Bara toppliðið hefur unnið fleiri leiki síðan að Þórsarar unnu fyrsta sigurinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2021 13:32 Bakvörðurinn Dedrick Deon Basile sendir hér boltann inn í teig á Andrius Globys. Þeir hafa verið að spila vel með Þórsliðinu. Vísir/Vilhelm Velgengi Þórsara frá Akureyri að undanförnu hefur vakið mikla athygli enda virðast norðanmenn vera líklegir til að segja skilið við fallbaráttuna og tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Þórsliðið hefur nú unnið þrjá síðustu leiki sína og alls sex af síðustu níu leikjum sínum í deildinni. Þórsarar fóru í frábæra ferð suður til höfuðborgarinnar um helgina og unnu þar fimm stiga sigur í Garðabænum á föstudagskvöldið, 91-96, og svo 21 stigs sigur á Haukum á Ásvöllum, 100-79, á sunnudagskvöldið. Þórsarar voru í ellefta sæti fyrir leikina en eru núna komnir upp í sjöunda sætið eftir þessa tvo sigra. Bjarki Armann Oddsson hefur tekist að rífa Þórsliðið upp eftir fimm töp í fyrstu fimm leikjunum.Vísir/Vilhelm Þetta er sérstakt fyrir liðið sem tapaði fyrstu fimm leikjum tímabilsins og flestir bjuggust við að myndi falla úr deildinni. Norðanmenn ætluðu hins vegar ekki að leggja árar í bát þrátt fyrir hrakspár og mótlæti. Þjálfaranum Bjarka Ármanni Oddssyni hefur tekist að snúa við blaðinu og það þrátt fyrir að liðið leiki án bakvarðarins stórefnilega Júlíusar Ágústssonar og hafi misst nýja manninn Ingva Þór Guðmundsson fyrir síðasta leik vegna höfuðhöggs. Þá hefur Kolbeinn Fannar Gíslason misst af síðustu fjórum leikjum. Í miðju öllu þessu mótlæti hefur Þórsliðið unnið þrjá leiki í röð og hefur um leið hrist verulega upp í deildinni. Valur, Tindastóll og Njarðvík eru núna öll komin neðar en Þórsliðið í töflunni og það sem meira er að Þórsarar hafa unnið öll þessi þrjú lið á síðustu mánuðum. Ivan Aurrecoechea er frábær frákastari og frábær leikmaður. Hann er með 23,8 stig og 13,1 frákast að meðaltali í leik.Vísir/Vilhelm Frá því að Þórsarar unnu sinn fyrsta sigur í deildinni, á móti Tindastól 28. janúar, hefur aðeins eitt lið unnið fleiri leiki. Það er lið Keflavíkur sem hefur unnið einum leik meira. Síðasta tap Þórsliðsins var einmitt á móti umræddu Keflavíkurliði 4. mars síðastliðinn. Menn þurfa að fara að passa sig á baráttuglöðu liði Þórsara sem drottnuðu yfir frákastabaráttunni í sigrinum á Stjörnunni og Haukum en í báðum leikjum tók Þórsliðið yfir sextíu prósent frákasta í boði. Frákastabaráttan er líka að skila Þórsliðinu góðum úrslitum en liðið hefur unnið fimm síðustu leikina þar sem Þórsarar hafa tekið fleiri fráköst en andstæðingurinn. Næstu mótherjar Þórsara eru ÍR-ingar sem koma í Höllina á Akureyri á föstudagskvöldið. Þórsarar geta náð ÍR-ingum að stigum með sigri í þeim leik. Besta sigurhlutfall í Domino´s deild karla frá 28. janúar: 1. Keflavík 78% 7 sigrar - 2 töp 2. Þór Ak. 67% 6-3 2. Þór Þorl 67% 6-3 2. Stjarnan 67% 6-3 2. KR 67% 6-3 6. Valur 44% 4-5 6. Tindastóll 44% 4-5 6. ÍR 44% 4-5 6. Höttur 44% 4-5 10. Grindavík 33% 3-6 11. Njarðvík 22% 2-7 11.Haukar 22% 2-7 Hæsta hlutfall frákasta hjá Þórsliðinu í einum leik í Domino´s deild karla í vetur: 62,0% í sigri á Stjörnunni (12. mars) 60,0% í sigri á Haukum (14. mars) 59,7% í tapi á móti KR (25. janúar) 58,7% í tapi á móti ÍR (21. janúar) 57,1% í sigri á Val (31. janúar) 57,0% í tapi á móti Stjörnunni (17. janúar) 52,6% í sigri á Njarðvík (7. febrúar) 50,6% í sigri á Grindavík (7. mars) Dominos-deild karla Þór Akureyri Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
Þórsliðið hefur nú unnið þrjá síðustu leiki sína og alls sex af síðustu níu leikjum sínum í deildinni. Þórsarar fóru í frábæra ferð suður til höfuðborgarinnar um helgina og unnu þar fimm stiga sigur í Garðabænum á föstudagskvöldið, 91-96, og svo 21 stigs sigur á Haukum á Ásvöllum, 100-79, á sunnudagskvöldið. Þórsarar voru í ellefta sæti fyrir leikina en eru núna komnir upp í sjöunda sætið eftir þessa tvo sigra. Bjarki Armann Oddsson hefur tekist að rífa Þórsliðið upp eftir fimm töp í fyrstu fimm leikjunum.Vísir/Vilhelm Þetta er sérstakt fyrir liðið sem tapaði fyrstu fimm leikjum tímabilsins og flestir bjuggust við að myndi falla úr deildinni. Norðanmenn ætluðu hins vegar ekki að leggja árar í bát þrátt fyrir hrakspár og mótlæti. Þjálfaranum Bjarka Ármanni Oddssyni hefur tekist að snúa við blaðinu og það þrátt fyrir að liðið leiki án bakvarðarins stórefnilega Júlíusar Ágústssonar og hafi misst nýja manninn Ingva Þór Guðmundsson fyrir síðasta leik vegna höfuðhöggs. Þá hefur Kolbeinn Fannar Gíslason misst af síðustu fjórum leikjum. Í miðju öllu þessu mótlæti hefur Þórsliðið unnið þrjá leiki í röð og hefur um leið hrist verulega upp í deildinni. Valur, Tindastóll og Njarðvík eru núna öll komin neðar en Þórsliðið í töflunni og það sem meira er að Þórsarar hafa unnið öll þessi þrjú lið á síðustu mánuðum. Ivan Aurrecoechea er frábær frákastari og frábær leikmaður. Hann er með 23,8 stig og 13,1 frákast að meðaltali í leik.Vísir/Vilhelm Frá því að Þórsarar unnu sinn fyrsta sigur í deildinni, á móti Tindastól 28. janúar, hefur aðeins eitt lið unnið fleiri leiki. Það er lið Keflavíkur sem hefur unnið einum leik meira. Síðasta tap Þórsliðsins var einmitt á móti umræddu Keflavíkurliði 4. mars síðastliðinn. Menn þurfa að fara að passa sig á baráttuglöðu liði Þórsara sem drottnuðu yfir frákastabaráttunni í sigrinum á Stjörnunni og Haukum en í báðum leikjum tók Þórsliðið yfir sextíu prósent frákasta í boði. Frákastabaráttan er líka að skila Þórsliðinu góðum úrslitum en liðið hefur unnið fimm síðustu leikina þar sem Þórsarar hafa tekið fleiri fráköst en andstæðingurinn. Næstu mótherjar Þórsara eru ÍR-ingar sem koma í Höllina á Akureyri á föstudagskvöldið. Þórsarar geta náð ÍR-ingum að stigum með sigri í þeim leik. Besta sigurhlutfall í Domino´s deild karla frá 28. janúar: 1. Keflavík 78% 7 sigrar - 2 töp 2. Þór Ak. 67% 6-3 2. Þór Þorl 67% 6-3 2. Stjarnan 67% 6-3 2. KR 67% 6-3 6. Valur 44% 4-5 6. Tindastóll 44% 4-5 6. ÍR 44% 4-5 6. Höttur 44% 4-5 10. Grindavík 33% 3-6 11. Njarðvík 22% 2-7 11.Haukar 22% 2-7 Hæsta hlutfall frákasta hjá Þórsliðinu í einum leik í Domino´s deild karla í vetur: 62,0% í sigri á Stjörnunni (12. mars) 60,0% í sigri á Haukum (14. mars) 59,7% í tapi á móti KR (25. janúar) 58,7% í tapi á móti ÍR (21. janúar) 57,1% í sigri á Val (31. janúar) 57,0% í tapi á móti Stjörnunni (17. janúar) 52,6% í sigri á Njarðvík (7. febrúar) 50,6% í sigri á Grindavík (7. mars)
Besta sigurhlutfall í Domino´s deild karla frá 28. janúar: 1. Keflavík 78% 7 sigrar - 2 töp 2. Þór Ak. 67% 6-3 2. Þór Þorl 67% 6-3 2. Stjarnan 67% 6-3 2. KR 67% 6-3 6. Valur 44% 4-5 6. Tindastóll 44% 4-5 6. ÍR 44% 4-5 6. Höttur 44% 4-5 10. Grindavík 33% 3-6 11. Njarðvík 22% 2-7 11.Haukar 22% 2-7 Hæsta hlutfall frákasta hjá Þórsliðinu í einum leik í Domino´s deild karla í vetur: 62,0% í sigri á Stjörnunni (12. mars) 60,0% í sigri á Haukum (14. mars) 59,7% í tapi á móti KR (25. janúar) 58,7% í tapi á móti ÍR (21. janúar) 57,1% í sigri á Val (31. janúar) 57,0% í tapi á móti Stjörnunni (17. janúar) 52,6% í sigri á Njarðvík (7. febrúar) 50,6% í sigri á Grindavík (7. mars)
Dominos-deild karla Þór Akureyri Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira