Hefja rannsókn til embættismissis á ríkisstjóra New York Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2021 13:26 Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, á nú í vök að verjast vegna ásakana um kynferðislega áreitni og að hann hafi reynt að hylma yfir raunverulega tölu látinna á hjúkrunarheimilum í kórónuveirufaraldrinum. Vísir/EPA Dómsmálanefnd ríkisþingsins í New York í Bandaríkjunum rannsakar nú hvort að Andrew Cuomo, ríkisstjóri, hafi gerst sekur um embættisbrot. Sex konur hafa stigið fram og sakað ríkisstjórann um kynferðislega áreitni. Cuomo hefur þvertekið fyrir að segja af sér þrátt fyrir að leiðtogar Demókrataflokks hans í New York hafi hvatt hann til þess, beint og óbeint. Eina leiðin til að hann fari frá verði ef ríkisþingið kæri hann fyrir embættisbrot og fjarlægi hann. Hann neitar ásökunum kvennanna en hefur beðist afsökunar á sumum þeirra atvika sem þær hafa lýst. Rannsókn þingsins fer fram samhliða rannsókn dómsmálaráðherra New York-ríkis á meintum brotum Cuomo. Carl Heastie, forseti fulltrúadeildar ríkisþingsins, segir að dómsmálanefndin geti kallað til vitni, gefið út stefnur um gögn og lagt mat á sönnunargögn, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Frásagnir af ásökunum á hendur ríkisstjóranum eru alvarlega,“ segir Heastie. Ríkisstjórinn liggur einnig undir harðri gagnrýni fyrir að reyna að fegra tölur um dauðsföll á hjúkrunarheimilum í kórónuveirufaraldrinum. Cuomo var framan af hampað fyrir viðbrögð sín við faraldrinum en svo virðist sem að nánustu ráðgjafar hans hafi reynt að koma í veg fyrir að raunverulegur fjöldi látinna spyrðist út. Bandaríkin Mál Andrew Cuomo MeToo Tengdar fréttir Ekkert fararsnið á ríkisstjóra þrátt fyrir röð ásakana Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segist ekki ætla að segja af sér þrátt fyrir að hafa misst stuðning leiðtoga Demókrataflokksins í ríkinu. Fjöldi kvenna hefur stigið fram og sakað Cuomo um kynferðislega áreitni. Stjórn Cuomo er einnig sökuð um að hafa reynt að hylma yfir fjölda dauðsfalla á hjúkrunarheimilum í kórónuveirufaraldrinum. 8. mars 2021 17:04 Tvær konur saka ríkisstjóra New York um kynferðislega áreitni Ríkisstjóri New York ríkis í Bandaríkjunum hefur verið ásakaður af tveimur fyrrverandi aðstoðarkonum sínum um kynferðislega áreitni. Hann hefur beðist afsökunar á gjörðum sínum en önnur kvennanna segir hann hafa gert lítið úr áreitinu í afsökunarbeiðninni. 1. mars 2021 22:56 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira
Cuomo hefur þvertekið fyrir að segja af sér þrátt fyrir að leiðtogar Demókrataflokks hans í New York hafi hvatt hann til þess, beint og óbeint. Eina leiðin til að hann fari frá verði ef ríkisþingið kæri hann fyrir embættisbrot og fjarlægi hann. Hann neitar ásökunum kvennanna en hefur beðist afsökunar á sumum þeirra atvika sem þær hafa lýst. Rannsókn þingsins fer fram samhliða rannsókn dómsmálaráðherra New York-ríkis á meintum brotum Cuomo. Carl Heastie, forseti fulltrúadeildar ríkisþingsins, segir að dómsmálanefndin geti kallað til vitni, gefið út stefnur um gögn og lagt mat á sönnunargögn, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Frásagnir af ásökunum á hendur ríkisstjóranum eru alvarlega,“ segir Heastie. Ríkisstjórinn liggur einnig undir harðri gagnrýni fyrir að reyna að fegra tölur um dauðsföll á hjúkrunarheimilum í kórónuveirufaraldrinum. Cuomo var framan af hampað fyrir viðbrögð sín við faraldrinum en svo virðist sem að nánustu ráðgjafar hans hafi reynt að koma í veg fyrir að raunverulegur fjöldi látinna spyrðist út.
Bandaríkin Mál Andrew Cuomo MeToo Tengdar fréttir Ekkert fararsnið á ríkisstjóra þrátt fyrir röð ásakana Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segist ekki ætla að segja af sér þrátt fyrir að hafa misst stuðning leiðtoga Demókrataflokksins í ríkinu. Fjöldi kvenna hefur stigið fram og sakað Cuomo um kynferðislega áreitni. Stjórn Cuomo er einnig sökuð um að hafa reynt að hylma yfir fjölda dauðsfalla á hjúkrunarheimilum í kórónuveirufaraldrinum. 8. mars 2021 17:04 Tvær konur saka ríkisstjóra New York um kynferðislega áreitni Ríkisstjóri New York ríkis í Bandaríkjunum hefur verið ásakaður af tveimur fyrrverandi aðstoðarkonum sínum um kynferðislega áreitni. Hann hefur beðist afsökunar á gjörðum sínum en önnur kvennanna segir hann hafa gert lítið úr áreitinu í afsökunarbeiðninni. 1. mars 2021 22:56 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira
Ekkert fararsnið á ríkisstjóra þrátt fyrir röð ásakana Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segist ekki ætla að segja af sér þrátt fyrir að hafa misst stuðning leiðtoga Demókrataflokksins í ríkinu. Fjöldi kvenna hefur stigið fram og sakað Cuomo um kynferðislega áreitni. Stjórn Cuomo er einnig sökuð um að hafa reynt að hylma yfir fjölda dauðsfalla á hjúkrunarheimilum í kórónuveirufaraldrinum. 8. mars 2021 17:04
Tvær konur saka ríkisstjóra New York um kynferðislega áreitni Ríkisstjóri New York ríkis í Bandaríkjunum hefur verið ásakaður af tveimur fyrrverandi aðstoðarkonum sínum um kynferðislega áreitni. Hann hefur beðist afsökunar á gjörðum sínum en önnur kvennanna segir hann hafa gert lítið úr áreitinu í afsökunarbeiðninni. 1. mars 2021 22:56