Starfsmennirnir fá borgað í „óvæntri vendingu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. mars 2021 15:31 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Félagsmennirnir nutu stuðnings Eflingar og lögmannsstofunnar Réttar við stefnu á hendur Eldum rétt og starfsmannaleigunni Menn í vinnu til greiðslu umræddra launa. Vísir/Vilhelm Ábyrgðarsjóður launa hefur fallist á að gangast í ábyrgð fyrir vangreiddar launagreiðslur til fjögurra félagsmanna Eflingar sem störfuðu hjá fyrirtækinu Eldum rétt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Upphæðirnar nema 120-195 þúsund krónum handa hverjum félagsmanni fyrir sig og hafa greiðslurnar þegar verið lagðar inn á reikninga þeirra. Félagsmennirnir nutu stuðnings Eflingar og lögmannsstofunnar Réttar við stefnu á hendur Eldum rétt og starfsmannaleigunni Menn í vinnu til greiðslu umræddra launa. Í tilkynningu segir að laununum hefði verið haldið eftir á þeim forsendum um að væri að ræða kostnað við húsnæði, líkamsræktarkort og fleira. Héraðsdómur vísaði frá máli félagsmannanna gegn Eldum rétt og Mönnum í vinnu í síðasta mánuði. Dómsmálinu lokið Efling segir í tilkynningu að með ákvörðun sinni viðurkenni Ábyrgðarsjóður launa að um ólögmætan launafrádrátt hafi verið að ræða, sem dómsmál félagsmannanna hafi einmitt snúist um að stórum hluta. Dómsmálinu ljúki hér með. „Þar sem skaði félagsmannanna hefur að þessu leyti verið bættur er grundvöllur dómsmálsins breyttur. Mun Efling því ekki styðja framhald dómsmála á hendur Eldum rétt og Mönnum í vinnu. Verður frávísun máls í héraðsdómi þann 24. febrúar síðastliðinn því ekki kærð með stuðningi Eflingar líkt og áður var tilkynnt,“ segir í tilkynningu. Skorar á Eldum rétt að endurgreiða launin Haft er eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar að það sé óvænt vending í málinu að Ábyrgðarsjóður launa hafi viðurkennt og gengist í ábyrgð fyrir þessum kröfum. „Það er sannarlega ánægjulegt að Ábyrðarsjóður launa hafi á síðustu stundu stigið inn og viðurkennt réttmæti þeirra krafna sem launagreiðendur kusu að slást um við láglaunafólk fyrir dómi. Þannig er félagsmönnum okkar bættur skaði og því eru að okkar mati ekki sömu forsendur fyrir dómsmáli. Hins vegar er það miður að þessi kostnaður lendi á skattgreiðendum og vil ég skora á Eldum rétt að axla ábyrgð og endurgreiða Ábyrgðarsjóði þessar fjárhæðir,“ sagði Sólveig Anna. Efling og Réttur studdu 20 félagsmenn til að leggja fram kærur til héraðssaksóknara í ágúst 2019 og apríl 2020 vegna grunaðra brota af hálfu Manna í vinnu. Rannsókn stendur yfir hjá héraðssaksóknara vegna þessara mála. Dómsmál Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling styður rúmenska félagsmenn í áfrýjun til Landsréttar Efling - stéttarfélag ætlar að styðja fjóra rúmenska félagsmenn sína til að skjóta til Landsréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í gær í máli þeirra gegn starfsmannaleigunni Menn í vinnu, forsvarsmönnum starfsmannaleigunnar og matsölufyrirtækinu Eldum rétt. Fyrirtækin voru þar sýknuð eða málunum vísað frá dómi. 25. febrúar 2021 07:49 Máli Eflingar gegn Mönnum í vinnu og Eldum rétt vísað frá Kröfum Eflingar á hendur starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, forsvarsmönnum hennar, og fyrirtækisins Eldum rétt hefur verið vísað frá dómi. Eflingu hefur verið gert að greiða fjórar milljónir í málskostnað vegna lögsóknarinnar. 24. febrúar 2021 15:38 Efling telur engan vafa á að Eldum rétt beri að axla keðjuábyrgð "Í stað þess að gangast við ábyrgð sinni hefur Eldum rétt kosið að taka upp sömu málsvörn og Menn í vinnu, nefnilega að samningarnir sem verkamennirnir undirrituðu hafi leyft frádrátt af launum,“ segir í tilkynningunni. 7. júlí 2019 15:47 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Félagsmennirnir nutu stuðnings Eflingar og lögmannsstofunnar Réttar við stefnu á hendur Eldum rétt og starfsmannaleigunni Menn í vinnu til greiðslu umræddra launa. Í tilkynningu segir að laununum hefði verið haldið eftir á þeim forsendum um að væri að ræða kostnað við húsnæði, líkamsræktarkort og fleira. Héraðsdómur vísaði frá máli félagsmannanna gegn Eldum rétt og Mönnum í vinnu í síðasta mánuði. Dómsmálinu lokið Efling segir í tilkynningu að með ákvörðun sinni viðurkenni Ábyrgðarsjóður launa að um ólögmætan launafrádrátt hafi verið að ræða, sem dómsmál félagsmannanna hafi einmitt snúist um að stórum hluta. Dómsmálinu ljúki hér með. „Þar sem skaði félagsmannanna hefur að þessu leyti verið bættur er grundvöllur dómsmálsins breyttur. Mun Efling því ekki styðja framhald dómsmála á hendur Eldum rétt og Mönnum í vinnu. Verður frávísun máls í héraðsdómi þann 24. febrúar síðastliðinn því ekki kærð með stuðningi Eflingar líkt og áður var tilkynnt,“ segir í tilkynningu. Skorar á Eldum rétt að endurgreiða launin Haft er eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar að það sé óvænt vending í málinu að Ábyrgðarsjóður launa hafi viðurkennt og gengist í ábyrgð fyrir þessum kröfum. „Það er sannarlega ánægjulegt að Ábyrðarsjóður launa hafi á síðustu stundu stigið inn og viðurkennt réttmæti þeirra krafna sem launagreiðendur kusu að slást um við láglaunafólk fyrir dómi. Þannig er félagsmönnum okkar bættur skaði og því eru að okkar mati ekki sömu forsendur fyrir dómsmáli. Hins vegar er það miður að þessi kostnaður lendi á skattgreiðendum og vil ég skora á Eldum rétt að axla ábyrgð og endurgreiða Ábyrgðarsjóði þessar fjárhæðir,“ sagði Sólveig Anna. Efling og Réttur studdu 20 félagsmenn til að leggja fram kærur til héraðssaksóknara í ágúst 2019 og apríl 2020 vegna grunaðra brota af hálfu Manna í vinnu. Rannsókn stendur yfir hjá héraðssaksóknara vegna þessara mála.
Dómsmál Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling styður rúmenska félagsmenn í áfrýjun til Landsréttar Efling - stéttarfélag ætlar að styðja fjóra rúmenska félagsmenn sína til að skjóta til Landsréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í gær í máli þeirra gegn starfsmannaleigunni Menn í vinnu, forsvarsmönnum starfsmannaleigunnar og matsölufyrirtækinu Eldum rétt. Fyrirtækin voru þar sýknuð eða málunum vísað frá dómi. 25. febrúar 2021 07:49 Máli Eflingar gegn Mönnum í vinnu og Eldum rétt vísað frá Kröfum Eflingar á hendur starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, forsvarsmönnum hennar, og fyrirtækisins Eldum rétt hefur verið vísað frá dómi. Eflingu hefur verið gert að greiða fjórar milljónir í málskostnað vegna lögsóknarinnar. 24. febrúar 2021 15:38 Efling telur engan vafa á að Eldum rétt beri að axla keðjuábyrgð "Í stað þess að gangast við ábyrgð sinni hefur Eldum rétt kosið að taka upp sömu málsvörn og Menn í vinnu, nefnilega að samningarnir sem verkamennirnir undirrituðu hafi leyft frádrátt af launum,“ segir í tilkynningunni. 7. júlí 2019 15:47 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Efling styður rúmenska félagsmenn í áfrýjun til Landsréttar Efling - stéttarfélag ætlar að styðja fjóra rúmenska félagsmenn sína til að skjóta til Landsréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í gær í máli þeirra gegn starfsmannaleigunni Menn í vinnu, forsvarsmönnum starfsmannaleigunnar og matsölufyrirtækinu Eldum rétt. Fyrirtækin voru þar sýknuð eða málunum vísað frá dómi. 25. febrúar 2021 07:49
Máli Eflingar gegn Mönnum í vinnu og Eldum rétt vísað frá Kröfum Eflingar á hendur starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, forsvarsmönnum hennar, og fyrirtækisins Eldum rétt hefur verið vísað frá dómi. Eflingu hefur verið gert að greiða fjórar milljónir í málskostnað vegna lögsóknarinnar. 24. febrúar 2021 15:38
Efling telur engan vafa á að Eldum rétt beri að axla keðjuábyrgð "Í stað þess að gangast við ábyrgð sinni hefur Eldum rétt kosið að taka upp sömu málsvörn og Menn í vinnu, nefnilega að samningarnir sem verkamennirnir undirrituðu hafi leyft frádrátt af launum,“ segir í tilkynningunni. 7. júlí 2019 15:47