Um kl. 13 var tilkynnt um þjófnað í verslun í Smáralind. Þjófarnir náðu að komast á undan en málið er í rannsókn, samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni.
Þá var tilkynnt um þjófnað í verslun í Hafnarfirði í hádeginu en þar var einstaklingur staðinn að verki og reyndist hafa freistað þess að hafa á brott vörur að andvirði um 46 þúsund krónur.
Einnig var tilkynnt um þjófnaði í tveimur verslunum í hverfum 104 og 108 upp úr hádegi. Þá var tilkynnt um tjón á bifreið rétt fyrir kl. 16 en gler reyndist hafa fallið á bifreiðna og valdið skemmdum.