Að velja, eða ekki að velja, hvar þú býrð Ólafur Þór Gunnarsson og Rúnar Gíslason skrifa 12. mars 2021 08:00 Við erum ekki öll eins. Það er eitt af því mikilvægasta við mannlegt samfélag. Þess vegna þarf samfélagið að gera ráð fyrir breytileikanum og fagna honum. Eitt að því sem skilur okkur að er hvernig umhverfi við kjósum okkur. Við viljum sem dæmi ekki öll búa í borg, við viljum ekki öll búa í sveit og við viljum ekki öll búa í litlum þorpum. Enda væru þau þá ekki lengur lítill þorp! Allt okkar val og breytileiki fyllir mósaíkmyndina sem gerir okkur að fjölbreyttu og góðu samfélagi. Límið í myndina og undirstaðan skiptir gríðarlega miklu máli. Þegar við veljum að búa á ákveðnum stað er það oft í aðra röndina okkar löngun sem ræður en í hina getur það verið samfélagsleg þörf sem einhver þarf að uppfylla. Bóndinn sem velur að búa með sauðfé er ekki bara að velja stað fyrir sitt heimili heldur er hann um leið að tryggja okkur hinum aðgang að þeim afurðum sem hann framleiðir. Hjúkrunarfræðingur á Hvammstanga er ekki bara að velja búsetu fyrir sig, heldur einnig að leggja sitt af mörkum til að aðrir geti búið þar líka. Háskólakennarinn sem velur að búa á Akureyri og kenna þar skiptir ekki bara máli fyrir sig og sína heldur samfélagið allt. Ofan á annað væri ömurlegt að allir byggju á sama stað, þó ekki væri nema vegna þess að á meðan sumir hafa góða nærveru þá hafa aðrir góða fjarveru! Til að allir okkar valkostir í lífinu gangi upp þarf samfélagið að spila með. Við þurfum að tryggja aðgengi að skólum og annarri nauðsynlegri þjónustu eins og heilbrigðisþjónustu. Við þurfum að tryggja samgöngur þannig að fólkið sem velur aðra búsetu en borgina geti sótt þjónustu út fyrir sitt samfélag, þegar á þarf að halda. Við þurfum að jafna aðstöðu þeirra sem búa í þéttbýli og dreifbýli. Við þurfum að horfast í augu við það að um leið og það kann að vera dýrara í krónum að veita grunnþjónustu utan mesta þéttbýlisins eins og póstþjónustu, samgöngur, löggæslu, heilsugæslu, framhaldsnám og fleira, er það líka nauðsynlegt. Það er nauðsynlegt til að við öll getum notið þess vals sem við viljum. Það er nefnilega þannig að um leið og ein tegund þjónustu hverfur úr einu byggðarlagi fækkar þeim sem hafa val um að búa þar, og val okkar sem búum ekki þar minnkar líka. Sem samfélag getum við ekki valið að hafa alla þjónustu alls staðar. En við getum valið að tryggja öllum aðgengi að þjónustu alls staðar. Þannig verða valkostir okkar allra um búsetu, líf og starf sem flestir. Við viljum öll vera á okkar eigin forsendum og þá verðum við líka að virða og skilja að forsendur annara eru ekki endilega þær sömu. Verum allskonar og verum allsstaðar! Ólafur Þór Gunnarsson er þingmaður Vinstri grænnaRúnar Gíslason er félagi í Ungum vinstri grænum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2021 Byggðamál Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Við erum ekki öll eins. Það er eitt af því mikilvægasta við mannlegt samfélag. Þess vegna þarf samfélagið að gera ráð fyrir breytileikanum og fagna honum. Eitt að því sem skilur okkur að er hvernig umhverfi við kjósum okkur. Við viljum sem dæmi ekki öll búa í borg, við viljum ekki öll búa í sveit og við viljum ekki öll búa í litlum þorpum. Enda væru þau þá ekki lengur lítill þorp! Allt okkar val og breytileiki fyllir mósaíkmyndina sem gerir okkur að fjölbreyttu og góðu samfélagi. Límið í myndina og undirstaðan skiptir gríðarlega miklu máli. Þegar við veljum að búa á ákveðnum stað er það oft í aðra röndina okkar löngun sem ræður en í hina getur það verið samfélagsleg þörf sem einhver þarf að uppfylla. Bóndinn sem velur að búa með sauðfé er ekki bara að velja stað fyrir sitt heimili heldur er hann um leið að tryggja okkur hinum aðgang að þeim afurðum sem hann framleiðir. Hjúkrunarfræðingur á Hvammstanga er ekki bara að velja búsetu fyrir sig, heldur einnig að leggja sitt af mörkum til að aðrir geti búið þar líka. Háskólakennarinn sem velur að búa á Akureyri og kenna þar skiptir ekki bara máli fyrir sig og sína heldur samfélagið allt. Ofan á annað væri ömurlegt að allir byggju á sama stað, þó ekki væri nema vegna þess að á meðan sumir hafa góða nærveru þá hafa aðrir góða fjarveru! Til að allir okkar valkostir í lífinu gangi upp þarf samfélagið að spila með. Við þurfum að tryggja aðgengi að skólum og annarri nauðsynlegri þjónustu eins og heilbrigðisþjónustu. Við þurfum að tryggja samgöngur þannig að fólkið sem velur aðra búsetu en borgina geti sótt þjónustu út fyrir sitt samfélag, þegar á þarf að halda. Við þurfum að jafna aðstöðu þeirra sem búa í þéttbýli og dreifbýli. Við þurfum að horfast í augu við það að um leið og það kann að vera dýrara í krónum að veita grunnþjónustu utan mesta þéttbýlisins eins og póstþjónustu, samgöngur, löggæslu, heilsugæslu, framhaldsnám og fleira, er það líka nauðsynlegt. Það er nauðsynlegt til að við öll getum notið þess vals sem við viljum. Það er nefnilega þannig að um leið og ein tegund þjónustu hverfur úr einu byggðarlagi fækkar þeim sem hafa val um að búa þar, og val okkar sem búum ekki þar minnkar líka. Sem samfélag getum við ekki valið að hafa alla þjónustu alls staðar. En við getum valið að tryggja öllum aðgengi að þjónustu alls staðar. Þannig verða valkostir okkar allra um búsetu, líf og starf sem flestir. Við viljum öll vera á okkar eigin forsendum og þá verðum við líka að virða og skilja að forsendur annara eru ekki endilega þær sömu. Verum allskonar og verum allsstaðar! Ólafur Þór Gunnarsson er þingmaður Vinstri grænnaRúnar Gíslason er félagi í Ungum vinstri grænum
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun