Saga af bestu manneskju í heimi Ingileif Friðriksdóttir skrifar 16. mars 2021 13:32 Ég ætla að segja þér frá bestu manneskju í heimi. Hún er góðmennskan uppmáluð og fer aldrei í manngreinarálit. Hún er ávallt með opinn faðm og hjartalag hennar er einstaklega fallegt. Þetta er mesta fyrirmyndarmanneskja sem heimurinn hefur séð. Hún gerir ekki upp á milli fólks, og elskar alla.Alla nema þig. Já, um leið og ég segi þér frá þessari stórkostlegu manneskju ætla ég nefnilega að segja þér að hún fyrirlítur þig. Eða, ég túlka það að minnsta kosti sem svo. Og staðfesta mín í þeirri túlkun er slík að ég ætla að leyfa mér að fullyrða það. „En hvers vegna í veröldinni fyrirlítur hún mig?“ spyrðu kannski. „Ég hef ekki einu sinni hitt hana.“ Og svarið mitt gæti þá verið að sé ég nokkuð viss um að henni þyki þú bara ekki nógu vel heppnað eintak. Þú sért ekki alveg í samræmi við ætlanir. Þetta gæti vakið hjá þér undrun og kveikt á ýmsum tilfinningum. „En ég legg mig fram við að koma vel fram við aðra og reyni að breyta rétt. Ég hef aldrei framið lögbrot og á enga óvini. Ég á þvert á móti mjög marga vini og fjölskyldu sem ég elska. Fólkið í kringum mig elskar mig á móti og myndi lýsa mér sem góðri manneskju. Ég skil ekki hvers vegna mesta fyrirmyndarmanneskja alheims ætti að fyrirlíta mig. Og fyrir hvað nákvæmlega?“ gætirðu spurt. Ég myndi þá svara og segja þér að það væri nú einfaldlega fyrir það að vera þú. En það er svo sem bara mín túlkun á þessari manneskju. Ég er auðvitað ekki hún. En ég bara veit að hún fyrirlítur þig. Sama hvað þú segir þá bara er það þannig. Hvernig myndi þér líða í þessum sporum? Myndi þetta ekki reita þig til reiði? Ég veit að minnsta kosti að það gerir það hjá mér. En hvaðan kemur þessi saga og hver er tilgangurinn með henni? Jú, í gær gaf Vatíkanið út ákvörðun, sem Frans páfi samþykkti, um að kaþólskir prestar megi ekki blessa hjónabönd samkynja para. Það sé ekki í samræmi við ætlanir Guðs og ekki sé hægt að blessa syndsamlega hegðun. Og það er nákvæmlega þess vegna sem mér líður eins og þér hefur kannski liðið við lesturinn hér að ofan. Ég er manneskjan sem situr og spyr sig hvers vegna útsendarar svokallaðs æðra máttarvalds geta túlkað hluti á þann hátt að þessi æðri máttur fyrirlíti mig fyrir það sem ég er. Ef til er einhvers konar Guð þá er óskiljanlegt hvernig stofnanir eins og kaþólska kirkjan geta haldið því fram að hann geri upp á milli okkar mannfólksins, sem hann á að hafa skapað. Og ef hann ætlaði að fara í manngreinarálit myndi ég ætla að mikilvægasti mælikvarðinn væri sá hvort við séum góðar manneskjur sem breytum rétt og komum vel fram við annað fólk. Er það ekki annars boðskapurinn? Fólk sem stendur á bakvið útskúfun og fyrirlitningu á hópum í samfélaginu, og tekur útilokandi ákvarðanir í skjóli valds og túlkunar sinnar á einhverju sem er eða er ekki - og lætur þannig eins og einstaklingar sem unnu sér ekkert til sakar annað en að elska og vera til, séu annars flokks, myndi hríðfalla á slíku manngæskuprófi. Höfundur er stofnandi Hinseginleikans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég ætla að segja þér frá bestu manneskju í heimi. Hún er góðmennskan uppmáluð og fer aldrei í manngreinarálit. Hún er ávallt með opinn faðm og hjartalag hennar er einstaklega fallegt. Þetta er mesta fyrirmyndarmanneskja sem heimurinn hefur séð. Hún gerir ekki upp á milli fólks, og elskar alla.Alla nema þig. Já, um leið og ég segi þér frá þessari stórkostlegu manneskju ætla ég nefnilega að segja þér að hún fyrirlítur þig. Eða, ég túlka það að minnsta kosti sem svo. Og staðfesta mín í þeirri túlkun er slík að ég ætla að leyfa mér að fullyrða það. „En hvers vegna í veröldinni fyrirlítur hún mig?“ spyrðu kannski. „Ég hef ekki einu sinni hitt hana.“ Og svarið mitt gæti þá verið að sé ég nokkuð viss um að henni þyki þú bara ekki nógu vel heppnað eintak. Þú sért ekki alveg í samræmi við ætlanir. Þetta gæti vakið hjá þér undrun og kveikt á ýmsum tilfinningum. „En ég legg mig fram við að koma vel fram við aðra og reyni að breyta rétt. Ég hef aldrei framið lögbrot og á enga óvini. Ég á þvert á móti mjög marga vini og fjölskyldu sem ég elska. Fólkið í kringum mig elskar mig á móti og myndi lýsa mér sem góðri manneskju. Ég skil ekki hvers vegna mesta fyrirmyndarmanneskja alheims ætti að fyrirlíta mig. Og fyrir hvað nákvæmlega?“ gætirðu spurt. Ég myndi þá svara og segja þér að það væri nú einfaldlega fyrir það að vera þú. En það er svo sem bara mín túlkun á þessari manneskju. Ég er auðvitað ekki hún. En ég bara veit að hún fyrirlítur þig. Sama hvað þú segir þá bara er það þannig. Hvernig myndi þér líða í þessum sporum? Myndi þetta ekki reita þig til reiði? Ég veit að minnsta kosti að það gerir það hjá mér. En hvaðan kemur þessi saga og hver er tilgangurinn með henni? Jú, í gær gaf Vatíkanið út ákvörðun, sem Frans páfi samþykkti, um að kaþólskir prestar megi ekki blessa hjónabönd samkynja para. Það sé ekki í samræmi við ætlanir Guðs og ekki sé hægt að blessa syndsamlega hegðun. Og það er nákvæmlega þess vegna sem mér líður eins og þér hefur kannski liðið við lesturinn hér að ofan. Ég er manneskjan sem situr og spyr sig hvers vegna útsendarar svokallaðs æðra máttarvalds geta túlkað hluti á þann hátt að þessi æðri máttur fyrirlíti mig fyrir það sem ég er. Ef til er einhvers konar Guð þá er óskiljanlegt hvernig stofnanir eins og kaþólska kirkjan geta haldið því fram að hann geri upp á milli okkar mannfólksins, sem hann á að hafa skapað. Og ef hann ætlaði að fara í manngreinarálit myndi ég ætla að mikilvægasti mælikvarðinn væri sá hvort við séum góðar manneskjur sem breytum rétt og komum vel fram við annað fólk. Er það ekki annars boðskapurinn? Fólk sem stendur á bakvið útskúfun og fyrirlitningu á hópum í samfélaginu, og tekur útilokandi ákvarðanir í skjóli valds og túlkunar sinnar á einhverju sem er eða er ekki - og lætur þannig eins og einstaklingar sem unnu sér ekkert til sakar annað en að elska og vera til, séu annars flokks, myndi hríðfalla á slíku manngæskuprófi. Höfundur er stofnandi Hinseginleikans.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun