Úrslitaeinvígið í Íslandsbikarnum hafið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. mars 2021 15:49 Þeir Hjörvar og Hannes tefla til úrslita í dag og á morgun. Ef það verður jafnt eftir tvær skákir verður teflt til þrautar á mánudag. Vísir/Vilhelm Nú er teflt til úrslita á Íslandsbikarnum í skák, en tveir stigahæstu skákmenn landsins, þeir Hjörvar Steinn Grétarsson og Hannes Hlífar Stefánsson mætast í úrslitaeinvíginu. Sigur tryggir farseðilinn á heimsbikarmótið í skák. Úrslitarimman hófst klukkan tvö, en hér má nálgast beint streymi Skáksambandsins þar frá, auk skákskýringa. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, sagði blaðamanni frá undanúrslitaviðureignum gærdagsins. Fyrirkomulagið var á þá leið að fyrst eru tefldar tvær atskákir (25+10). Verði jafnt verða tefldar aðrar tvær atskákir en þó með styttri umhugsunartíma (10+10). Verði enn jafnt verða tefldar tvær hraðskákir (5+3). Verði enn jafnt verður tefld bráðabanaskák þar sem svörtum dugar jafntefli. Hvítur fær 5 mínútur en svartur fær 4 mínútur. Viðbótartími, 2 sekúndur bætast við eftir á hvern leik eftir 60 leiki. „Eins og að fá á sig mark þegar þú ert undir í framlengingu í fótboltaleik“ Hjörvar mætti Guðmundi Kjartanssyni, sem varð í gær fimmtándi stórmeistari Íslands í skák. Hjörvar vann báðar skákirnar og því tefldu þeir aðeins tvisvar í gær. „Í fyrri skákinni sneri Hjörvar svolítið á [Guðmund] í endataflinu. Í seinni skákinni þá var hún eiginlega að fara í jafntefli, þá reyndi Guðmundur að vinna, lagði á stöðuna en tapaði. Þetta er bara eins og að fá á sig mark þegar þú ert undir í framlengingu í fótboltaleik, þetta breytir engu,“ segir Gunnar. Í hinu einvíginu gekk öllu meira á, samkvæmt Gunnari. Þar mættust Hannes Hlífar og Helgi Áss Grétarsson. „Helgi Áss vann fyrri skákina, Hannes jafnaði og þá var aftur framlengt. Þá vann Hannes báðar skákirnar, en í fyrri skákinni hefði hann koltapað á tíma, en Helgi lék af sér,“ segir Gunnar. Línurnar skýrast um eða eftir helgi Fyrri skák Hjörvars og Hannesar í úrslitaeinvíginu hófst klukkan tvö í dag. Dregið var um liti í gær og hefur Hannes hvítt í fyrri skákinni, að því er fram kemur á skák.is Síðari skákin verður klukkan tvö á morgun. Verði jafnt eftir skákirnar tvær verður teflt til þrautar á mánudaginn klukkan fimm síðdegis. Það kemur því í ljós á morgun eða á mánudag hver tryggir sér titilinn á mótinu og farseðilinn á heimsbikarmótið. Skák Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Úrslitarimman hófst klukkan tvö, en hér má nálgast beint streymi Skáksambandsins þar frá, auk skákskýringa. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, sagði blaðamanni frá undanúrslitaviðureignum gærdagsins. Fyrirkomulagið var á þá leið að fyrst eru tefldar tvær atskákir (25+10). Verði jafnt verða tefldar aðrar tvær atskákir en þó með styttri umhugsunartíma (10+10). Verði enn jafnt verða tefldar tvær hraðskákir (5+3). Verði enn jafnt verður tefld bráðabanaskák þar sem svörtum dugar jafntefli. Hvítur fær 5 mínútur en svartur fær 4 mínútur. Viðbótartími, 2 sekúndur bætast við eftir á hvern leik eftir 60 leiki. „Eins og að fá á sig mark þegar þú ert undir í framlengingu í fótboltaleik“ Hjörvar mætti Guðmundi Kjartanssyni, sem varð í gær fimmtándi stórmeistari Íslands í skák. Hjörvar vann báðar skákirnar og því tefldu þeir aðeins tvisvar í gær. „Í fyrri skákinni sneri Hjörvar svolítið á [Guðmund] í endataflinu. Í seinni skákinni þá var hún eiginlega að fara í jafntefli, þá reyndi Guðmundur að vinna, lagði á stöðuna en tapaði. Þetta er bara eins og að fá á sig mark þegar þú ert undir í framlengingu í fótboltaleik, þetta breytir engu,“ segir Gunnar. Í hinu einvíginu gekk öllu meira á, samkvæmt Gunnari. Þar mættust Hannes Hlífar og Helgi Áss Grétarsson. „Helgi Áss vann fyrri skákina, Hannes jafnaði og þá var aftur framlengt. Þá vann Hannes báðar skákirnar, en í fyrri skákinni hefði hann koltapað á tíma, en Helgi lék af sér,“ segir Gunnar. Línurnar skýrast um eða eftir helgi Fyrri skák Hjörvars og Hannesar í úrslitaeinvíginu hófst klukkan tvö í dag. Dregið var um liti í gær og hefur Hannes hvítt í fyrri skákinni, að því er fram kemur á skák.is Síðari skákin verður klukkan tvö á morgun. Verði jafnt eftir skákirnar tvær verður teflt til þrautar á mánudaginn klukkan fimm síðdegis. Það kemur því í ljós á morgun eða á mánudag hver tryggir sér titilinn á mótinu og farseðilinn á heimsbikarmótið.
Skák Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira