Körfubolti

Sæ­var um um­­­mæli Bjarka: „Á­­nægður með svona smá skot“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr þættinum á föstudagskvöldið.
Úr þættinum á föstudagskvöldið. vísir/skjáskot

Sævar Sævarsson, spekingur Domino’s Körfuboltakvölds, var ánægður með ummæli Bjarka Ármanns Oddssonar, þjálfara Þórs Akureyri, í viðtali eftir sigur Þórs á Stjörnunni fyrr í vikunni.

Bjarki Ármann skaut föstum skotum á Israel Martin, þjálfara Hauka, og sagði að Ingvi Þór Guðmundsson hafi farið á kostum fyrir framan þjálfarinn sem vildi hann ekki.

„Þetta kryddar þetta aðeins og mér finnst Bjarki bara styðja sinn strák,“ sagði Sævar í Domino’s Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið.

„Við sjáum það fyrir þremur umferðum að Ingvi kemur í viðtal að honum hafi bara verið tjáð að hans krafta hafi ekki verið óskað og hann beðinn um að finna sér nýtt lið.“

„Það er ekki auðvelt að leita því sem ungur leikmaður að vera hent í burtu og þess þá heldur að geta komið og sýnt þjálfaranum sem henti þér í burtu hvers hann er megnugur.“

„Ég er ánægður með svona smá skot. Þetta er alvöru.“

Benedikt Guðmundsson var meira efsins. Hann sagði að hann myndi ekki gera þetta sjálfur en væri ánægður með smá „beef“, eins og hann sjálfur kallaði þetta.

„Vissulega kryddar þetta en ég veit ekki hvort að ég hefði komið með þetta sjálfur. Var ekki Högni að syngja fyrir málfrelsi í gær og ef menn vilja fara í þetta þá gera þeir þeir það.“

„Það er gaman ef það er smá „beef“ á milli liða. Þau eru að mætast á sunnudaginn. Hvort að þetta sé sálfræðihernaður eða að þeir séu pirraður að þeir þurfi að spila þennan leik á sunnudaginn, eða hvernig sem er, þá kryddar þetta.“

Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Ingvi og gamli þjálfarinn

Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×