Kallar eftir aðgerðum vegna aukinnar offitu barna: „Hægt að snúa þróuninni við“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. mars 2021 17:51 Tryggvi Helgason, barnalæknir, hefur beitt sér fyrir því að gripið verði til aðgerða vegna aukinnar offitu barna. Vísir/Nadine Barnalæknir, sem hefur sérhæft sig í offitu barna, segir nauðsynlegt að við förum að setjast niður og skoða það hvernig hægt sé að breyta lífsvenjum og lífsstíl til þess að snúa þeirri þróun við að sífellt fleiri börn séu með ofþyngd. Hann segir að málið sé flókið og tengist aukin ofþyngd barna ekki aðeins mataræði og hreyfingu. Tryggvi Helgason, barnalækir, hefur undanfarið skipst á bréfum við Landlæknisembættið og kallað eftir aðgerðum vegna aukinnar offitu barna. Hann segir að þróunin virðist vera sú, sérstaklega á landsbyggðinni, að sífellt fleiri börn séu að þyngjast. Fjallað var um málið í fréttaskýringaþættinum Kompás í nóvember 2019, þar sem fram kom að um fjórðungur grunnskólabarna á Íslandi glímir við ofþyngd. „Við veltum því fyrir okkur hvernig við getum sest niður og skoðað hvað hægt er að gera. Ég held að við verðum að skoða stærri mynd, skoða samfélögin, það sem við erum að gera og hvernig við getum breytt hlutum,“ sagði Tryggvi í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hægt að snúa þróuninni við með breyttum lífsstíl og venjum Hann segir engin gögn liggja fyrir hér á landi hvers vegna börn séu þyngri í sumum bæjarfélögum en öðrum. Slíkar rannsóknir hafi þó verið gerðar erlendis, meðal annars í litlum bæ í Finnlandi, Amsterdam og nú sé verið að gera svona rannsókn í Lundúnum. „Þetta er að gerast víða í hinum vestræna heimi. Þessar borgir sem hafa tekið þetta fyrir hjá sér sem fyrirbæri og gert breytingar, kennt ákveðnar breytingar í lífsvenjum, lagt áherslu á lífsstíl og lífsvenjur, það hefur gengið hjá þeim að snúa þróuninni við. Þannig að það eru til dæmi um þetta úti í heimi þar sem hefur gengið að kenna krökkum góðan lífsstíl,“ segir Tryggvi. Hann segir margt fleira felast í ofþyngd barna en mataræði og lítil hreyfing. „Við erum að vinna mikið með svefn til dæmis og það er stóri þátturinn sem við þurfum að laga, það er ekki bara hjá börnum sem eru of þung, líka hjá börnum sem eru í kjörþyngd en eru að lenda í alls kyns vandræðum engu að síður.“ Tryggvi segir góðan svefn skipta miklu máli. Svefntruflanir geti valdið hormónabreytingum og svo einfaldari hlutir, eins og að maður geti haldið sér lengur vakandi ef maður fær góðan svefn. „Maður sækir meira í sætan mat þegar maður er illa sofinn. Maður hefur minni áhuga á hreyfingu, hefur minni tíma til þess að borða morgunmat, búa til nesti og svo framvegis. Þetta eru svo margir svona þættir sem valda því að svefninn er lykilstuðull til að hjálpa manni ef maður vill breyta einhverju,“ segir Tryggvi. Sjötíu börn með offitu á biðlista eftir þjónustu Tryggvi hefur beitt sér fyrir því að offita sé meðhöndluð sem sjúkdómur, og fjallaði hann meðal annars um það í viðtali sem birtist við hann í Læknablaðinu á dögunum. Hér á Íslandi er eina formlega úrræðið fyrir börn með offitu Heilsuskóli Barnaspítala Hringsins, en þar voru ríflega sjötíu börn á biðlista í nóvember 2019 og þurftu að bíða í ár eftir þjónustu. Tryggvi segir það að flokka offitu sem sjúkdóm ekki meginefni samskipta sinna við Landlækni, þar einblíni hann meira á lýðheilsunálgunina. Hann segir málið þó flókið. Til sé fólk sem sé heilbrigt þrátt fyrir að vera talið í ofþyngd en svo séu aðrir sem glími við truflaða líkamsstarfsemi vegna þessa. „Þá þurfum við að finna leiðir til þess að hjálpa þeim. Þá er í rauninni þessi fituvefur, eða hvað það sem er, sem er að valda truflun í hormónastarfsemi,“ segir Tryggvi. Íslensk börn hafa aldrei verið jafn þung Íslensk börn hafa aldrei verið jafn þung en samkvæmt síðustu mælingum er fjórðungur í ofþyngd og í þeim hópi fjölgar þeim börnum hratt sem skilgreind eru með offitu. Um 6,5 prósent grunnskólabarna teljast í dag með offitu en um 1980 var það hlutfall um eitt prósent. Tryggvi segir tölurnar sláandi. „Það er það sem veldur okkur áhyggjum. Við erum að sjá að á þessum fjörutíu árum, sérstaklega frá 1980-2000 fór þetta úr einu prósenti í fimm prósent en núna virðist þetta vera að skríða aðeins áfram,“ segir Tryggvi. Hann segir ekki hægt að finna einhvern einn sökudólg sem beri ábyrgð á þessum breytingum. Við verðum núna að fara að spyrja okkur hverju við getum breytt til þess að stemma stigu við þessa þróun. Reykjavík síðdegis Börn og uppeldi Heilbrigðismál Gosdrykkir Tengdar fréttir Landlæknir vill hækka verð á gosdrykkjum til mikilla muna Jóhanna Eyrún Torfadóttir verkefnastjóri hjá Landlæknisembættinu telur helsta verkfærið í baráttunni gegn aukakílóum geta reynst hækkun verðs á gosdrykkjum. 4. janúar 2021 16:52 Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Sjálfsmyndin hlýtur verulegan skaða af því að alast upp við stöðug skilaboð þess efnis að þinn líkami sé ekki í lagi, segir einkaþjálfarinn Ásdís Inga Haraldsdóttir. Að öðlast matarfrelsi breytti sambandi hennar við bæði mat og hreyfingu. 27. september 2020 11:00 Telja tengsl milli offitu og alvarlegra afleiðinga veirunnar Offeitir eru 113 prósent líklegra til að þurfa spítalainnlögn vegna kórónuveirunnar. 27. ágúst 2020 08:27 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Tryggvi Helgason, barnalækir, hefur undanfarið skipst á bréfum við Landlæknisembættið og kallað eftir aðgerðum vegna aukinnar offitu barna. Hann segir að þróunin virðist vera sú, sérstaklega á landsbyggðinni, að sífellt fleiri börn séu að þyngjast. Fjallað var um málið í fréttaskýringaþættinum Kompás í nóvember 2019, þar sem fram kom að um fjórðungur grunnskólabarna á Íslandi glímir við ofþyngd. „Við veltum því fyrir okkur hvernig við getum sest niður og skoðað hvað hægt er að gera. Ég held að við verðum að skoða stærri mynd, skoða samfélögin, það sem við erum að gera og hvernig við getum breytt hlutum,“ sagði Tryggvi í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hægt að snúa þróuninni við með breyttum lífsstíl og venjum Hann segir engin gögn liggja fyrir hér á landi hvers vegna börn séu þyngri í sumum bæjarfélögum en öðrum. Slíkar rannsóknir hafi þó verið gerðar erlendis, meðal annars í litlum bæ í Finnlandi, Amsterdam og nú sé verið að gera svona rannsókn í Lundúnum. „Þetta er að gerast víða í hinum vestræna heimi. Þessar borgir sem hafa tekið þetta fyrir hjá sér sem fyrirbæri og gert breytingar, kennt ákveðnar breytingar í lífsvenjum, lagt áherslu á lífsstíl og lífsvenjur, það hefur gengið hjá þeim að snúa þróuninni við. Þannig að það eru til dæmi um þetta úti í heimi þar sem hefur gengið að kenna krökkum góðan lífsstíl,“ segir Tryggvi. Hann segir margt fleira felast í ofþyngd barna en mataræði og lítil hreyfing. „Við erum að vinna mikið með svefn til dæmis og það er stóri þátturinn sem við þurfum að laga, það er ekki bara hjá börnum sem eru of þung, líka hjá börnum sem eru í kjörþyngd en eru að lenda í alls kyns vandræðum engu að síður.“ Tryggvi segir góðan svefn skipta miklu máli. Svefntruflanir geti valdið hormónabreytingum og svo einfaldari hlutir, eins og að maður geti haldið sér lengur vakandi ef maður fær góðan svefn. „Maður sækir meira í sætan mat þegar maður er illa sofinn. Maður hefur minni áhuga á hreyfingu, hefur minni tíma til þess að borða morgunmat, búa til nesti og svo framvegis. Þetta eru svo margir svona þættir sem valda því að svefninn er lykilstuðull til að hjálpa manni ef maður vill breyta einhverju,“ segir Tryggvi. Sjötíu börn með offitu á biðlista eftir þjónustu Tryggvi hefur beitt sér fyrir því að offita sé meðhöndluð sem sjúkdómur, og fjallaði hann meðal annars um það í viðtali sem birtist við hann í Læknablaðinu á dögunum. Hér á Íslandi er eina formlega úrræðið fyrir börn með offitu Heilsuskóli Barnaspítala Hringsins, en þar voru ríflega sjötíu börn á biðlista í nóvember 2019 og þurftu að bíða í ár eftir þjónustu. Tryggvi segir það að flokka offitu sem sjúkdóm ekki meginefni samskipta sinna við Landlækni, þar einblíni hann meira á lýðheilsunálgunina. Hann segir málið þó flókið. Til sé fólk sem sé heilbrigt þrátt fyrir að vera talið í ofþyngd en svo séu aðrir sem glími við truflaða líkamsstarfsemi vegna þessa. „Þá þurfum við að finna leiðir til þess að hjálpa þeim. Þá er í rauninni þessi fituvefur, eða hvað það sem er, sem er að valda truflun í hormónastarfsemi,“ segir Tryggvi. Íslensk börn hafa aldrei verið jafn þung Íslensk börn hafa aldrei verið jafn þung en samkvæmt síðustu mælingum er fjórðungur í ofþyngd og í þeim hópi fjölgar þeim börnum hratt sem skilgreind eru með offitu. Um 6,5 prósent grunnskólabarna teljast í dag með offitu en um 1980 var það hlutfall um eitt prósent. Tryggvi segir tölurnar sláandi. „Það er það sem veldur okkur áhyggjum. Við erum að sjá að á þessum fjörutíu árum, sérstaklega frá 1980-2000 fór þetta úr einu prósenti í fimm prósent en núna virðist þetta vera að skríða aðeins áfram,“ segir Tryggvi. Hann segir ekki hægt að finna einhvern einn sökudólg sem beri ábyrgð á þessum breytingum. Við verðum núna að fara að spyrja okkur hverju við getum breytt til þess að stemma stigu við þessa þróun.
Reykjavík síðdegis Börn og uppeldi Heilbrigðismál Gosdrykkir Tengdar fréttir Landlæknir vill hækka verð á gosdrykkjum til mikilla muna Jóhanna Eyrún Torfadóttir verkefnastjóri hjá Landlæknisembættinu telur helsta verkfærið í baráttunni gegn aukakílóum geta reynst hækkun verðs á gosdrykkjum. 4. janúar 2021 16:52 Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Sjálfsmyndin hlýtur verulegan skaða af því að alast upp við stöðug skilaboð þess efnis að þinn líkami sé ekki í lagi, segir einkaþjálfarinn Ásdís Inga Haraldsdóttir. Að öðlast matarfrelsi breytti sambandi hennar við bæði mat og hreyfingu. 27. september 2020 11:00 Telja tengsl milli offitu og alvarlegra afleiðinga veirunnar Offeitir eru 113 prósent líklegra til að þurfa spítalainnlögn vegna kórónuveirunnar. 27. ágúst 2020 08:27 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Landlæknir vill hækka verð á gosdrykkjum til mikilla muna Jóhanna Eyrún Torfadóttir verkefnastjóri hjá Landlæknisembættinu telur helsta verkfærið í baráttunni gegn aukakílóum geta reynst hækkun verðs á gosdrykkjum. 4. janúar 2021 16:52
Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Sjálfsmyndin hlýtur verulegan skaða af því að alast upp við stöðug skilaboð þess efnis að þinn líkami sé ekki í lagi, segir einkaþjálfarinn Ásdís Inga Haraldsdóttir. Að öðlast matarfrelsi breytti sambandi hennar við bæði mat og hreyfingu. 27. september 2020 11:00
Telja tengsl milli offitu og alvarlegra afleiðinga veirunnar Offeitir eru 113 prósent líklegra til að þurfa spítalainnlögn vegna kórónuveirunnar. 27. ágúst 2020 08:27
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent