Dómur yfir kvenréttindabaráttukonu stendur óhaggaður Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2021 16:59 Stjórnvöld í Sádi-Arabíu létu mikið með það þegar þau leyfðu konum að keyra árið 2018. Um sama leyti handtóku þau konur sem höfðu barist fyrir réttindum til að keyra bíl. Þau eru sökuð um að hafa pyntað nokkrar kvennanna. Vísir/EPA Dómstóll í Sádi-Arabíu hafnaði áfrýjun Loujain al-Hathloul, baráttukonu fyrir réttindum kvenna, á dómi sem hún hlaut fyrir meint hryðjuverkabrot. Hathloul var ein þeirra jafnréttissinna sem stjórnvöld í Sádi-Arabíu tóku höndum árið 2018. Íslensk stjórnvöld voru í hópi ríkja sem lýstu áhyggjum af því að baráttufólk fyrir mannréttindum og jafnrétti auka blaðamenn sem gagnrýndu stjórnvöld sættu ofsóknum í Sádi-Arabíu á vettvangi mannrétttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Hathloul var handtekin í maí árið 2018, örfáum vikum áður en Sádi-Arabía felldi úr gildi bann við því að konu ækju bíl. Hún hafði verið framarlega í baráttunni fyrir því að konur fengju réttinn til að keyra. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Hathloul hafi verið á meðal um tólf annarra kvennréttindakvenna sem voru handteknar í aðgerðum Mohammeds bin Salman krónprins gegn andófsfólki í landinu. Sérstakur hryðjuverkadómstóll dæmdi Hathloul seka um að hafa „hvatt til breytinga á grundvallarstjórn ríkisins“ og að hafa „þjónað erlendri stefnu innan konungsdæmisins með aðstoð internetsins með það markmið að raska allsherjarreglu“. Dómari batt hluta fimm og hálfs árs fangelsisdóm hennar við skilorð. Hún á þó á hættu að vera stungið aftur í steininn fremji hún annan „glæp“ innan þriggja ára. Yfirvöld slepptu Hathloul úr fangelsi á reynslulausn í síðustu mánuði en hún hafði þá dúsað þrjú ár á bak við lás og skrá. Hún sætir enn fimm ára ferðabanni og öðrum takmörkunum á frelsi sínu. Hathloul heldur því statt og stöðugt fram að hún hafi engan glæp framið. Hún hefur jafnframt heitið því að ná fram réttlæti gagnvart embættismönnum sem hún sakar um að hafa pyntað sig í fangelsi. Mannréttindasamtök telja að sádi-arabísk stjórnvöld hafi látið pynta að minnsta kosti þrjár aðrar konu sem þau höfðu í haldi á sama tíma, þar á meðal með rafstuði, hýðingum og kynferðislegri áreitni. Sádi-arabísk stjórnvöld neita því að konurnar hafi sætt illri meðferð. Sádi-Arabía Jafnréttismál Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Íslensk stjórnvöld voru í hópi ríkja sem lýstu áhyggjum af því að baráttufólk fyrir mannréttindum og jafnrétti auka blaðamenn sem gagnrýndu stjórnvöld sættu ofsóknum í Sádi-Arabíu á vettvangi mannrétttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Hathloul var handtekin í maí árið 2018, örfáum vikum áður en Sádi-Arabía felldi úr gildi bann við því að konu ækju bíl. Hún hafði verið framarlega í baráttunni fyrir því að konur fengju réttinn til að keyra. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Hathloul hafi verið á meðal um tólf annarra kvennréttindakvenna sem voru handteknar í aðgerðum Mohammeds bin Salman krónprins gegn andófsfólki í landinu. Sérstakur hryðjuverkadómstóll dæmdi Hathloul seka um að hafa „hvatt til breytinga á grundvallarstjórn ríkisins“ og að hafa „þjónað erlendri stefnu innan konungsdæmisins með aðstoð internetsins með það markmið að raska allsherjarreglu“. Dómari batt hluta fimm og hálfs árs fangelsisdóm hennar við skilorð. Hún á þó á hættu að vera stungið aftur í steininn fremji hún annan „glæp“ innan þriggja ára. Yfirvöld slepptu Hathloul úr fangelsi á reynslulausn í síðustu mánuði en hún hafði þá dúsað þrjú ár á bak við lás og skrá. Hún sætir enn fimm ára ferðabanni og öðrum takmörkunum á frelsi sínu. Hathloul heldur því statt og stöðugt fram að hún hafi engan glæp framið. Hún hefur jafnframt heitið því að ná fram réttlæti gagnvart embættismönnum sem hún sakar um að hafa pyntað sig í fangelsi. Mannréttindasamtök telja að sádi-arabísk stjórnvöld hafi látið pynta að minnsta kosti þrjár aðrar konu sem þau höfðu í haldi á sama tíma, þar á meðal með rafstuði, hýðingum og kynferðislegri áreitni. Sádi-arabísk stjórnvöld neita því að konurnar hafi sætt illri meðferð.
Sádi-Arabía Jafnréttismál Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira