Ótrúleg yfirsjón ekki eins heldur tveggja stórmeistara Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. mars 2021 11:00 Helgi Áss (til vinstri) var með hvítt og Hannes Hlífar með svart. Hvítur átti leik þegar þarna var komið. Örvarnar sýna hvernig Helgi hefði getað mátað Hannes í tveimur leikjum. Hvorugur virðist hafa tekið eftir þessum möguleika í skákinni. Svo fór að Hannes vann sigur og leiðir 1-0 fyrir aðra skákina í dag. Björn Þorfinnsson, alþjóðlegur meistari í skák og blaðamaður, segir líklegt að Helgi Áss Grétarsson muni eiga svefnlausa mánuði eftir ótrúlegt klúður í undanúrslitum Íslandsbikarsins í gær. Helgi Áss hefði getað mátað í tveimur leikjum en yfirsást möguleikinn. Það sem er enn ótrúlegra er að Hannesi Hlífari Stefánssyni, andstæðingi Helga, yfirsást líka tveggja leikja möguleika Helga Áss á máti. Átta bestu skákmenn Íslands bítast nú um farseðilinn á heimsbikarmótið í skák. Undanúrslitin fara fram þessa dagana en fyrirkomulagið er þannig að sá sem fyrstur vinnur tvær skákir tryggir sér sigur. Hannes Hlífar leiðir gegn Helga Áss fyrir viðureign tvö í dag. Í hinni undanúrslitaskákinni leiðir Hjörvar Steinn Grétarsson stórmeistari gegn Guðmundi Kjartanssyni sem hefur um fleira að spila en sætið á heimsbikarnum. Nánar að því síðar. Hverju misstu báðir skákmennirnir af? Björn vakti athygli á klúðrinu ótrúlega á Twitter í morgun. „Ótrúlegar senur í íslensku undankeppninni fyrir heimsbikarinn,“ segir Björn. Hann birtir mynd af stöðunni í skákinni í gær eftir að Hannes Hlífar, með svart, hafði leikið peði af G5 á G4. Hannes vann nokkuð sannfærandi sigur í skákinni en þannig hefði skákin svo sannarlega ekki þurft að enda. „Hverju misstu báðir skákmennirnir af?“ spyr Björn og fær skákáhugamenn til að klóra sér í hausnum. Mislengi þó því fljótlega sést að Helgi Áss hefði getað mátað Hannes í tveimur leikjum. Incredible scenes at the Icelandic World Cup qualifier tournament. Here GM Helgi Gretarsson had white against GM Hannes Stefansson. Stefansson had just played g5- g4?? confidently and went on to win the game after white s reply Nf3-d2. What did both players miss? pic.twitter.com/4CZB9HgYjg— Bjorn Thorfinnsson (@BThorfinnsson) March 11, 2021 Vísir ræddi við Björn um þetta augnablik í gær. Alþjóðlegi meistarinn er ekkert að skafa af hlutunum. Goðsagnakennt klúður „Þetta er bara eins og legendary blooper í boltaíþrótt,“ segir Björn og vísar til myndbanda úr boltaíþróttum þar sem menn klúðra fyrir opnu marki eða gera annan eins skandal. Myndbönd sem fara eins og eldur í sinu um netheima. „Það mun fara um allan heim að stórmeistari missi af svona. Öll svona mistök ferðast fljótt,“ segir Björn. Helgi Áss Grétarsson hugsi við upphaf skákar. Hann átti eftir að fá dauðafæri til að leggja Hannes að velli en yfirsást tækifærið.Gunnar Björnsson Hannes Hlífar og Helgi Áss eru báðir reynsluboltar. Stórmeistarar í fremstu röð til lengri tíma. „Það er ótrúlegt að tveir stórmeistarar hafi báðir orðið fyrir svona yfirsjón. Það er eitt að annar geri mistök en þá er manni venjulega refsað,“ segir Björn. Hannes hafi þannig sloppið með skrekkinn. Hann fattaði ekki að hafa komið sér í svo slæma stöðu, gefið Helga Áss dauðafæri. Og Helgi svaf sömuleiðis á verðinum. Hryllilegt að þurfa að horfast í augu við þetta Kapparnir mætast í annarri skák sinni í dag. Björn telur að einvígið hefði mögulega verið sálfræðilega búið hefði Helgi gripið tækifærið og mátað Hannes. „Hannes hefði ekki getað mætt með sjálfstraust eftir að hafa verið niðurlægður svona,“ segir Björn. Núna sé sálfræðistríðið hjá Helga, við sjálfan sig. „Að þurfa að horfast í augu við þetta er alveg hryllilegt.“ Ingvar Þór Jóhannesson skáksérfræðingur rýndi í skákina á YouTube-síðu sinni og átti varla orð til að lýsa mistökunum sem áttu sér stað í skák stórmeistaranna. Björn á ekki von á því að Helgi verði mikil fyrirstaða fyrri Hannes í dag. Hannes hafi alltaf staðið framar, og geri það, en Björn er þó ekki alveg tilbúinn að afskrifa Helga. „Helgi er reyndar einhver mesti keppnismaður sem ég hef hitt,“ segir Björn. Hann sé með keppnisgeðveiki í sér, sem þeir þekki sem hafa spilað fótbolta með Helga sem er liðtækur markvörður og gott betur en það. Helgi á að baki leiki með Eiði Smára Guðjohnsen og fleiri knattspyrnukempum í yngri landsliðum Íslands. Sönnunargagn um keppnisskap Helga? Lokakaflinn í þessari skák við lettneska Meshkovs Nikita þar sem Helgi knýr fram mát undir mikilli pressu, og með tilheyrandi látum. Spennan byrjar fyrir alvöru eftir átta og hálfa mínútu. „Hann verður svona í skákinni líka. Byrjar að fnæsa, muldra „Áfram Helgi, áfram Helgi“,“ segir Björn og hlær. Einstakt tækifæri fyrir íslenskan skákmann Já, það er óhætt að segja að mikið sé undir hjá skákmönnum. Vegna kórónuveirufaraldursins breytti Alþjóðaskáksambandið fyrirkomulagi sínu varðandi heimsbikarinn og úthlutaði hverju landi einu sæti. „Það er rosalega stórt að komast á þetta heimsbikarmót. Það hefur verið mjög erfitt, nánast útilokað,“ segir Björn. Björn teflir með Helga Áss, Vigdísi Finnbogadóttur og Ólaf Ragnar Grímsson í bakgrunni. Áður hafi aðeins verið fjörutíu laus sæti sem atvinnumenn í íþróttinni, margir í austurtjaldslöndum, hafi bitist um. Samkeppnin sé svakaleg en nú fái hvert land eitt sæti í fyrsta sinn. „Það er til rosalega mikils að vinna. Frí ferð út og þar er fyrirkomulagið líka útsláttarkeppni svo það er aldrei að vita hversu langt menn geta komist,“ segir Björn. Stórmeistaratign undir Dramatíkin er ekki bara í einvígi þeirra Hannesar og Helga. Hinum megin er Hjörvar Steinn Grétarsson, stigahæsti skákmaður Íslands, með yfirhöndina gegn Guðmundi Kjartanssyni ríkjandi Íslandsmeistara, eftir sigur í gær. Guðmundur var með 2488 skákstig fyrir undankeppnina en hann vantar að komast í 2500 stig til að fá titilinn stórmeistari. Hann hefur uppfyllt aðrar kröfur til að öðlast tignina eftirsóttu. „Það er rosaleg dramatík því Guðmundur hefur nú í næstum því áratug reynt að verða stórmeistari. Hann hefur lagt sig allan í þetta,“ segir Björn. Frá keppni í húsakynnum Landsbankans í Austurstræti í gær. Helgi og Hannes til vinstri og Hjörvar og Guðmundur hægra megin.Gunnar Björnsson „Ef hann hefði unnið skákina í gær þá hefði hann orðið stórmeistari, í einni skák. Hann hefur strögglað við að komast yfir 2500 skákstig.“ Pressan hafi því verið mikil á Guðmund, mögulega of mikil enda var sigur Hjörvars sannfærandi. Skákin spyr ekki um aldur og góð hné Björn lýsir aðeins eltingaleik Guðmundar við skákstigin 2500 og stórmeistaratignina. Skákmaður græði ákveðið mörg stig fyrir að vinna en svo rennur maður vel niður brekkuna ef maður tapar gegn lakari skákmanni. „Ef hann hefði unnið í gær hefði hann farið yfir 2500 skákstig fyrir lífstíð,“ segir Björn. Seinni skákin er þó fram undan á eftir og þar hafi Guðmundur annað tækifæri til að tryggja sér 2500 stigin. En tapi hann renni hann enn lengra niður. Hjörvar Steinn Grétarsson er stigahæsti skákmaður Íslands og þykir líklegur til sigurs á mótinu.Gunnar Björnsson Sjálfur er Björn alþjóðlegur meistari sem hefur fundið lyktina af stórmeistaratign í lengri tíma. Ekki síst af yngri bróður sínum Braga sem er stórmeistari. Bragi er á meðal þeirra sem kepptu í Íslandsbikarnum en féll úr keppni í átta liða úrslitum. „Ég er ekki orðinn stórmeistari en hef stefnt að því í fimmtán ár með hléum. En ég hef ekki haft tíma til að fara all-inn. Þetta er ótrúlega mikil tímafórn,“ segir Björn. Enga uppgjöf er þó að merkja á honum, enda geti hann ekki verið minni maður en litli bróðir. „Það góða við skákina er að maður hættir ekki útaf aldri og hnémeiðslum.“ Fyrir þá sem vilja nánari skýringu á hvernig Helgi hefði getað mátað Hannes má sjá skýringarmyndina að neðan. Atburðarásin sem hefði getað orðið, sem fær skákáhugafólk til að hrista hausinn yfir yfirsjón stórmeistaranna. Mát í tveimur leikjum og Helgi Áss væri komin yfir í einvíginu. Skák Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Það sem er enn ótrúlegra er að Hannesi Hlífari Stefánssyni, andstæðingi Helga, yfirsást líka tveggja leikja möguleika Helga Áss á máti. Átta bestu skákmenn Íslands bítast nú um farseðilinn á heimsbikarmótið í skák. Undanúrslitin fara fram þessa dagana en fyrirkomulagið er þannig að sá sem fyrstur vinnur tvær skákir tryggir sér sigur. Hannes Hlífar leiðir gegn Helga Áss fyrir viðureign tvö í dag. Í hinni undanúrslitaskákinni leiðir Hjörvar Steinn Grétarsson stórmeistari gegn Guðmundi Kjartanssyni sem hefur um fleira að spila en sætið á heimsbikarnum. Nánar að því síðar. Hverju misstu báðir skákmennirnir af? Björn vakti athygli á klúðrinu ótrúlega á Twitter í morgun. „Ótrúlegar senur í íslensku undankeppninni fyrir heimsbikarinn,“ segir Björn. Hann birtir mynd af stöðunni í skákinni í gær eftir að Hannes Hlífar, með svart, hafði leikið peði af G5 á G4. Hannes vann nokkuð sannfærandi sigur í skákinni en þannig hefði skákin svo sannarlega ekki þurft að enda. „Hverju misstu báðir skákmennirnir af?“ spyr Björn og fær skákáhugamenn til að klóra sér í hausnum. Mislengi þó því fljótlega sést að Helgi Áss hefði getað mátað Hannes í tveimur leikjum. Incredible scenes at the Icelandic World Cup qualifier tournament. Here GM Helgi Gretarsson had white against GM Hannes Stefansson. Stefansson had just played g5- g4?? confidently and went on to win the game after white s reply Nf3-d2. What did both players miss? pic.twitter.com/4CZB9HgYjg— Bjorn Thorfinnsson (@BThorfinnsson) March 11, 2021 Vísir ræddi við Björn um þetta augnablik í gær. Alþjóðlegi meistarinn er ekkert að skafa af hlutunum. Goðsagnakennt klúður „Þetta er bara eins og legendary blooper í boltaíþrótt,“ segir Björn og vísar til myndbanda úr boltaíþróttum þar sem menn klúðra fyrir opnu marki eða gera annan eins skandal. Myndbönd sem fara eins og eldur í sinu um netheima. „Það mun fara um allan heim að stórmeistari missi af svona. Öll svona mistök ferðast fljótt,“ segir Björn. Helgi Áss Grétarsson hugsi við upphaf skákar. Hann átti eftir að fá dauðafæri til að leggja Hannes að velli en yfirsást tækifærið.Gunnar Björnsson Hannes Hlífar og Helgi Áss eru báðir reynsluboltar. Stórmeistarar í fremstu röð til lengri tíma. „Það er ótrúlegt að tveir stórmeistarar hafi báðir orðið fyrir svona yfirsjón. Það er eitt að annar geri mistök en þá er manni venjulega refsað,“ segir Björn. Hannes hafi þannig sloppið með skrekkinn. Hann fattaði ekki að hafa komið sér í svo slæma stöðu, gefið Helga Áss dauðafæri. Og Helgi svaf sömuleiðis á verðinum. Hryllilegt að þurfa að horfast í augu við þetta Kapparnir mætast í annarri skák sinni í dag. Björn telur að einvígið hefði mögulega verið sálfræðilega búið hefði Helgi gripið tækifærið og mátað Hannes. „Hannes hefði ekki getað mætt með sjálfstraust eftir að hafa verið niðurlægður svona,“ segir Björn. Núna sé sálfræðistríðið hjá Helga, við sjálfan sig. „Að þurfa að horfast í augu við þetta er alveg hryllilegt.“ Ingvar Þór Jóhannesson skáksérfræðingur rýndi í skákina á YouTube-síðu sinni og átti varla orð til að lýsa mistökunum sem áttu sér stað í skák stórmeistaranna. Björn á ekki von á því að Helgi verði mikil fyrirstaða fyrri Hannes í dag. Hannes hafi alltaf staðið framar, og geri það, en Björn er þó ekki alveg tilbúinn að afskrifa Helga. „Helgi er reyndar einhver mesti keppnismaður sem ég hef hitt,“ segir Björn. Hann sé með keppnisgeðveiki í sér, sem þeir þekki sem hafa spilað fótbolta með Helga sem er liðtækur markvörður og gott betur en það. Helgi á að baki leiki með Eiði Smára Guðjohnsen og fleiri knattspyrnukempum í yngri landsliðum Íslands. Sönnunargagn um keppnisskap Helga? Lokakaflinn í þessari skák við lettneska Meshkovs Nikita þar sem Helgi knýr fram mát undir mikilli pressu, og með tilheyrandi látum. Spennan byrjar fyrir alvöru eftir átta og hálfa mínútu. „Hann verður svona í skákinni líka. Byrjar að fnæsa, muldra „Áfram Helgi, áfram Helgi“,“ segir Björn og hlær. Einstakt tækifæri fyrir íslenskan skákmann Já, það er óhætt að segja að mikið sé undir hjá skákmönnum. Vegna kórónuveirufaraldursins breytti Alþjóðaskáksambandið fyrirkomulagi sínu varðandi heimsbikarinn og úthlutaði hverju landi einu sæti. „Það er rosalega stórt að komast á þetta heimsbikarmót. Það hefur verið mjög erfitt, nánast útilokað,“ segir Björn. Björn teflir með Helga Áss, Vigdísi Finnbogadóttur og Ólaf Ragnar Grímsson í bakgrunni. Áður hafi aðeins verið fjörutíu laus sæti sem atvinnumenn í íþróttinni, margir í austurtjaldslöndum, hafi bitist um. Samkeppnin sé svakaleg en nú fái hvert land eitt sæti í fyrsta sinn. „Það er til rosalega mikils að vinna. Frí ferð út og þar er fyrirkomulagið líka útsláttarkeppni svo það er aldrei að vita hversu langt menn geta komist,“ segir Björn. Stórmeistaratign undir Dramatíkin er ekki bara í einvígi þeirra Hannesar og Helga. Hinum megin er Hjörvar Steinn Grétarsson, stigahæsti skákmaður Íslands, með yfirhöndina gegn Guðmundi Kjartanssyni ríkjandi Íslandsmeistara, eftir sigur í gær. Guðmundur var með 2488 skákstig fyrir undankeppnina en hann vantar að komast í 2500 stig til að fá titilinn stórmeistari. Hann hefur uppfyllt aðrar kröfur til að öðlast tignina eftirsóttu. „Það er rosaleg dramatík því Guðmundur hefur nú í næstum því áratug reynt að verða stórmeistari. Hann hefur lagt sig allan í þetta,“ segir Björn. Frá keppni í húsakynnum Landsbankans í Austurstræti í gær. Helgi og Hannes til vinstri og Hjörvar og Guðmundur hægra megin.Gunnar Björnsson „Ef hann hefði unnið skákina í gær þá hefði hann orðið stórmeistari, í einni skák. Hann hefur strögglað við að komast yfir 2500 skákstig.“ Pressan hafi því verið mikil á Guðmund, mögulega of mikil enda var sigur Hjörvars sannfærandi. Skákin spyr ekki um aldur og góð hné Björn lýsir aðeins eltingaleik Guðmundar við skákstigin 2500 og stórmeistaratignina. Skákmaður græði ákveðið mörg stig fyrir að vinna en svo rennur maður vel niður brekkuna ef maður tapar gegn lakari skákmanni. „Ef hann hefði unnið í gær hefði hann farið yfir 2500 skákstig fyrir lífstíð,“ segir Björn. Seinni skákin er þó fram undan á eftir og þar hafi Guðmundur annað tækifæri til að tryggja sér 2500 stigin. En tapi hann renni hann enn lengra niður. Hjörvar Steinn Grétarsson er stigahæsti skákmaður Íslands og þykir líklegur til sigurs á mótinu.Gunnar Björnsson Sjálfur er Björn alþjóðlegur meistari sem hefur fundið lyktina af stórmeistaratign í lengri tíma. Ekki síst af yngri bróður sínum Braga sem er stórmeistari. Bragi er á meðal þeirra sem kepptu í Íslandsbikarnum en féll úr keppni í átta liða úrslitum. „Ég er ekki orðinn stórmeistari en hef stefnt að því í fimmtán ár með hléum. En ég hef ekki haft tíma til að fara all-inn. Þetta er ótrúlega mikil tímafórn,“ segir Björn. Enga uppgjöf er þó að merkja á honum, enda geti hann ekki verið minni maður en litli bróðir. „Það góða við skákina er að maður hættir ekki útaf aldri og hnémeiðslum.“ Fyrir þá sem vilja nánari skýringu á hvernig Helgi hefði getað mátað Hannes má sjá skýringarmyndina að neðan. Atburðarásin sem hefði getað orðið, sem fær skákáhugafólk til að hrista hausinn yfir yfirsjón stórmeistaranna. Mát í tveimur leikjum og Helgi Áss væri komin yfir í einvíginu.
Skák Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira