Innlent

Sprengisandur á Bylgjunni

Ritstjórn skrifar
Sprengisandur er í stjórn Kristjáns Kristjánssonar og hefst klukkan rúmlega tíu.
Sprengisandur er í stjórn Kristjáns Kristjánssonar og hefst klukkan rúmlega tíu.

Dómsmálaráðherra og þingkona Samfylkingarinnar ræða um jafnréttismál og dómskerfið í umræðuþættinum Sprengisandi beint eftir tíu fréttir á Bylgjunni í dag.

Pétur Ármannsson arkitekt ætlar að fjalla um Guðjón Samúelsson og verk hans, tengja þau við samtímann og skipulagsumræðuna í Reykjavík, borgarlínuna og verktakakapítalið allt.

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar ætlar að fjalla um Grænbók ríkisstjórnarinnar og taka púlsinn á stöðunni á vinnumarkaðinum frá sjónarhóli láglaunastéttanna.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, ætla að ræða jafnréttismálin og dómskerfið, Jón Steinar Gunnlaugsson og úttekt hans á réttarkerfinu sem ekkert varð úr, kærur níu kvenna til Mannréttindadómstólsins og eitt og annað sem þessu tengist.

Reynir S. Atlason, sérfræðingur í sjálfbærni og Landsbankamaður, ætlar svo í lokinn að skýra hvernig bankar munu í nánustu framtíð tryggja að lánveitingar þeirra renni til verkefna sem falla undir stefnu um sjálfbærni samfélaga og markmið í loftslagsmálum. Er hægt að stýra fjármagninu þangað?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×