Vilja að KKÍ og íþróttahreyfingin yfir höfuð taki tillit til allra kynja Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. mars 2021 20:31 Finnur Freyr Stefánsson og Hannes S. Jónsson eru á því að það þurfi að lagfæra skiptingu yngri flokka í körfuboltanum hér á landi. Vísir/Vilhelm Tillaga þess efnis að stráka- og stelpnalið fái að keppa í sama flokki á Íslandsmótinu í körfubolta til 14 ára aldurs var felld á ársþingi KKÍ í dag. Það virðist þó sem sambandið sé tilbúið að skoða kynjablöndun í yngri flokkum á komandi misserum. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals í Dominos-deild karla, styður það að blanda kynjunum. Frá þessu greindi hann í Facebook-pistli fyrr í dag. Pistilinn má lesa í heild sinni hér að neðan. „Ég hef hugsað töluvert um þessi mál síðustu misseri og ég sé einfaldlega engar neikvæðar afleiðingar þess að leyfa kynjablöndunina, þar er að segja að leyfa stelpum að spila við og með strákum í „þeirra“ Íslandsmóti,“ segir Finnur Freyr. „Ef eitthvað er þá finnst mér ekki tillagan ganga nógu langt. Eitt sinn var nefnilega talað um bæði kynin en með aukinni vitundarvakningu tölum við nú um öll kynin. Og það er eitt af stóru verkefnunum sem við í körfuboltahreyfingunni og allri í íþróttahreyfingunni þurfum að finna lausn á í sameiningu – hvernig við þróum okkar starf á þann hátt að allir geti fundið sér samastað.“ Finnur fer síðan yfir að krakkar sem skilgreina sig ekki sem karl- eða kvenkyns eigi ekki augljóst heimili innan kerfis KKÍ. Er það eitthvað sem Finnur vill sjá breytingu á. Telur hann að lausnin gæti falist í að keppa frekar í opnum flokkum þar sem allir, óháð kyni þeirra, geta tekið þátt. Í dag, laugardaginn 13.mars, er haldið 54. ársþing Körfuknattleikssamband Íslands þar sem saman koma félögin auk...Posted by Finnur Freyr Stefánsson on Saturday, March 13, 2021 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, tekur undir hugmyndir Finns en hann ræddi við mbl.is að þingi loknu í dag. „Mér fannst margir tala fyrir því að vilja leyfa kynjablönduð lið, upp að vissu marki. Ég finn að fólk vill mæta þessari kröfu, en það er ýmislegt annað sem þarf að taka inn í þetta eins og staðan er í dag,“ sagði Hannes í viðtali við mbl.is í dag. „Persónulega þá langar mig að skoða þetta enn frekar. Ég tel að við, ekki bara körfuboltinn heldur íþróttahreyfingin yfir höfuð, þurfum að setjast niður og skoða þessa hluti. Í dag tölum við ekki bara um stelpur og stráka. Þess vegna þurfum við að taka alla kynjaumræðu með inn í þetta. Þessir hlutir hafa breyst mjög hratt á síðustu árum til hins betra og við sem íþróttahreyfing þurfum að vera tilbúin að koma inn og ræða þetta heilt yfir,“ sagði Hannes að lokum um núverandi kynjafyrirkomulag í körfubolta hér á landi. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Erlendum leikmönnum verður ekki fækkað: Tillagan felld Tillaga um takmarkamir á erlendum leikmönnum í körfuboltaliðum landsins var fellt á ársþingi Körfuknattleikssambands Íslands sem fram fór í dag. 13. mars 2021 18:32 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals í Dominos-deild karla, styður það að blanda kynjunum. Frá þessu greindi hann í Facebook-pistli fyrr í dag. Pistilinn má lesa í heild sinni hér að neðan. „Ég hef hugsað töluvert um þessi mál síðustu misseri og ég sé einfaldlega engar neikvæðar afleiðingar þess að leyfa kynjablöndunina, þar er að segja að leyfa stelpum að spila við og með strákum í „þeirra“ Íslandsmóti,“ segir Finnur Freyr. „Ef eitthvað er þá finnst mér ekki tillagan ganga nógu langt. Eitt sinn var nefnilega talað um bæði kynin en með aukinni vitundarvakningu tölum við nú um öll kynin. Og það er eitt af stóru verkefnunum sem við í körfuboltahreyfingunni og allri í íþróttahreyfingunni þurfum að finna lausn á í sameiningu – hvernig við þróum okkar starf á þann hátt að allir geti fundið sér samastað.“ Finnur fer síðan yfir að krakkar sem skilgreina sig ekki sem karl- eða kvenkyns eigi ekki augljóst heimili innan kerfis KKÍ. Er það eitthvað sem Finnur vill sjá breytingu á. Telur hann að lausnin gæti falist í að keppa frekar í opnum flokkum þar sem allir, óháð kyni þeirra, geta tekið þátt. Í dag, laugardaginn 13.mars, er haldið 54. ársþing Körfuknattleikssamband Íslands þar sem saman koma félögin auk...Posted by Finnur Freyr Stefánsson on Saturday, March 13, 2021 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, tekur undir hugmyndir Finns en hann ræddi við mbl.is að þingi loknu í dag. „Mér fannst margir tala fyrir því að vilja leyfa kynjablönduð lið, upp að vissu marki. Ég finn að fólk vill mæta þessari kröfu, en það er ýmislegt annað sem þarf að taka inn í þetta eins og staðan er í dag,“ sagði Hannes í viðtali við mbl.is í dag. „Persónulega þá langar mig að skoða þetta enn frekar. Ég tel að við, ekki bara körfuboltinn heldur íþróttahreyfingin yfir höfuð, þurfum að setjast niður og skoða þessa hluti. Í dag tölum við ekki bara um stelpur og stráka. Þess vegna þurfum við að taka alla kynjaumræðu með inn í þetta. Þessir hlutir hafa breyst mjög hratt á síðustu árum til hins betra og við sem íþróttahreyfing þurfum að vera tilbúin að koma inn og ræða þetta heilt yfir,“ sagði Hannes að lokum um núverandi kynjafyrirkomulag í körfubolta hér á landi.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Erlendum leikmönnum verður ekki fækkað: Tillagan felld Tillaga um takmarkamir á erlendum leikmönnum í körfuboltaliðum landsins var fellt á ársþingi Körfuknattleikssambands Íslands sem fram fór í dag. 13. mars 2021 18:32 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
Erlendum leikmönnum verður ekki fækkað: Tillagan felld Tillaga um takmarkamir á erlendum leikmönnum í körfuboltaliðum landsins var fellt á ársþingi Körfuknattleikssambands Íslands sem fram fór í dag. 13. mars 2021 18:32
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti