Börn verði skimuð á landamærunum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. mars 2021 19:16 Þórólfur hyggst skila minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra á næstu tveimur dögum. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir hyggst leggja til að öll börn þurfi að undirgangast skimun við Covid-19 við komu þeirra til landsins. Hann mun skila af sér tillögum um næstu sóttvarnaaðgerðir á næstu dögum. Fimm hafa í heildina greinst með kórónuveiruna síðustu daga og er í öllum tilfellum um að ræða breska afbrigði veirunnar. Einn þeirra sótti tónleika í Hörpu á föstudagskvöld og var öllum tónleikagestum gert að fara í sýnatöku í kjölfarið. Seinni skimunin fór fram í gær og reyndist enginn þeirra smitaður. Fólkið er þó ekki alveg sloppið fyrir horn. „Það er kannski ekki alveg að öllu leyti komið í höfn því það getur tekið upp undir viku fyrir fólk að veikjast og við þurfum kannski að láta helgina líða til að vera alveg örugg,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær en tveir á landamærunum. Þórólfur er með tillögur að næstu sóttvarnaaðgerðum í smíðum sem hann mun skila af sér í kringum helgina, en núgildandi reglugerð fellur úr gildi á fimmtudag. Hugmyndir eru um harðari aðgerðir á landamærunum. „Það verða kannski tekin sýni af börnum sem eru að koma sem við höfum ekki gert fram að þessu og sömuleiðis að fólk geti verið sett oftar í farsóttahús,“ segir hann. Um bollaleggingar sé að ræða. „Við höfum verið að greina börn á landamærunum síðustu vikur og mánuði og þurfum kannski að taka það með í reikninginn,“ bætir Þórólfur við.Þá var í gær ákveðið að hætta að nota bóluefni Astra Zeneca tímabundið í kjölfar alvarlegra aukaverkana. Lyfjastofnun Evrópu hefur gefið grænt ljós á notkun þess en hér á landi verður málið skoðað ofan í kjölinn.„Við erum að skoða það mál frekar, athuga með tíðnitölur á þessum blóðsegamyndunum hér í samfélaginu og skoða þetta út frá þeim sjónarhóli og viljum taka okkur nokkra daga í það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Fimm hafa í heildina greinst með kórónuveiruna síðustu daga og er í öllum tilfellum um að ræða breska afbrigði veirunnar. Einn þeirra sótti tónleika í Hörpu á föstudagskvöld og var öllum tónleikagestum gert að fara í sýnatöku í kjölfarið. Seinni skimunin fór fram í gær og reyndist enginn þeirra smitaður. Fólkið er þó ekki alveg sloppið fyrir horn. „Það er kannski ekki alveg að öllu leyti komið í höfn því það getur tekið upp undir viku fyrir fólk að veikjast og við þurfum kannski að láta helgina líða til að vera alveg örugg,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær en tveir á landamærunum. Þórólfur er með tillögur að næstu sóttvarnaaðgerðum í smíðum sem hann mun skila af sér í kringum helgina, en núgildandi reglugerð fellur úr gildi á fimmtudag. Hugmyndir eru um harðari aðgerðir á landamærunum. „Það verða kannski tekin sýni af börnum sem eru að koma sem við höfum ekki gert fram að þessu og sömuleiðis að fólk geti verið sett oftar í farsóttahús,“ segir hann. Um bollaleggingar sé að ræða. „Við höfum verið að greina börn á landamærunum síðustu vikur og mánuði og þurfum kannski að taka það með í reikninginn,“ bætir Þórólfur við.Þá var í gær ákveðið að hætta að nota bóluefni Astra Zeneca tímabundið í kjölfar alvarlegra aukaverkana. Lyfjastofnun Evrópu hefur gefið grænt ljós á notkun þess en hér á landi verður málið skoðað ofan í kjölinn.„Við erum að skoða það mál frekar, athuga með tíðnitölur á þessum blóðsegamyndunum hér í samfélaginu og skoða þetta út frá þeim sjónarhóli og viljum taka okkur nokkra daga í það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira