Ný herferð um sanngjarna dreifingu bóluefna Heimsljós 12. mars 2021 12:32 UNICEF/Francis Kokoroko Herferð Sameinuðu þjóðanna undirstrikar þörfina fyrir alþjóðlega samstöðu um jafnan aðgang allra að bóluefnum. Sameinuðu þjóðirnar kynntu í gær nýja alþjóðlega herferð „Only Together“ (Einungis með einingu), sem hefur það markmið að tryggja sanngjarnan aðgang að bóluefnum gegn COVID-19 um heim allan. Herferðin undirstrikar þörfina fyrir alþjóðlega samstöðu um jafnan aðgang allra að bóluefnum en beinist í upphafi að heilbrigðisstarfsfólki og þeim sem stendur mest ógn af sjúkdómnum. „Kórónuveiran hefur lagt að velli rúmlega 2,5 milljónir manna og skilið milljónir eftir með langvarandi heilsubrest,“ sagði Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna þegar herferðin var kynnt. Amina J. Mohammed, aðstoðar framkvæmdastjóri samtakanna sagði við sama tækifæri að undangengið ár „höfum við öll misst af því að gera það sem við elskum að gera með öðrum – borða, knúsa og fara í skóla og vinnu,“ auk þess sem Amina nefndi að fjölmargir hafi misst ástvin eða lífsviðurværi sitt. Umfangsmesta dreifing bóluefna í sögunni stendur nú sem hæst og milljónum skammta er dreift víðs vegar um veröldina, þar á meðal til fátækustu ríkja heims, fyrir tilstuðlan COVAX-samstarfsins. Í frétt frá Sameinuðu þjóðunum segir að COVID-19 bóluefnin komi í veg fyrir dauðsföll, afstýri því að ný afbrigði komi fram, endurveki hagkerfi og feli í sér bestu vonina um að benda enda á heimfaraldurinn. Að mati Guterres getur ekkert ríki sigrast á COVID-19 í einangrun. Hann hvetur ríkisstjórnir og fyrirtæki til þess að deila skömmtum og tækni til að auka framboð og hraða dreifingu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent
Sameinuðu þjóðirnar kynntu í gær nýja alþjóðlega herferð „Only Together“ (Einungis með einingu), sem hefur það markmið að tryggja sanngjarnan aðgang að bóluefnum gegn COVID-19 um heim allan. Herferðin undirstrikar þörfina fyrir alþjóðlega samstöðu um jafnan aðgang allra að bóluefnum en beinist í upphafi að heilbrigðisstarfsfólki og þeim sem stendur mest ógn af sjúkdómnum. „Kórónuveiran hefur lagt að velli rúmlega 2,5 milljónir manna og skilið milljónir eftir með langvarandi heilsubrest,“ sagði Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna þegar herferðin var kynnt. Amina J. Mohammed, aðstoðar framkvæmdastjóri samtakanna sagði við sama tækifæri að undangengið ár „höfum við öll misst af því að gera það sem við elskum að gera með öðrum – borða, knúsa og fara í skóla og vinnu,“ auk þess sem Amina nefndi að fjölmargir hafi misst ástvin eða lífsviðurværi sitt. Umfangsmesta dreifing bóluefna í sögunni stendur nú sem hæst og milljónum skammta er dreift víðs vegar um veröldina, þar á meðal til fátækustu ríkja heims, fyrir tilstuðlan COVAX-samstarfsins. Í frétt frá Sameinuðu þjóðunum segir að COVID-19 bóluefnin komi í veg fyrir dauðsföll, afstýri því að ný afbrigði komi fram, endurveki hagkerfi og feli í sér bestu vonina um að benda enda á heimfaraldurinn. Að mati Guterres getur ekkert ríki sigrast á COVID-19 í einangrun. Hann hvetur ríkisstjórnir og fyrirtæki til þess að deila skömmtum og tækni til að auka framboð og hraða dreifingu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent