Börn verði skimuð á landamærunum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. mars 2021 19:16 Þórólfur hyggst skila minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra á næstu tveimur dögum. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir hyggst leggja til að öll börn þurfi að undirgangast skimun við Covid-19 við komu þeirra til landsins. Hann mun skila af sér tillögum um næstu sóttvarnaaðgerðir á næstu dögum. Fimm hafa í heildina greinst með kórónuveiruna síðustu daga og er í öllum tilfellum um að ræða breska afbrigði veirunnar. Einn þeirra sótti tónleika í Hörpu á föstudagskvöld og var öllum tónleikagestum gert að fara í sýnatöku í kjölfarið. Seinni skimunin fór fram í gær og reyndist enginn þeirra smitaður. Fólkið er þó ekki alveg sloppið fyrir horn. „Það er kannski ekki alveg að öllu leyti komið í höfn því það getur tekið upp undir viku fyrir fólk að veikjast og við þurfum kannski að láta helgina líða til að vera alveg örugg,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær en tveir á landamærunum. Þórólfur er með tillögur að næstu sóttvarnaaðgerðum í smíðum sem hann mun skila af sér í kringum helgina, en núgildandi reglugerð fellur úr gildi á fimmtudag. Hugmyndir eru um harðari aðgerðir á landamærunum. „Það verða kannski tekin sýni af börnum sem eru að koma sem við höfum ekki gert fram að þessu og sömuleiðis að fólk geti verið sett oftar í farsóttahús,“ segir hann. Um bollaleggingar sé að ræða. „Við höfum verið að greina börn á landamærunum síðustu vikur og mánuði og þurfum kannski að taka það með í reikninginn,“ bætir Þórólfur við.Þá var í gær ákveðið að hætta að nota bóluefni Astra Zeneca tímabundið í kjölfar alvarlegra aukaverkana. Lyfjastofnun Evrópu hefur gefið grænt ljós á notkun þess en hér á landi verður málið skoðað ofan í kjölinn.„Við erum að skoða það mál frekar, athuga með tíðnitölur á þessum blóðsegamyndunum hér í samfélaginu og skoða þetta út frá þeim sjónarhóli og viljum taka okkur nokkra daga í það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Fimm hafa í heildina greinst með kórónuveiruna síðustu daga og er í öllum tilfellum um að ræða breska afbrigði veirunnar. Einn þeirra sótti tónleika í Hörpu á föstudagskvöld og var öllum tónleikagestum gert að fara í sýnatöku í kjölfarið. Seinni skimunin fór fram í gær og reyndist enginn þeirra smitaður. Fólkið er þó ekki alveg sloppið fyrir horn. „Það er kannski ekki alveg að öllu leyti komið í höfn því það getur tekið upp undir viku fyrir fólk að veikjast og við þurfum kannski að láta helgina líða til að vera alveg örugg,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær en tveir á landamærunum. Þórólfur er með tillögur að næstu sóttvarnaaðgerðum í smíðum sem hann mun skila af sér í kringum helgina, en núgildandi reglugerð fellur úr gildi á fimmtudag. Hugmyndir eru um harðari aðgerðir á landamærunum. „Það verða kannski tekin sýni af börnum sem eru að koma sem við höfum ekki gert fram að þessu og sömuleiðis að fólk geti verið sett oftar í farsóttahús,“ segir hann. Um bollaleggingar sé að ræða. „Við höfum verið að greina börn á landamærunum síðustu vikur og mánuði og þurfum kannski að taka það með í reikninginn,“ bætir Þórólfur við.Þá var í gær ákveðið að hætta að nota bóluefni Astra Zeneca tímabundið í kjölfar alvarlegra aukaverkana. Lyfjastofnun Evrópu hefur gefið grænt ljós á notkun þess en hér á landi verður málið skoðað ofan í kjölinn.„Við erum að skoða það mál frekar, athuga með tíðnitölur á þessum blóðsegamyndunum hér í samfélaginu og skoða þetta út frá þeim sjónarhóli og viljum taka okkur nokkra daga í það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira