„Þetta snýst um hvernig getum við byggt upp körfubolta“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. mars 2021 19:00 Svali Björgvinsson er flestum körfuboltaunnendum vel kunnugur. Stöð 2 Sport Svali Björgvinsson fór yfir hvaða breytingar gætu átt sér stað á ársþingi Körfuknattleiks-sambands Íslands um reglur er varða fjölda erlendra leikmanna í deildum hér á landi. Svali telur vægi íslenskra leikmanna of lítið eins og staðan er í dag. Á ársþingi KKÍ um komandi helgi verður lagt til að reglum um erlenda leikmenn verði breytt. Í spilaranum neðst í fréttinni má sjá viðtal við Svala um komandi þing og hans skoðanir á þessum breytingum. Um hvað snúa þessar nýju reglur? „Þetta snýst ekki um að vera útlendingur eða Íslendingur. Þetta snýst um hvernig getum við byggt upp körfubolta. Mörgum finnst - til dæmis í vetur og síðasta vetur – þá hefur vægi íslenskra leikmanna verið of lítið, þá sérstaklega ungra leikmanna. Ég er einn af þeim, mér finnst vægi íslenskra og ungra leikmanna vera of lítið og tækifærin sem þeir fá. Mér finnst rétt að skoða hvort önnur útfærsla sé betri en sú sem nú er til að byggja upp körfubolta til framtíðar,“ sagði Svali. Á hvaða útfærslu er verið að horfa? „Útfærslan sem hefur verið lögð fyrir þingið og liggur núna fyrir þarf ekkert að vera sú rétta. Að það sé ákveðinn fjöldi Íslendinga sem þurfi að vera uppalinn innan KKÍ á hverjum tíma þannig að liðin geti – þau sem það vilja – haft fleiri erlenda leikmenn en það sé ákveðinn fjöldi – kannski tveir eða þrír – sem þurfa að vera inn á vellinum eru uppaldir innan KKÍ. Svipaða reglu eins og er í fjölmörgum löndum.“ Lið utan af landi eiga oft erfitt með að manna sín lið þar sem leikmenn á höfuðborgarsvæðinu eru ekki alltaf tilbúnir í slík ævintýri. Þau leita því erlendis í leit að liðsstyrk. „Það eru mörg lið sem hafa gengið ljómandi vel með allskonar útfærslum og reglum. Það hefur verið að talað um að ungir iðkendur hafi oft farið til Reykjavíkur til náms,“ sagði Svali og stakk upp á að ef til vill gætu aðrar reglur verið fyrir lið sem eru ekki á suðvesturhorni Íslands. „Ég held það sé aðalatriðið að finna reglu sem flestir eru sáttir við. Að við fáum þá gæði í erlendum leikmönnum og á sama tíma gefum við ungum leikmönnum tækifæri til að blómstra og dafna í íslenskum körfubolta.“ Hefur þetta verið rætt inna hreyfingarinnar? „Þetta er rætt öllum stundum innan hreyfingarinnar. Þetta og margt annað. Körfubolti er falleg íþrótt og það eru margir fletir en það er búið að ræða þetta talsvert. Ég vona að þetta verði upplýstar og skynsamar umræður en ekki deilur. Þetta snýst ekki um hvernig tilteknu liði gengur á tilteknum tíma heldur hvernig byggjum við upp þessa fögru íþrótt, sem er í mikilli uppsveiflu, til framtíðar. „Það verður einhver lending. Mér finnst mikilvægt að allir séu sáttir við hana,“ sagði Svali að endingu. Klippa: Svali um breytingar innan KKÍ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira
Á ársþingi KKÍ um komandi helgi verður lagt til að reglum um erlenda leikmenn verði breytt. Í spilaranum neðst í fréttinni má sjá viðtal við Svala um komandi þing og hans skoðanir á þessum breytingum. Um hvað snúa þessar nýju reglur? „Þetta snýst ekki um að vera útlendingur eða Íslendingur. Þetta snýst um hvernig getum við byggt upp körfubolta. Mörgum finnst - til dæmis í vetur og síðasta vetur – þá hefur vægi íslenskra leikmanna verið of lítið, þá sérstaklega ungra leikmanna. Ég er einn af þeim, mér finnst vægi íslenskra og ungra leikmanna vera of lítið og tækifærin sem þeir fá. Mér finnst rétt að skoða hvort önnur útfærsla sé betri en sú sem nú er til að byggja upp körfubolta til framtíðar,“ sagði Svali. Á hvaða útfærslu er verið að horfa? „Útfærslan sem hefur verið lögð fyrir þingið og liggur núna fyrir þarf ekkert að vera sú rétta. Að það sé ákveðinn fjöldi Íslendinga sem þurfi að vera uppalinn innan KKÍ á hverjum tíma þannig að liðin geti – þau sem það vilja – haft fleiri erlenda leikmenn en það sé ákveðinn fjöldi – kannski tveir eða þrír – sem þurfa að vera inn á vellinum eru uppaldir innan KKÍ. Svipaða reglu eins og er í fjölmörgum löndum.“ Lið utan af landi eiga oft erfitt með að manna sín lið þar sem leikmenn á höfuðborgarsvæðinu eru ekki alltaf tilbúnir í slík ævintýri. Þau leita því erlendis í leit að liðsstyrk. „Það eru mörg lið sem hafa gengið ljómandi vel með allskonar útfærslum og reglum. Það hefur verið að talað um að ungir iðkendur hafi oft farið til Reykjavíkur til náms,“ sagði Svali og stakk upp á að ef til vill gætu aðrar reglur verið fyrir lið sem eru ekki á suðvesturhorni Íslands. „Ég held það sé aðalatriðið að finna reglu sem flestir eru sáttir við. Að við fáum þá gæði í erlendum leikmönnum og á sama tíma gefum við ungum leikmönnum tækifæri til að blómstra og dafna í íslenskum körfubolta.“ Hefur þetta verið rætt inna hreyfingarinnar? „Þetta er rætt öllum stundum innan hreyfingarinnar. Þetta og margt annað. Körfubolti er falleg íþrótt og það eru margir fletir en það er búið að ræða þetta talsvert. Ég vona að þetta verði upplýstar og skynsamar umræður en ekki deilur. Þetta snýst ekki um hvernig tilteknu liði gengur á tilteknum tíma heldur hvernig byggjum við upp þessa fögru íþrótt, sem er í mikilli uppsveiflu, til framtíðar. „Það verður einhver lending. Mér finnst mikilvægt að allir séu sáttir við hana,“ sagði Svali að endingu. Klippa: Svali um breytingar innan KKÍ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira