Gummi Ben: Ronaldo er ekki að fara frá Evrópu og úr Meistaradeildinni fyrr en Messi deyr Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2021 14:46 Cristiano Ronaldo skoraði þrennu um helgina en í vikunni áður fékk hann á sig mikla gagnrýni fyrir framistöðu sína í Meistaradeildinni. AP/Alessandro Tocco Framtíð Cristiano Ronaldo var til umræðu í nýjasta þættinum af Sportinu í dag sem er nú aðgengilegur inn á Vísi. Guðmundur Benediktsson var gestur þeirra Henrys Birgis Gunnarssonar og Ríkharðs Óskars Guðnasonar í nýjasta hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag á Vísi. Kjartan Atli Kjartansson var ekki með að þessu sinni en það kom öflugur varamaður inn fyrir hann. Guðmundur Benediktsson var meðal annars spurður út í það hvar hann haldi að Cristiano Ronaldo spili á næstu leiktíð. Ronaldo er á sínu þriðja tímabili með Juventus en liðið datt út úr Meistaradeildinni á dögunum og það ævintýri ætlar ekki að ganga upp. Henry Birgir býst ekki við því að Ronaldo verði áfram hjá Juventus: „Þó svo að hann hafi sett þessa þrennu á hálftíma í einhverjum leik í deildinni þá núllar það ekki út hvað hann var slakur í þessum Evrópuleik. Hann var fenginn þangað til að hjálpa liðinu að stíga stóra skrefið í átta að Meistaradeildartitlinum og klára það dæmi,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Það er ekki að ganga upp og hann er ekki að yngjast. Hann er vissulega ennþá stórkostlegur en það koma fyrir leikir þar sem hann lítur út fyrir að vera á þeim aldri sem hann raunverulega er á. Þessi Porto leikur var svo sannarlega einn þeirra,“ sagði Henry Birgir. „Hann er klárlega einn af stærstu íþróttamönnum sögunnar leyfi ég mér að segja. Hann er magnaður. Ég held að það sé ekki tilviljun að þessir orðrómar eru svona háværir um það að Juventus muni reyna að losa hann. Hvort þeim takist að losa hann fyrir eitthvað verð sem þeir sætta sig við. Þeir munu aldrei fá einhvern helling fyrir 36 ára gamlan mann eins stórkostlegur og hann er,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Kannski yrði það draumaniðurstaðan fyrir alla ef Real Madrid hefur áhuga á því að fá hann aftur. Að hann fái að deyja drottni sínum þar,“ sagði Guðmundur sem heldur að Ronaldo munu spila fyrir lið sem verður í Meistaradeildinni. „Hann er ekki að fara frá Evrópu og úr Meistaradeildinni fyrr en að Messi deyr. Hann ætlar ekki að láta Messi ná sér í markatölfræðinni. Hann er ekki að fara frá Evrópu,“ sagði Guðmundur. Ef hann fer frá Juventus hvert heldur Guðmundur að Ronaldo fari. „Ef ég þyrfti að velja eitt félag þá væri það Paris Saint Germain. Þar getur hann unnið deildina og verður í Meistaradeild. Ég á rosalega erfitt með að sjá fyrir mér Real Madrid eða Manchester United aftur. Þó að hann sé ótrúlegur íþróttamaður þá held ég að það sé erfitt að fara inn í ensku úrvalsdeildina og þá sérstaklega þessa deild á þessum aldri,“ sagði Guðmundur. Það má hlusta á meira frá Guðmundi og allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Fleiri fréttir Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Sjá meira
Guðmundur Benediktsson var gestur þeirra Henrys Birgis Gunnarssonar og Ríkharðs Óskars Guðnasonar í nýjasta hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag á Vísi. Kjartan Atli Kjartansson var ekki með að þessu sinni en það kom öflugur varamaður inn fyrir hann. Guðmundur Benediktsson var meðal annars spurður út í það hvar hann haldi að Cristiano Ronaldo spili á næstu leiktíð. Ronaldo er á sínu þriðja tímabili með Juventus en liðið datt út úr Meistaradeildinni á dögunum og það ævintýri ætlar ekki að ganga upp. Henry Birgir býst ekki við því að Ronaldo verði áfram hjá Juventus: „Þó svo að hann hafi sett þessa þrennu á hálftíma í einhverjum leik í deildinni þá núllar það ekki út hvað hann var slakur í þessum Evrópuleik. Hann var fenginn þangað til að hjálpa liðinu að stíga stóra skrefið í átta að Meistaradeildartitlinum og klára það dæmi,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Það er ekki að ganga upp og hann er ekki að yngjast. Hann er vissulega ennþá stórkostlegur en það koma fyrir leikir þar sem hann lítur út fyrir að vera á þeim aldri sem hann raunverulega er á. Þessi Porto leikur var svo sannarlega einn þeirra,“ sagði Henry Birgir. „Hann er klárlega einn af stærstu íþróttamönnum sögunnar leyfi ég mér að segja. Hann er magnaður. Ég held að það sé ekki tilviljun að þessir orðrómar eru svona háværir um það að Juventus muni reyna að losa hann. Hvort þeim takist að losa hann fyrir eitthvað verð sem þeir sætta sig við. Þeir munu aldrei fá einhvern helling fyrir 36 ára gamlan mann eins stórkostlegur og hann er,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Kannski yrði það draumaniðurstaðan fyrir alla ef Real Madrid hefur áhuga á því að fá hann aftur. Að hann fái að deyja drottni sínum þar,“ sagði Guðmundur sem heldur að Ronaldo munu spila fyrir lið sem verður í Meistaradeildinni. „Hann er ekki að fara frá Evrópu og úr Meistaradeildinni fyrr en að Messi deyr. Hann ætlar ekki að láta Messi ná sér í markatölfræðinni. Hann er ekki að fara frá Evrópu,“ sagði Guðmundur. Ef hann fer frá Juventus hvert heldur Guðmundur að Ronaldo fari. „Ef ég þyrfti að velja eitt félag þá væri það Paris Saint Germain. Þar getur hann unnið deildina og verður í Meistaradeild. Ég á rosalega erfitt með að sjá fyrir mér Real Madrid eða Manchester United aftur. Þó að hann sé ótrúlegur íþróttamaður þá held ég að það sé erfitt að fara inn í ensku úrvalsdeildina og þá sérstaklega þessa deild á þessum aldri,“ sagði Guðmundur. Það má hlusta á meira frá Guðmundi og allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Fleiri fréttir Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Sjá meira