Hafa áhuga á því að varðveita verk eftir Margeir fyrir norðan Stefán Árni Pálsson skrifar 12. mars 2021 14:30 Fallegt verk eftir Margeir Dire á Akureyri en hann bjó þar á sínum tíma. Mynd/Skapti Hallgrímsson/AKureyri.net Í vikunni vakti athygli þegar að strætóskýli sem verið hefur við Njarðargötu í Reykjavík fékk nýtt heimili í Bankastræti. Nánar tiltekið á kaffihúsinu Prikinu þar sem því hefur verið komið fyrir í porti staðarins sem snýr út að Ingólfsstræti. Á skýlið er málað listaverk eftir Margeir Dire Sigurðsson sem féll frá tæplega 34 ára árið 2019. Akureyri.net greinir í dag frá því að ákveðin umræða sé komin upp fyrir norðan að varðveita listaverk eftir Margeir á austurgafli Kaupvangsstrætis 6, þar sem veitingastaðurinn Rub 23 er nú til húsa; í portinu við gömlu höfuðstöðvar Kaupfélags Eyfirðinga. Margeir var þekktur fyrir myndsköpun í mismunandi miðla svo sem vegglistaverk, strigamálverk, teikningar, video, tónlist, hönnun og listræna stjórnun. Margeir hélt fjölda einkasýninga og tók þátt í allskyns samsýningum og samstarfsverkefnum. Í samtali við Akureyri.net segir Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, það mjög góða hugmynd að varðveita verkið sem er einstaklega fallegt. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hvatti einnig til þess að varðveita verkið eftir að í ljós kom að strætóskýlið með verki eftir Margeir væri komið í portið á Prikinu. „Margeir var mjög skapandi og skemmtilegur nemandi. Hann var heilmikið í götulist en líka mjög flinkur málari,“ segir Hlynur í samtali við Akureyri.net en hann var einn kennara Margeirs í Myndlistaskólanum á Akureyri. „En maður tók snemma eftir að því veggir voru í raun það sem freistaði hans lang mest.“ Umrætt verk er mynd af fíl og barnavagni eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Menning Myndlist Styttur og útilistaverk Akureyri Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira
Nánar tiltekið á kaffihúsinu Prikinu þar sem því hefur verið komið fyrir í porti staðarins sem snýr út að Ingólfsstræti. Á skýlið er málað listaverk eftir Margeir Dire Sigurðsson sem féll frá tæplega 34 ára árið 2019. Akureyri.net greinir í dag frá því að ákveðin umræða sé komin upp fyrir norðan að varðveita listaverk eftir Margeir á austurgafli Kaupvangsstrætis 6, þar sem veitingastaðurinn Rub 23 er nú til húsa; í portinu við gömlu höfuðstöðvar Kaupfélags Eyfirðinga. Margeir var þekktur fyrir myndsköpun í mismunandi miðla svo sem vegglistaverk, strigamálverk, teikningar, video, tónlist, hönnun og listræna stjórnun. Margeir hélt fjölda einkasýninga og tók þátt í allskyns samsýningum og samstarfsverkefnum. Í samtali við Akureyri.net segir Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, það mjög góða hugmynd að varðveita verkið sem er einstaklega fallegt. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hvatti einnig til þess að varðveita verkið eftir að í ljós kom að strætóskýlið með verki eftir Margeir væri komið í portið á Prikinu. „Margeir var mjög skapandi og skemmtilegur nemandi. Hann var heilmikið í götulist en líka mjög flinkur málari,“ segir Hlynur í samtali við Akureyri.net en hann var einn kennara Margeirs í Myndlistaskólanum á Akureyri. „En maður tók snemma eftir að því veggir voru í raun það sem freistaði hans lang mest.“ Umrætt verk er mynd af fíl og barnavagni eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Menning Myndlist Styttur og útilistaverk Akureyri Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira