Pele óskaði Cristiano Ronaldo til hamingju Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2021 09:01 Cristiano Ronaldo fær hér verðlaun afhent frá Pele þegar Ronaldo var kosinn besti fótboltamaður heims fyrir árið 2008. EPA/STEFFEN SCHMIDT Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele hefur sent Portúgalanum Cristiano Ronaldo hamingjuóskir nú þegar CR7 hefur „endanlega“ bætt markamet Pele. Cristiano Ronaldo skoraði þrennu í 3-1 sigri Juventus á Cagliari í gær og er þar með kominn með 770 mörk á ferlinum. Pele skoraði 767 mörk á sínum tíma og er Ronaldo nú kominn fram úr honum sem og Josef Bican. Menn hafa verið að telja og ekki telja hin ýmsu mörk frá bæði ferli Pele og ferli Bican en nú virðast allir hafa sætt sig við hvaða tölur gilda. Áður hafði nefnilega verið greint frá því að Ronaldo væri kominn fram úr Pele í fjölda marka á ferlinum en menn í herbúðum Pele sögðu hann þó hafa skorað miklu fleiri mörk. Inn í þetta hefur blandast umræðan um opinber mörk og öll mörk en Pele telur sig hafa skorað meira en þúsund mörk á ferli sínum. View this post on Instagram A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) Cristiano Ronaldo fagnaði tímamótunum þó ekki fyrr en í gær og útskýrði það nánar í færslu á samfélagsmiðlum sínum. „Undanfarnar vikur hafa verið skrifaðar fréttir um að ég sé orðinn markahæsti leikmaður fótboltasögunnar og að ég sé kominn með meira en þessi 757 opinberu mörk hjá Pele. Ég var auðvitað þakklátur fyrir viðurkenninguna en ég vil útskýra af hverju ég fagnaði ekki þessu meti fyrr en nú,“ skrifaði Cristiano Ronaldo. „Ég hef endalausa og skilyrðislausa aðdáun á herra Edson Arantes do Nascimento [Pele] og vegna þeirra virðingar sem ég ber fyrir fótboltanum á miðri tuttugustu öldinni þá tók ég alltaf með þessi níu mörk sem hann skoraði fyrir Sao Paulo fylkisliðið sem og markið sem hann skoraði fyrir lið brasilíska hersins. Heimurinn hefur breyst síðan þá og fótboltinn líka en það þýðir ekki að við getum eytt sögunni eins og okkur hentar,“ skrifaði Cristiano Ronaldo. „Í dag skoraði ég mitt 770. opinbera mark á ferlinum og ég vildi byrja á því að tala um Pele. Það enginn leikmaður í heiminum sem hefur ekki hlustað á sögur af afrekum hans af áhuga. Ég er engin undantekning á því. Ég er því fullur af ánægju og stolti að hafa náð að slá met Pele. Það er eitthvað sem ég hafði aldrei getað látið mig dreyma um þegar ég var lítill strákur á Madeira,“ skrifaði Ronaldo. Pele svaraði útspili Cristiano með því að óska honum til hamingju. „Lífið er barátta og hver og einn fer í sitt ferðalag. Hversu fallegt er þetta ferðalag þitt. Ég dáist að þér og elska að horfa á þig spila. Það er ekkert leyndarmál. Til hamingju með að bæta metið mitt yfir mörk í opinberum leikjum,“ skrifaði Pele á sinn Instagram reikning. View this post on Instagram A post shared by Pele (@pele) Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Cristiano Ronaldo skoraði þrennu í 3-1 sigri Juventus á Cagliari í gær og er þar með kominn með 770 mörk á ferlinum. Pele skoraði 767 mörk á sínum tíma og er Ronaldo nú kominn fram úr honum sem og Josef Bican. Menn hafa verið að telja og ekki telja hin ýmsu mörk frá bæði ferli Pele og ferli Bican en nú virðast allir hafa sætt sig við hvaða tölur gilda. Áður hafði nefnilega verið greint frá því að Ronaldo væri kominn fram úr Pele í fjölda marka á ferlinum en menn í herbúðum Pele sögðu hann þó hafa skorað miklu fleiri mörk. Inn í þetta hefur blandast umræðan um opinber mörk og öll mörk en Pele telur sig hafa skorað meira en þúsund mörk á ferli sínum. View this post on Instagram A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) Cristiano Ronaldo fagnaði tímamótunum þó ekki fyrr en í gær og útskýrði það nánar í færslu á samfélagsmiðlum sínum. „Undanfarnar vikur hafa verið skrifaðar fréttir um að ég sé orðinn markahæsti leikmaður fótboltasögunnar og að ég sé kominn með meira en þessi 757 opinberu mörk hjá Pele. Ég var auðvitað þakklátur fyrir viðurkenninguna en ég vil útskýra af hverju ég fagnaði ekki þessu meti fyrr en nú,“ skrifaði Cristiano Ronaldo. „Ég hef endalausa og skilyrðislausa aðdáun á herra Edson Arantes do Nascimento [Pele] og vegna þeirra virðingar sem ég ber fyrir fótboltanum á miðri tuttugustu öldinni þá tók ég alltaf með þessi níu mörk sem hann skoraði fyrir Sao Paulo fylkisliðið sem og markið sem hann skoraði fyrir lið brasilíska hersins. Heimurinn hefur breyst síðan þá og fótboltinn líka en það þýðir ekki að við getum eytt sögunni eins og okkur hentar,“ skrifaði Cristiano Ronaldo. „Í dag skoraði ég mitt 770. opinbera mark á ferlinum og ég vildi byrja á því að tala um Pele. Það enginn leikmaður í heiminum sem hefur ekki hlustað á sögur af afrekum hans af áhuga. Ég er engin undantekning á því. Ég er því fullur af ánægju og stolti að hafa náð að slá met Pele. Það er eitthvað sem ég hafði aldrei getað látið mig dreyma um þegar ég var lítill strákur á Madeira,“ skrifaði Ronaldo. Pele svaraði útspili Cristiano með því að óska honum til hamingju. „Lífið er barátta og hver og einn fer í sitt ferðalag. Hversu fallegt er þetta ferðalag þitt. Ég dáist að þér og elska að horfa á þig spila. Það er ekkert leyndarmál. Til hamingju með að bæta metið mitt yfir mörk í opinberum leikjum,“ skrifaði Pele á sinn Instagram reikning. View this post on Instagram A post shared by Pele (@pele)
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira