Hvar vilt þú búa? Pétur Óli Þorvaldsson skrifar 10. mars 2021 16:00 Að alast upp í litlu sjávarþorpi veitti mér ómetanlega lífsánægju. Þó var samtal milli unglingana í þorpinu svo oft þannig að allt það sem ég elskaði við þorpið mitt var sett í sorglegt ljós. Við töluðum um að festast ekki fyrir vestan. Eina leiðin til að eiga heillavænlega framtíð væri að fara suður í nám og finna vinnu í bænum. Þessi ímynd af því að festast fyrir vestan var það versta sem krakkarnir gátu ímyndað sér. Þetta kom út frá kaffistofuspjalli fullorðna fólksins, þar var rætt um fyrirtæki sem fóru á hausinn, verðlausar eignir og stjórnvöld sem voru alveg sama. Ég skildi þetta ekki, af hverju væri svona slæmt að festast í paradís eins og Súgandafirði. Þetta var þá stafað út fyrir mig. Ef að ég kaupi eign á Suðureyri mun ég setja mig í skuld fyrir hús sem verður verðlaust eftir nokkur ár. Þá mun ég hvort sem er þurfa að flytja suður nema núna með húsnæðis lán sem að ég get ekki borgað. Flest í byggðarlaginu töluðu með þeim hætti að þorpið yrði ekki til staðar eftir 20 ár, ekki út af því að fólk vildi ekki búa þar eða að þorpið væri ekki að skapa verðmæti heldur út af ákvörðunum stjórnvalda. Nú í dag er annars konar andrúmsloft í byggðarlaginu. Vonarneisti hefur kviknað og íbúar líta bjartari augum á framtíðina. Þó að ytri aðstæður hafi lítið breyst þá hefur seigla íbúa orðið til þess að ýmis konar verkefnum hefur verið hrint í framkvæmd. Sum verkefnin hafa hlotið nýsköpunarstyrki, sem sannarlega hafa komið frá stjórnvöldum, en hin raunverulega vinna og hugmyndaauðgi hefur verið borin uppi af heimamönnum. Ég vil að byggðastefna hins opinbera felist ekki í miðstýrðri uppbyggingu eftir geðþóttaákvörðunum ráðherra hvers tíma heldur vil ég færa völdin meira til íbúanna og veita þeim þau verkfæri sem þarf til að byggja upp sín eigin samfélög á þann hátt sem þeim hentar. Hið opinbera ætti að styðja við viðleitni íbúa landsbyggðanna með því að auglýsa öll störf, sem ekki krefjast ákveðinnar starfsstöðvar á vegum hins opinbera án staðsetningar. Lengi hefur verið talað um að færa opinber störf út á land og er það gömul saga og ný að stjórnmálafólk lofi að færa eina eða aðra ríkisstofnun í sitt kjördæmi og jafnvel sinn heimabæ, hljóti þau brautargengi í kosningum en þessi nálgun er bæði ósjálfbær og óhentug. Störf án staðsetningar leysa þennan vanda því með þeim hætti fær fólk að ákveða bæði búsetu sína og starf sjálft. Unnið hefur verið að því að koma upp fjarvinnustöðvum hér og þar um landið og tel ég mikilvægt að slíkar vinnustöðvar verði settar upp í öllum sveitarfélögum þar sem starfsmenn úr hinum ýmsu fyrirtækjum og stofnunum geta komið saman og unnið. Þannig styrkjast byggðakjarnarnir og starfsfólk án staðsetningar nýtur félagsskapar við aðra. Þetta snýst um aukið frelsi fólks til að velja sér búsetu án þess að það skerði atvinnumöguleika viðkomandi. Hjá Byggðastofnun er starfrækt verkefnið Brothættar byggðir. Kjarni verkefnisins er að uppbygging byggðarlaganna er fyrst og fremst á færi íbúanna. Haldin eru íbúaþing þar sem íbúar byggðarlagsins koma með hugmyndir, þær eru ræddar og síðan forgangsraðað af íbúum. Þarna á mikil valddreifing sér stað og er Byggðarstofnun til fyrirmyndar. Hinsvegar ætti að bjóða upp á þessa þjónustu áður en að byggðir verða brothættar, það er erfitt að snúa við langvarandi neikvæðri byggðarþróun og sérstaklega þegar fáir íbúar eru eftir til að takast á við það verkefni. Ég trúi því að með valdeflandi verkfærum eins og Byggðastofnun býður upp á væri hægt að stuðla að blómlegri byggð á öllu landinu. Fyrir því vil ég gjarnan beita mér á vettvangi stjórnmála og sækist því eftir stuðningi þeirra sem deila þessari trú minni. Hins vegar eru þetta aðeins nokkur af þeim lausnum sem að munu skila okkur sterkari byggð, þetta mun ekki henta fyrir allar byggðri, allt fólk út um allt land. Það mun þurfa fjölbreyttar lausnir og ég er ekki með þær allar. Þess vegna verður svo mikilvægt að fá ykkur inn í samtalið, að fá þig inn í samtalið. Stjórnvöld eiga að styðja við þessar lausnir en það eru íbúar sem leiða okkur áfram. Höfundur er Súgfirðingur og sækist eftir oddvitasæti á lista Pírata í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Byggðamál Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Að alast upp í litlu sjávarþorpi veitti mér ómetanlega lífsánægju. Þó var samtal milli unglingana í þorpinu svo oft þannig að allt það sem ég elskaði við þorpið mitt var sett í sorglegt ljós. Við töluðum um að festast ekki fyrir vestan. Eina leiðin til að eiga heillavænlega framtíð væri að fara suður í nám og finna vinnu í bænum. Þessi ímynd af því að festast fyrir vestan var það versta sem krakkarnir gátu ímyndað sér. Þetta kom út frá kaffistofuspjalli fullorðna fólksins, þar var rætt um fyrirtæki sem fóru á hausinn, verðlausar eignir og stjórnvöld sem voru alveg sama. Ég skildi þetta ekki, af hverju væri svona slæmt að festast í paradís eins og Súgandafirði. Þetta var þá stafað út fyrir mig. Ef að ég kaupi eign á Suðureyri mun ég setja mig í skuld fyrir hús sem verður verðlaust eftir nokkur ár. Þá mun ég hvort sem er þurfa að flytja suður nema núna með húsnæðis lán sem að ég get ekki borgað. Flest í byggðarlaginu töluðu með þeim hætti að þorpið yrði ekki til staðar eftir 20 ár, ekki út af því að fólk vildi ekki búa þar eða að þorpið væri ekki að skapa verðmæti heldur út af ákvörðunum stjórnvalda. Nú í dag er annars konar andrúmsloft í byggðarlaginu. Vonarneisti hefur kviknað og íbúar líta bjartari augum á framtíðina. Þó að ytri aðstæður hafi lítið breyst þá hefur seigla íbúa orðið til þess að ýmis konar verkefnum hefur verið hrint í framkvæmd. Sum verkefnin hafa hlotið nýsköpunarstyrki, sem sannarlega hafa komið frá stjórnvöldum, en hin raunverulega vinna og hugmyndaauðgi hefur verið borin uppi af heimamönnum. Ég vil að byggðastefna hins opinbera felist ekki í miðstýrðri uppbyggingu eftir geðþóttaákvörðunum ráðherra hvers tíma heldur vil ég færa völdin meira til íbúanna og veita þeim þau verkfæri sem þarf til að byggja upp sín eigin samfélög á þann hátt sem þeim hentar. Hið opinbera ætti að styðja við viðleitni íbúa landsbyggðanna með því að auglýsa öll störf, sem ekki krefjast ákveðinnar starfsstöðvar á vegum hins opinbera án staðsetningar. Lengi hefur verið talað um að færa opinber störf út á land og er það gömul saga og ný að stjórnmálafólk lofi að færa eina eða aðra ríkisstofnun í sitt kjördæmi og jafnvel sinn heimabæ, hljóti þau brautargengi í kosningum en þessi nálgun er bæði ósjálfbær og óhentug. Störf án staðsetningar leysa þennan vanda því með þeim hætti fær fólk að ákveða bæði búsetu sína og starf sjálft. Unnið hefur verið að því að koma upp fjarvinnustöðvum hér og þar um landið og tel ég mikilvægt að slíkar vinnustöðvar verði settar upp í öllum sveitarfélögum þar sem starfsmenn úr hinum ýmsu fyrirtækjum og stofnunum geta komið saman og unnið. Þannig styrkjast byggðakjarnarnir og starfsfólk án staðsetningar nýtur félagsskapar við aðra. Þetta snýst um aukið frelsi fólks til að velja sér búsetu án þess að það skerði atvinnumöguleika viðkomandi. Hjá Byggðastofnun er starfrækt verkefnið Brothættar byggðir. Kjarni verkefnisins er að uppbygging byggðarlaganna er fyrst og fremst á færi íbúanna. Haldin eru íbúaþing þar sem íbúar byggðarlagsins koma með hugmyndir, þær eru ræddar og síðan forgangsraðað af íbúum. Þarna á mikil valddreifing sér stað og er Byggðarstofnun til fyrirmyndar. Hinsvegar ætti að bjóða upp á þessa þjónustu áður en að byggðir verða brothættar, það er erfitt að snúa við langvarandi neikvæðri byggðarþróun og sérstaklega þegar fáir íbúar eru eftir til að takast á við það verkefni. Ég trúi því að með valdeflandi verkfærum eins og Byggðastofnun býður upp á væri hægt að stuðla að blómlegri byggð á öllu landinu. Fyrir því vil ég gjarnan beita mér á vettvangi stjórnmála og sækist því eftir stuðningi þeirra sem deila þessari trú minni. Hins vegar eru þetta aðeins nokkur af þeim lausnum sem að munu skila okkur sterkari byggð, þetta mun ekki henta fyrir allar byggðri, allt fólk út um allt land. Það mun þurfa fjölbreyttar lausnir og ég er ekki með þær allar. Þess vegna verður svo mikilvægt að fá ykkur inn í samtalið, að fá þig inn í samtalið. Stjórnvöld eiga að styðja við þessar lausnir en það eru íbúar sem leiða okkur áfram. Höfundur er Súgfirðingur og sækist eftir oddvitasæti á lista Pírata í Norðvesturkjördæmi.
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun