Kynferðisbrota- og heimilisofbeldismál verða ekki undir í vinnu Jóns Steinars Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. mars 2021 18:24 Dómsmálaráðherra segir ótrúlegt að fólk skuli tjá sig um mál án þess að vera kunnugt um staðreyndir. Vísir/Vilhelm Vinna Jóns Steinars Gunnlaugssonar fyrir dómsmálaráðuneytið mun ekki snúa að málaflokkum er varða kynferðisbrot eða heimilisofbeldi. Þetta staðfestir Áslaug Arna Sigurbjörsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við Vísi. Dómsmálaráðherra hefur verið harðlega gagnrýndur í dag eftir að Fréttablaðið greindi frá því í morgun að hún hefði falið Jóni Steinari að skoða úrbætur í meðferð sakamála. Í fréttinni kom fram að verkefnið væri í mótun en snéri að tillögum um leiðir til að stytta málsmeðferðartíma í refsivörslukerfinu. Gagnrýnin hefur aðallega snúist um ýmis ummæli sem lögmaðurinn hefur látið falla um mál er snúa að kynferðisbrotum en hann hefur meðal annars talað gegn þeirri þróun að slakað sé á sönnunarkröfum og aukin áhersla lögð á vitnisburð brotaþola. „Ég get alveg sett mig í þeirra spor,“ segir Áslaug Arna, spurð að því hvort hún skilji afstöðu þeirra kvenna sem kunna að setja spurningamerki við valið á Jóni Steinari. „Verkin mín í þessum málum dæma sig sjálf og öll þau frumvörp og lagabreytingar, og breytingar á kerfinu, sem ég hef fylgt eftir og náð í gegn,“ bætir hún við. Staðreynd málsins sé hins vegar sú að Jóni Steinari sé falið að skoða hvernig stytta megi málsmeðferðartímann í efnahagsbrotamálum til hagsbóta fyrir alla. Spurð að því hvort hann muni þá ekki fjalla um ofangreinda málið svarar hún hreinlega: „Nei.“ Jón Steinar hefur verið umdeildur vegna annarra skoðana sinna, svo sem á hæstarétti og niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í svokölluðu Landsréttarmáli. Ráðherra segir hins vegar reynslu hans á sviði efnahagsbrota hafa ráðið því að hann varð fyrir valinu. Mikilvægt er að huga að leiðum til að bæta réttarkerfið, gera það skilvirkara en gæta um leið fyllstu sanngirni gagnvart...Posted by Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir on Tuesday, March 9, 2021 Dómstólar Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Segja dómsmálaráðherra senda konum kaldar kveðjur Kvenréttindafélag Íslands og Stígamót segja Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra senda konum kaldar kveðjur með því að fela Jóni Steinari Gunnlaugssyni að vinna að nauðsynlegum umbótum í réttarkerfinu. 9. mars 2021 17:38 „Köld tuska sem dómsmálaráðherra hendir framan í almenning“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er hneyksluð á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem samið hefur verið við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann og fyrrverandi dómara við Hæstarétt um aðstoð við vinnu ráðuneytisins að styttingu málsmeðferðartíma í refsivörslukerfinu. 9. mars 2021 14:41 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira
Dómsmálaráðherra hefur verið harðlega gagnrýndur í dag eftir að Fréttablaðið greindi frá því í morgun að hún hefði falið Jóni Steinari að skoða úrbætur í meðferð sakamála. Í fréttinni kom fram að verkefnið væri í mótun en snéri að tillögum um leiðir til að stytta málsmeðferðartíma í refsivörslukerfinu. Gagnrýnin hefur aðallega snúist um ýmis ummæli sem lögmaðurinn hefur látið falla um mál er snúa að kynferðisbrotum en hann hefur meðal annars talað gegn þeirri þróun að slakað sé á sönnunarkröfum og aukin áhersla lögð á vitnisburð brotaþola. „Ég get alveg sett mig í þeirra spor,“ segir Áslaug Arna, spurð að því hvort hún skilji afstöðu þeirra kvenna sem kunna að setja spurningamerki við valið á Jóni Steinari. „Verkin mín í þessum málum dæma sig sjálf og öll þau frumvörp og lagabreytingar, og breytingar á kerfinu, sem ég hef fylgt eftir og náð í gegn,“ bætir hún við. Staðreynd málsins sé hins vegar sú að Jóni Steinari sé falið að skoða hvernig stytta megi málsmeðferðartímann í efnahagsbrotamálum til hagsbóta fyrir alla. Spurð að því hvort hann muni þá ekki fjalla um ofangreinda málið svarar hún hreinlega: „Nei.“ Jón Steinar hefur verið umdeildur vegna annarra skoðana sinna, svo sem á hæstarétti og niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í svokölluðu Landsréttarmáli. Ráðherra segir hins vegar reynslu hans á sviði efnahagsbrota hafa ráðið því að hann varð fyrir valinu. Mikilvægt er að huga að leiðum til að bæta réttarkerfið, gera það skilvirkara en gæta um leið fyllstu sanngirni gagnvart...Posted by Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir on Tuesday, March 9, 2021
Dómstólar Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Segja dómsmálaráðherra senda konum kaldar kveðjur Kvenréttindafélag Íslands og Stígamót segja Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra senda konum kaldar kveðjur með því að fela Jóni Steinari Gunnlaugssyni að vinna að nauðsynlegum umbótum í réttarkerfinu. 9. mars 2021 17:38 „Köld tuska sem dómsmálaráðherra hendir framan í almenning“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er hneyksluð á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem samið hefur verið við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann og fyrrverandi dómara við Hæstarétt um aðstoð við vinnu ráðuneytisins að styttingu málsmeðferðartíma í refsivörslukerfinu. 9. mars 2021 14:41 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira
Segja dómsmálaráðherra senda konum kaldar kveðjur Kvenréttindafélag Íslands og Stígamót segja Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra senda konum kaldar kveðjur með því að fela Jóni Steinari Gunnlaugssyni að vinna að nauðsynlegum umbótum í réttarkerfinu. 9. mars 2021 17:38
„Köld tuska sem dómsmálaráðherra hendir framan í almenning“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er hneyksluð á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem samið hefur verið við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann og fyrrverandi dómara við Hæstarétt um aðstoð við vinnu ráðuneytisins að styttingu málsmeðferðartíma í refsivörslukerfinu. 9. mars 2021 14:41