend Byrjaður að sparka í bolta Jónatan segir að drengurinn sinn hafi verið með meðvitund þegar hann náðist undan bílnum. „Það var smá blóð á honum og einhverjir skurðir en hann leit vel út að öðru leiti og var með meðvitund, hann datt aldrei út. Á staðnum var björgunarsveitarmaður og læknir og þeir veittu strax fyrstu hjálp. Það var búið að klippa fötin utan af drengnum innan við tveimur mínútum eftir hann náðist undan bílnum til að athuga innvortis og útvortis meiðsl. Það var ótrúlegt hvað þetta gekk vel. Sjúkrabíll kom á staðinn stuttu síðar. Á spítalanum var farið með drenginn í CT skanna og eftir það var gert að sárum hans. Í ljós kom sprunga við hægra eyrað sem liggur undir augað. Það grær og er ekki alvarlegt að sögn lækna. Það er búið að rannsaka hann hátt og lágt síðustu tvo daga og hann virðist ekki hafa meiðst annars staðar fyrir utan skrámur á öðrum fæti. Hann útskrifaðist fyrr í dag af gjörgæslu og liggur nú á barnadeild Landspítalans. Hann hreyfir sig og sparkar í bolta,“ segir Jónatan glaður í bragði. Jónatan segir að það að drengurinn hafi ekki meiðst meira sé ótrúlegt. „Þetta er í raun ekkert annað en kraftaverk að hann hafi sloppið svona vel,“ segir hann. Jónatan segir að strákurinn segist muna eftir slysinu. „Hann segir alla vega við okkur að hann hafi verið að róla og svo hafi bíll dottið á hann. Ég veit ekki hvort hann muni eftir því í raun,“ segir Jónatan. Jónatan segir að dóttir sín hafi alveg sloppið við útvortis meiðsl. „Það var allt í lagi með hana eftir fyrsta áfallaviðtal en svo þarf bara að fylgjast með henni, hver viðbrögðin verða. Áföll geta komið fram miklu seinna hjá svona ungum börnum,“ segir hann. Jónatan segir að allir viðstaddir hafi fengið mikið áfall en Rauði krossinn hafi mætt á svæðið hálftíma eftir slysið og veitt fyrstu áfallahjálp. Fjölskyldan hafi fengið mikið áfall en vel sé haldið utan um alla. Þar sem drengurinn hafi sloppið svona vel líði öllum mun betur núna. Svekktur út í Hafnarfjarðarbæ Jónatan er afar þakklátur fyrir að ekki fór ver og segist ekki leita af sökudólgum. Hann sé þó svekktur út í Hafnarfjarðarbæ sem hafi vitað af þessari slysagildru á svæðinu. Garðar Ingi, sem er kallaður Gæi og stendur fyllilega undir nafni, mun ná sér að fullu. „Það er engin reiður. Mannleg mistök gerast, ég hef gert þau sjálfur. Ef það er eitthvað þá er maður svekktur út í Hafnarfjarðarbæ fyrir að hafa ekki verið með öryggisráðstafanir á bílastæðinu þarna sem bíllinn fór niður af. Þá hafa fleiri bílar runnið niður brekkuna, þó það sé ekki nákvæmlega á þessum stað. Það fór til að mynda einn bíll þarna niður í gær og rann á staur,“ segir hann. Ömurlegt að myndbandið sé í dreifingu Slysið náðist á öryggismyndavél við húsið og hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Það sýnir bílinn koma á mikilli ferð og skella harkalega ofaná barninu. Jónatan biðlar til fólks að vera ekki að dreifa því. „Mér finnst ömurlegt að myndbandið sé í dreifingu og langar að biðja fólk um að hætta að dreifa því. Það væri hræðilegt ef börnin mín myndu sjá þetta. Það er verið að vinna í áfallinu með dóttur minni og ef hún sæi þetta aftur væri það ekki gott. Hugsið til þeirra sem lentu í þessu. Líka til bílstjórans sem átti bílinn. Honum líður örugglega ömurlega, jafn illa og okkur. Vonandi fær hann þá hjálp sem við höfum verið að fá. Þá langar mig að biðja fólk að vera ekki að dæma bílstjórann, þetta eru mannleg mistök og einhverjir harkalegir dómar um hann eru bara ógeðslegir, “ segir Jónatan. Um næstu skref segir Jónatan en viðtalið við hann í heild má sjá að neðan. „Strákurinn verður eitthvað áfram á barnaspítalanum og dóttir mín í eftirliti. Það verður áfram haldið utan um fjölskylduna í ferlinu hér á spítalanum,“ segir Jónatan að lokum.
Hafnarfjörður Landspítalinn Samgönguslys Tengdar fréttir „Með ólíkindum að þetta skyldi geta gerst“ Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir ótrúlegt hvernig fólksbíll hafi getað runnið mannlaus langan spöl áður en hann fór niður brekku og hafnaði á rólu hvar barn á þriðja ári var að leika sér. Barnið dvaldi á Landspítalanum í nótt en varðstjórinn segir afleiðingarnar ekki hafa virkað alvarlegar í gær. 8. mars 2021 15:15 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira
„Með ólíkindum að þetta skyldi geta gerst“ Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir ótrúlegt hvernig fólksbíll hafi getað runnið mannlaus langan spöl áður en hann fór niður brekku og hafnaði á rólu hvar barn á þriðja ári var að leika sér. Barnið dvaldi á Landspítalanum í nótt en varðstjórinn segir afleiðingarnar ekki hafa virkað alvarlegar í gær. 8. mars 2021 15:15