Körfubolti

Er­lendum leik­mönnum verður ekki fækkað: Til­lagan felld

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ekki verða settar takmarkanir á fjölda erlendra leikmanna í körfuboltaliðum hér á landi.
Ekki verða settar takmarkanir á fjölda erlendra leikmanna í körfuboltaliðum hér á landi. Vísir/Hulda Margrét

Tillaga um takmarkamir á erlendum leikmönnum í körfuboltaliðum landsins var fellt á ársþingi Körfuknattleikssambands Íslands sem fram fór í dag.

Fyrr í dag greindi Vísir frá því að tillaga þess efnis að stelpur gætu keppt við stráka. Nú er ljóst að annað af stóru málum þingsins hefur einnig verið fellt. Valur, Stjarnan, Haukar og Íslandsmeistarar KR höfðu borið upp tillögu er varðar takmörkun á erlendum leikmönnum hér á landi.

Átti að setja upp reglu er varðar fjölda erlendra leikmanna inn á vellinum hverju sinni. Þar með átti að auka vægi íslenskra leikmanna.

Í tillögunni kom fram að þrír uppaldir leikmenn innan raða KKÍ – það er hjá íslenskum félögum – þyrftu að vera inn á vellinum hverju sinni og að aldrei gæti verið meira en einn erlendur leikmaður inn á hverju sinni. Það er leikmaður sem er ekki ríkisborgari innan lands EES.

Samkvæmt Karfan.is greiddu 87 þingfulltrúar atkvæði. Alls kusu 33 með henni en 54 á móti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×