Fresta uppsögnum 150 starfsmanna um mánuð Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. mars 2021 19:00 Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, kallar eftir því að Alþingi grípi inn í. Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð hafa ákveðið að fresta uppsögnum 150 starfsmanna hjúkrunarheimila um mánuð. Þau krefjast þess að velferðarnefnd Alþingis leysi úr þeirri óvissu sem nú ríki. Segja þurfti upp öllum 150 starfsmönnum hjúkrunarheimila Fjarðabyggðar og Vestmannaeyja eftir að ríkið tók við rekstri heimilanna. Bæjarfélögin tvö ásamt Hornafirði og Akureyri sögðu upp samningi við Sjúkratryggingar Íslands um reksturinn þar sem framlög ríkisins dugðu ekki fyrir rekstrinum. Ríkið hefur tekið yfir reksturinn á Höfn og á Akureyri standa samningar yfir við tvö einkaaðila. Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð og í Eyjum eru hins vegar ósátt við hvernig staðið er að málum - það séu mánuðir síðan samningum hafi verið sagt upp og því óeðlilegt að öllu fólki sé sagt upp störfum. „Þunnur þrettándi“ „Við erum búin að eiga í samræðum við ráðuneytið um langt skeið um það að rekstrarframlög til okkar hafi ekki dugað til. Þær viðræður skiluðu engum árangri og við fórum þess vegna út í þá aðgerð að segja upp þessum rekstri, því á endanum ber heilbrigðisráðuneytið ábyrgð á heilbrigðismálum. Það eru því vonbrigði þegar það er komið að því að aðilaskipti fari fram að þetta séu viðbrögðin,“ segir Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í gær að talsvert af rangfærslum hafi verið um málið. „Sveitarfélögin eru að taka ákvörðun fyrir sína parta um að veita ekki þessa þjónustu. Þá náttúrlega eðlilega þurfa þau í kjölfarið að taka ákvörðun um það að segja upp sínu starfsfólki. En um leið þarf ríkið að auglýsa þessar sömu stöður, samkvæmt lögum,“ sagði Svandís. Jón Björn segist gefa lítið fyrir þessi svör. „Við teljum að þessi svör séu frekar þunnur þrettándi,“ segir hann og vísar til ummæla Láru V. Júlíusdóttur, sérfræðings í vinnurétti, um að ríkinu beri að fara að lögum um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti fyrirtækja. Fólki gefið ráðrúm Jón Björn kallar eftir því að velferðarnefnd Alþingis taki málið upp og leysi úr óvissunni. Þangað til hefur uppsögnum verið frestað til 1. maí. „Það er til þess að gefa fólki ráðrúm og líka heilbrigðisstofnunum til að undirbúa sig. Og að velferðarnefnd taki málið upp núna fyrir páska og gangi frá því þannig að lög um aðilaskipti verði virkjuð og starfsfólk hjúkrunarheimila fari bara yfir til nýs vinnuveitanda því þessi hjúkrunarheimili verða ekkert rekin nema með þessu góða fólki sem þarna er,“ segir hann.„Auðvitað er starfsfólkið okkar mjög ósátt við þessa óvissu sem er undir,” bætir hann við, aðspurður um hljóðið í fólki þessa dagana. Fjarðabyggð Vinnumarkaður Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Margt verið fullyrt í þessari umræðu sem er meira og minna rangfærslur“ Heilbrigðisráðherra segir margt hafa verið fullyrt um yfirtöku ríkisins á hjúkrunarheimilum sem standist ekki skoðun. Hún segir að ríkið verði að tryggja þjónustu nú þegar sveitarfélög hafi hafnað því að reka hjúkrunarheimili. 12. mars 2021 12:18 Segja yfirvöld þvinga fram uppsagnir á annað hundrað manns Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð segja heilbrigðisráðuneytið ætla að þvinga bæjarfélögin til að segja upp á annað hundrað starfsmönnum hjúkrunarheimila frá næstu mánaðmótum. Yfirvöld hafi sýnt stöðu hjúkrunarheimilanna algert tómlæti. 11. mars 2021 17:44 Rekstur hjúkrunarheimila Fjarðabyggðar til HSA Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) mun taka við rekstri hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð frá og með 1. apríl næstkomandi. Er um að ræða Hulduhlíð á Eskifirði og Uppsali á Fáskrúðsfirði, en á hvoru heimili um sig eru hjúkrunarrými fyrir tuttugu íbúa. 3. mars 2021 14:39 Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fleiri fréttir Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Sjá meira
Segja þurfti upp öllum 150 starfsmönnum hjúkrunarheimila Fjarðabyggðar og Vestmannaeyja eftir að ríkið tók við rekstri heimilanna. Bæjarfélögin tvö ásamt Hornafirði og Akureyri sögðu upp samningi við Sjúkratryggingar Íslands um reksturinn þar sem framlög ríkisins dugðu ekki fyrir rekstrinum. Ríkið hefur tekið yfir reksturinn á Höfn og á Akureyri standa samningar yfir við tvö einkaaðila. Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð og í Eyjum eru hins vegar ósátt við hvernig staðið er að málum - það séu mánuðir síðan samningum hafi verið sagt upp og því óeðlilegt að öllu fólki sé sagt upp störfum. „Þunnur þrettándi“ „Við erum búin að eiga í samræðum við ráðuneytið um langt skeið um það að rekstrarframlög til okkar hafi ekki dugað til. Þær viðræður skiluðu engum árangri og við fórum þess vegna út í þá aðgerð að segja upp þessum rekstri, því á endanum ber heilbrigðisráðuneytið ábyrgð á heilbrigðismálum. Það eru því vonbrigði þegar það er komið að því að aðilaskipti fari fram að þetta séu viðbrögðin,“ segir Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í gær að talsvert af rangfærslum hafi verið um málið. „Sveitarfélögin eru að taka ákvörðun fyrir sína parta um að veita ekki þessa þjónustu. Þá náttúrlega eðlilega þurfa þau í kjölfarið að taka ákvörðun um það að segja upp sínu starfsfólki. En um leið þarf ríkið að auglýsa þessar sömu stöður, samkvæmt lögum,“ sagði Svandís. Jón Björn segist gefa lítið fyrir þessi svör. „Við teljum að þessi svör séu frekar þunnur þrettándi,“ segir hann og vísar til ummæla Láru V. Júlíusdóttur, sérfræðings í vinnurétti, um að ríkinu beri að fara að lögum um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti fyrirtækja. Fólki gefið ráðrúm Jón Björn kallar eftir því að velferðarnefnd Alþingis taki málið upp og leysi úr óvissunni. Þangað til hefur uppsögnum verið frestað til 1. maí. „Það er til þess að gefa fólki ráðrúm og líka heilbrigðisstofnunum til að undirbúa sig. Og að velferðarnefnd taki málið upp núna fyrir páska og gangi frá því þannig að lög um aðilaskipti verði virkjuð og starfsfólk hjúkrunarheimila fari bara yfir til nýs vinnuveitanda því þessi hjúkrunarheimili verða ekkert rekin nema með þessu góða fólki sem þarna er,“ segir hann.„Auðvitað er starfsfólkið okkar mjög ósátt við þessa óvissu sem er undir,” bætir hann við, aðspurður um hljóðið í fólki þessa dagana.
Fjarðabyggð Vinnumarkaður Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Margt verið fullyrt í þessari umræðu sem er meira og minna rangfærslur“ Heilbrigðisráðherra segir margt hafa verið fullyrt um yfirtöku ríkisins á hjúkrunarheimilum sem standist ekki skoðun. Hún segir að ríkið verði að tryggja þjónustu nú þegar sveitarfélög hafi hafnað því að reka hjúkrunarheimili. 12. mars 2021 12:18 Segja yfirvöld þvinga fram uppsagnir á annað hundrað manns Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð segja heilbrigðisráðuneytið ætla að þvinga bæjarfélögin til að segja upp á annað hundrað starfsmönnum hjúkrunarheimila frá næstu mánaðmótum. Yfirvöld hafi sýnt stöðu hjúkrunarheimilanna algert tómlæti. 11. mars 2021 17:44 Rekstur hjúkrunarheimila Fjarðabyggðar til HSA Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) mun taka við rekstri hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð frá og með 1. apríl næstkomandi. Er um að ræða Hulduhlíð á Eskifirði og Uppsali á Fáskrúðsfirði, en á hvoru heimili um sig eru hjúkrunarrými fyrir tuttugu íbúa. 3. mars 2021 14:39 Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fleiri fréttir Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Sjá meira
„Margt verið fullyrt í þessari umræðu sem er meira og minna rangfærslur“ Heilbrigðisráðherra segir margt hafa verið fullyrt um yfirtöku ríkisins á hjúkrunarheimilum sem standist ekki skoðun. Hún segir að ríkið verði að tryggja þjónustu nú þegar sveitarfélög hafi hafnað því að reka hjúkrunarheimili. 12. mars 2021 12:18
Segja yfirvöld þvinga fram uppsagnir á annað hundrað manns Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð segja heilbrigðisráðuneytið ætla að þvinga bæjarfélögin til að segja upp á annað hundrað starfsmönnum hjúkrunarheimila frá næstu mánaðmótum. Yfirvöld hafi sýnt stöðu hjúkrunarheimilanna algert tómlæti. 11. mars 2021 17:44
Rekstur hjúkrunarheimila Fjarðabyggðar til HSA Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) mun taka við rekstri hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð frá og með 1. apríl næstkomandi. Er um að ræða Hulduhlíð á Eskifirði og Uppsali á Fáskrúðsfirði, en á hvoru heimili um sig eru hjúkrunarrými fyrir tuttugu íbúa. 3. mars 2021 14:39