Samningur við Jón Steinar „fullalmennur“ Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2021 14:28 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Aldrei stóð til að Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, ynni tillögur um meðferð kynferðisbrotamála þrátt fyrir að hann stæði sjálfur í þeirri meiningu, að sögn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra. Samningur um verkefnið hafi aftur á móti verið „fullalmennt orðaður“. Jón Steinar sagði sig frá verkefninu á föstudag eftir harða gagnrýni á að hann hefði verið fenginn til verkefnisins. Nokkur félög á borð við Stígamót, Femínistafélag Háskóla Íslands, Uppreisn og fleiri stigu fram og sögðu útspilið kaldar kveðjur til kvenna. Þá voru þingkonur á meðal gagnrýnenda. Gagnrýnin sneri í grófum dráttum að því að ráðningin væri ekki til þess fallin að auka tiltrú þolenda á réttarkerfinu. Rifjuð voru upp ýmis ummæli Jóns Steinars sem ekki þóttu „þolendavæn“, til að mynda ummæli á borð við að þolendum kynferðisbrota myndi líða miklu betur ef þeim tækist að þróa með sér fyrirgefningu. Skýrt hver ræður verkefninu Í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun sagði Áslaug Arna að aldrei hafi staðið til að Jón Steinar fjallaði um kynferðisbrotamál sérstaklega þó að hún skildi að fólk hefði gert þau hugrenningartengsl. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lýsti því sem ótrúlegum vonbrigðum að Jón Steinar hefði upphaflega verið fenginn til verksins. Benti hún á að Jón Steinar hefði sjálfur virst hafa skilið verkefnið sem svo að hann ætti að skila tillögum um meðferð kynferðisbrotamála. Áslaug Arna sagði athyglisvert að Rósa Björk teldi að maðurinn eigi að skilgreina verkefni sitt en ekki ráðherrann sem fékk hann til þess. „Það er auðvitað mjög skýrt hver ræður því hvert verkefnið er og ég hef alltaf verið mjög skýr með það þó að samningurinn hafi verið fullalmennur,“ sagði ráðherrann. Hörður Felix Harðarson, hæstaréttarlögmaður, var fenginn í verkefnið í stað Jóns Steinars. Í því felst að vinna að tillögum um mögulega styttingu á málsmeðferðartíma sakamála á rannsóknar- og dómstigi. Tilefnið sé fréttir af löngum málsmeðferðartíma efnahagsbrota, einkum í svonefndum hrunmálum. Hörður Felix varði meðal annars Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings. Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Jón Steinar segir sig frá verkefninu Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari óskaði í morgun eftir því að vera leystur frá verkefni sem dómsmálaráðherra fól honum að vinna fyrir ráðuneytið. Jón Steinar segir í yfirlýsingu að í ljósi gagnrýni á ráðninguna telji hann að þátttaka sín hefði spillt framgangi verkefnisins. 12. mars 2021 14:22 „Ég er verndari réttarríkisins,“ segir Jón Steinar: Spyr hvort ráðherra sé að „beygja sig“ undir gagnrýni „Þetta er allt saman bull og vitleysa og byggt á einhverjum misskilningi,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. 10. mars 2021 17:49 Segja dómsmálaráðherra senda konum kaldar kveðjur Kvenréttindafélag Íslands og Stígamót segja Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra senda konum kaldar kveðjur með því að fela Jóni Steinari Gunnlaugssyni að vinna að nauðsynlegum umbótum í réttarkerfinu. 9. mars 2021 17:38 „Köld tuska sem dómsmálaráðherra hendir framan í almenning“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er hneyksluð á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem samið hefur verið við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann og fyrrverandi dómara við Hæstarétt um aðstoð við vinnu ráðuneytisins að styttingu málsmeðferðartíma í refsivörslukerfinu. 9. mars 2021 14:41 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Jón Steinar sagði sig frá verkefninu á föstudag eftir harða gagnrýni á að hann hefði verið fenginn til verkefnisins. Nokkur félög á borð við Stígamót, Femínistafélag Háskóla Íslands, Uppreisn og fleiri stigu fram og sögðu útspilið kaldar kveðjur til kvenna. Þá voru þingkonur á meðal gagnrýnenda. Gagnrýnin sneri í grófum dráttum að því að ráðningin væri ekki til þess fallin að auka tiltrú þolenda á réttarkerfinu. Rifjuð voru upp ýmis ummæli Jóns Steinars sem ekki þóttu „þolendavæn“, til að mynda ummæli á borð við að þolendum kynferðisbrota myndi líða miklu betur ef þeim tækist að þróa með sér fyrirgefningu. Skýrt hver ræður verkefninu Í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun sagði Áslaug Arna að aldrei hafi staðið til að Jón Steinar fjallaði um kynferðisbrotamál sérstaklega þó að hún skildi að fólk hefði gert þau hugrenningartengsl. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lýsti því sem ótrúlegum vonbrigðum að Jón Steinar hefði upphaflega verið fenginn til verksins. Benti hún á að Jón Steinar hefði sjálfur virst hafa skilið verkefnið sem svo að hann ætti að skila tillögum um meðferð kynferðisbrotamála. Áslaug Arna sagði athyglisvert að Rósa Björk teldi að maðurinn eigi að skilgreina verkefni sitt en ekki ráðherrann sem fékk hann til þess. „Það er auðvitað mjög skýrt hver ræður því hvert verkefnið er og ég hef alltaf verið mjög skýr með það þó að samningurinn hafi verið fullalmennur,“ sagði ráðherrann. Hörður Felix Harðarson, hæstaréttarlögmaður, var fenginn í verkefnið í stað Jóns Steinars. Í því felst að vinna að tillögum um mögulega styttingu á málsmeðferðartíma sakamála á rannsóknar- og dómstigi. Tilefnið sé fréttir af löngum málsmeðferðartíma efnahagsbrota, einkum í svonefndum hrunmálum. Hörður Felix varði meðal annars Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings.
Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Jón Steinar segir sig frá verkefninu Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari óskaði í morgun eftir því að vera leystur frá verkefni sem dómsmálaráðherra fól honum að vinna fyrir ráðuneytið. Jón Steinar segir í yfirlýsingu að í ljósi gagnrýni á ráðninguna telji hann að þátttaka sín hefði spillt framgangi verkefnisins. 12. mars 2021 14:22 „Ég er verndari réttarríkisins,“ segir Jón Steinar: Spyr hvort ráðherra sé að „beygja sig“ undir gagnrýni „Þetta er allt saman bull og vitleysa og byggt á einhverjum misskilningi,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. 10. mars 2021 17:49 Segja dómsmálaráðherra senda konum kaldar kveðjur Kvenréttindafélag Íslands og Stígamót segja Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra senda konum kaldar kveðjur með því að fela Jóni Steinari Gunnlaugssyni að vinna að nauðsynlegum umbótum í réttarkerfinu. 9. mars 2021 17:38 „Köld tuska sem dómsmálaráðherra hendir framan í almenning“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er hneyksluð á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem samið hefur verið við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann og fyrrverandi dómara við Hæstarétt um aðstoð við vinnu ráðuneytisins að styttingu málsmeðferðartíma í refsivörslukerfinu. 9. mars 2021 14:41 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Jón Steinar segir sig frá verkefninu Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari óskaði í morgun eftir því að vera leystur frá verkefni sem dómsmálaráðherra fól honum að vinna fyrir ráðuneytið. Jón Steinar segir í yfirlýsingu að í ljósi gagnrýni á ráðninguna telji hann að þátttaka sín hefði spillt framgangi verkefnisins. 12. mars 2021 14:22
„Ég er verndari réttarríkisins,“ segir Jón Steinar: Spyr hvort ráðherra sé að „beygja sig“ undir gagnrýni „Þetta er allt saman bull og vitleysa og byggt á einhverjum misskilningi,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. 10. mars 2021 17:49
Segja dómsmálaráðherra senda konum kaldar kveðjur Kvenréttindafélag Íslands og Stígamót segja Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra senda konum kaldar kveðjur með því að fela Jóni Steinari Gunnlaugssyni að vinna að nauðsynlegum umbótum í réttarkerfinu. 9. mars 2021 17:38
„Köld tuska sem dómsmálaráðherra hendir framan í almenning“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er hneyksluð á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem samið hefur verið við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann og fyrrverandi dómara við Hæstarétt um aðstoð við vinnu ráðuneytisins að styttingu málsmeðferðartíma í refsivörslukerfinu. 9. mars 2021 14:41