Þorsteinn Már kærir Jóhannes vegna „fullyrðinga um tilraun til manndráps“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. mars 2021 16:48 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari í Samherjamálinu. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur lagt fram kæru hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á hendur Jóhannesi Stefánssyni uppljóstrara fyrir „rangar sakargiftir vegna fullyrðinga um tilraun til manndráps og frelsissviptingar.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samherja nú síðdegis. Fram kemur í tilkynningu að lögmaður Samherja hafi lagt fram kæruna í morgun. Tilefni hennar eru sögð „ýmis ummæli sem Jóhannes eða fólk á hans vegum“ hefur látið falla í fjölmiðlum vegna fjársöfnunar. Blásið var til söfnunarinnar til að fjármagna læknisaðstoð sem Jóhannes kveðst þurfa vegna eitrunar. Samherji vísar til þess í tilkynningu að á vefsíðu söfnunarinnar sé Jóhannes sagður fórnarlamb manndrápstilraunar í Höfðaborg í Suður-Afríku snemma árs 2017. Einnig er vísað til fréttaflutnings af söfnuninni, þar sem Jóhannes segir fyrrverandi vinnuveitanda sinn hafa verið meðvitaðan um hina meintu eitrun auk þess sem hann hafi sagst þurft að þola „tilraunir til mannráns oftar en einu sinni“. Samherji túlkar orð Jóhannesar á þann veg að hann gefi í skyn að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, tengist á einhvern hátt hinni meintu eitrun og meintum tilraunum til að nema hann á brott. „Þannig virðist Jóhannes vera að reyna að koma því til leiðar að forstjóri Samherja verði sakaður um þessi brot, þ.e. tilraun til manndráps og tilraun til frelsissviptingar eða einhvers konar hlutdeild eða tengsl við slík brot. Með þessu kunni Jóhannes að hafa gerst sekur um rangar sakargiftir í garð Þorsteins Más Baldvinssonar. Er þess krafist að lögreglurannsókn verði hafin, tekin verði skýrsla af Jóhannesi og gagna aflað frá suður-afrískum lögregluyfirvöldum. Þá er lögreglunni bent á það gæti talist eðlilegt að rannsaka í leiðinni hvort fjársvik hafi verið framin í tengslum við fjársöfnunina sem áður er getið,“ segir í tilkynningu Samherja. Óljóst er hvort ummæli og fullyrðingar Jóhannesar sem Samherji vísar til geti fallið undir ákvæði laga um rangar sakargiftir. Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður segir í samtali við Vísi að rangar sakargiftir í lagalegum skilningi vísi til þess þegar einhver reyni að fá annan mann sakfelldan eða dæmdan fyrir verknað með rangri kæru eða röngum framburði fyrir dómi eða hjá lögreglu, svo dæmi sé tekið. Samherji vísar í tilkynningu sinni eingöngu til ummæla Jóhannesar í fjölmiðlum. Samherjaskjölin Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu að lögmaður Samherja hafi lagt fram kæruna í morgun. Tilefni hennar eru sögð „ýmis ummæli sem Jóhannes eða fólk á hans vegum“ hefur látið falla í fjölmiðlum vegna fjársöfnunar. Blásið var til söfnunarinnar til að fjármagna læknisaðstoð sem Jóhannes kveðst þurfa vegna eitrunar. Samherji vísar til þess í tilkynningu að á vefsíðu söfnunarinnar sé Jóhannes sagður fórnarlamb manndrápstilraunar í Höfðaborg í Suður-Afríku snemma árs 2017. Einnig er vísað til fréttaflutnings af söfnuninni, þar sem Jóhannes segir fyrrverandi vinnuveitanda sinn hafa verið meðvitaðan um hina meintu eitrun auk þess sem hann hafi sagst þurft að þola „tilraunir til mannráns oftar en einu sinni“. Samherji túlkar orð Jóhannesar á þann veg að hann gefi í skyn að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, tengist á einhvern hátt hinni meintu eitrun og meintum tilraunum til að nema hann á brott. „Þannig virðist Jóhannes vera að reyna að koma því til leiðar að forstjóri Samherja verði sakaður um þessi brot, þ.e. tilraun til manndráps og tilraun til frelsissviptingar eða einhvers konar hlutdeild eða tengsl við slík brot. Með þessu kunni Jóhannes að hafa gerst sekur um rangar sakargiftir í garð Þorsteins Más Baldvinssonar. Er þess krafist að lögreglurannsókn verði hafin, tekin verði skýrsla af Jóhannesi og gagna aflað frá suður-afrískum lögregluyfirvöldum. Þá er lögreglunni bent á það gæti talist eðlilegt að rannsaka í leiðinni hvort fjársvik hafi verið framin í tengslum við fjársöfnunina sem áður er getið,“ segir í tilkynningu Samherja. Óljóst er hvort ummæli og fullyrðingar Jóhannesar sem Samherji vísar til geti fallið undir ákvæði laga um rangar sakargiftir. Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður segir í samtali við Vísi að rangar sakargiftir í lagalegum skilningi vísi til þess þegar einhver reyni að fá annan mann sakfelldan eða dæmdan fyrir verknað með rangri kæru eða röngum framburði fyrir dómi eða hjá lögreglu, svo dæmi sé tekið. Samherji vísar í tilkynningu sinni eingöngu til ummæla Jóhannesar í fjölmiðlum.
Samherjaskjölin Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira