Hollendingar að kjörborðinu í skugga heimsfaraldurs Atli Ísleifsson skrifar 17. mars 2021 08:43 Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, og Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, í sjónvarpskappræðum í síðustu viku. EPA Kjörstöðum í Hollandi verður lokað í kvöld, en þingkosningar hafa staðið yfir í landinu síðan á mánudag. Forsætisráðherra landsins til tíu ára, hinn 54 ára Mark Rutte, sækist þar eftir því að framlengja stjórnartíð sína. Kosningarnar eru haldnar í skugga heimsfaraldurs og var því ákveðið að hafa kjörstaði opna í þrjá daga til að dreifa álaginu, takmarka umferð kjósenda hverju sinni og þannig draga úr hættu á smiti. Því var beint til kjósenda að þeir sem væru í áhættuhópum vegna veirunnar, sér í lagi fólk eldra en sjötíu ára, skyldu mæta á kjörstað fyrstu tvo daga þingkosninganna, það er á mánudag og svo í gær. Aðrir kjósendur skyldu svo mæta í dag, þar sem kjörstöðum yrði fjölgað enn frekar. Í Amsterdam er búið að koma upp sérstöðum kjörstöðum þar sem kjósendur geta greitt atkvæði án þess að yfirgefa bíl sinn. Sömuleiðis er búið að koma upp sérstökum kjörstöðum fyrir hjólafólk. Strangar sóttvarnareglur eru nú í gildi í landinu þar sem flestum verslunum hefur verið gert að loka og útgöngubann er í gildi á nóttunni. Rutte líklegastur þrátt fyrir hneykslismál Þrátt fyrir mikið hneykslismál sem upp kom fyrir um tveimur mánuðum og tengdist stjórn Rutte, benda skoðanakannanir til að íhaldsflokkur hans, VVD, muni bera sigur úr býtum í kosningunum. DW segir frá því að stór hluti Hollendinga séu ánægðir með viðbrögð stjórnar hans við heimsfaraldrinum. Þó hefur stjórn Rutte sætt nokkurri gagnrýni og verið sökuð um að hafa verið svifasein varðandi fjöldabólusetningar í landinu. Fari svo að flokkur Rutte nái flestum þingsætum í neðri deild þingsins, þar sem 150 þingmenn eiga sæti, er líklegast að honum muni takast að mynda samsteypustjórn. Takist það má líklegt vera að Rutte nái senn þeim áfanga að verða þaulsetnasti forsætisráðherrann í sögu landsins. Lilianne Ploumen, leiðtogi PvdA, Geert Wilders, leiðtofi Frelsisflokksins, og forsætisráðherrann Mark Rutte, leiðtogi Þjóðarflokksins fyrir frelsi og lýðræði, í kappræðum í sjónvarpssal um liðna helgi.EPA/SEM VAN DER WAL Wilders gagnrýnir útgöngubannið Kannanir benda jafnframt til þess að Frelsisflokkurinn, sem eru undir stjórn Geert Wilders og berst gegn straumi innflytjenda til landsins, muni áfram vera næststærsti flokkurinn á þingi. Wilders hefur harðlega gagnrýnt stefnu Rutte-stjórnarinnar þegar kemur að viðbrögðum við veirufaraldrinum og segir Hollendinga meðal annars hafa orðið fyrir gríðarmikilli frelsisskerðingu vegna útgöngubanns stjórnvalda. Allt síðan í janúar hefur Hollendingum verið meinað að fara út milli 21 á kvöldin og til 4:30 á morgnana. „Okkur er haldið föngnum heima að fyrirskipan Mark Rutte,“ hefur Wilders látið hafa eftir sér, en um tíma voru mikil fjöldamótmæli á götum Amsterdam og víðar vegna aðgerðanna. 37 flokkar bjóða fram Rúmlega 16 þúsund manns hafa látið lífið af völdum Covid-19 í Hollandi frá upphafi faraldursins, en íbúar landsins telja um 17 milljónir. Aldrei hafa fleiri flokkar áður boðið fram í hollenskum þingkosningum, en þeir eru 37 að þessu sinni. Tveir kristilegir hægriflokkar, CDA og Kristilega bandalagið, sem báðir eru samstarfsflokkar VVD, flokks Rutte, keppast um að verða þriðji stærsti flokkurinn á þingi. Líklegt má telja að Rutte muni aftur leita til þeirra flokka við myndun nýrrar stjórnar, nái VVD að tryggja sér flest atkvæði. Holland Tengdar fréttir Óeirðirnar endurspegli ekki hug almennings Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga vegna hertra kórónuveirutakmarkana séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. 26. janúar 2021 19:01 Verstu óeirðir í Hollandi í fjörutíu ár Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. Fjöldi mótmælenda hefur komið saman í hollenskum borgum til þess að mótmæla útgöngubanni sem yfirvöld hafa sett á til þess að reyna að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 26. janúar 2021 07:33 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Egill Þór er látinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Kosningarnar eru haldnar í skugga heimsfaraldurs og var því ákveðið að hafa kjörstaði opna í þrjá daga til að dreifa álaginu, takmarka umferð kjósenda hverju sinni og þannig draga úr hættu á smiti. Því var beint til kjósenda að þeir sem væru í áhættuhópum vegna veirunnar, sér í lagi fólk eldra en sjötíu ára, skyldu mæta á kjörstað fyrstu tvo daga þingkosninganna, það er á mánudag og svo í gær. Aðrir kjósendur skyldu svo mæta í dag, þar sem kjörstöðum yrði fjölgað enn frekar. Í Amsterdam er búið að koma upp sérstöðum kjörstöðum þar sem kjósendur geta greitt atkvæði án þess að yfirgefa bíl sinn. Sömuleiðis er búið að koma upp sérstökum kjörstöðum fyrir hjólafólk. Strangar sóttvarnareglur eru nú í gildi í landinu þar sem flestum verslunum hefur verið gert að loka og útgöngubann er í gildi á nóttunni. Rutte líklegastur þrátt fyrir hneykslismál Þrátt fyrir mikið hneykslismál sem upp kom fyrir um tveimur mánuðum og tengdist stjórn Rutte, benda skoðanakannanir til að íhaldsflokkur hans, VVD, muni bera sigur úr býtum í kosningunum. DW segir frá því að stór hluti Hollendinga séu ánægðir með viðbrögð stjórnar hans við heimsfaraldrinum. Þó hefur stjórn Rutte sætt nokkurri gagnrýni og verið sökuð um að hafa verið svifasein varðandi fjöldabólusetningar í landinu. Fari svo að flokkur Rutte nái flestum þingsætum í neðri deild þingsins, þar sem 150 þingmenn eiga sæti, er líklegast að honum muni takast að mynda samsteypustjórn. Takist það má líklegt vera að Rutte nái senn þeim áfanga að verða þaulsetnasti forsætisráðherrann í sögu landsins. Lilianne Ploumen, leiðtogi PvdA, Geert Wilders, leiðtofi Frelsisflokksins, og forsætisráðherrann Mark Rutte, leiðtogi Þjóðarflokksins fyrir frelsi og lýðræði, í kappræðum í sjónvarpssal um liðna helgi.EPA/SEM VAN DER WAL Wilders gagnrýnir útgöngubannið Kannanir benda jafnframt til þess að Frelsisflokkurinn, sem eru undir stjórn Geert Wilders og berst gegn straumi innflytjenda til landsins, muni áfram vera næststærsti flokkurinn á þingi. Wilders hefur harðlega gagnrýnt stefnu Rutte-stjórnarinnar þegar kemur að viðbrögðum við veirufaraldrinum og segir Hollendinga meðal annars hafa orðið fyrir gríðarmikilli frelsisskerðingu vegna útgöngubanns stjórnvalda. Allt síðan í janúar hefur Hollendingum verið meinað að fara út milli 21 á kvöldin og til 4:30 á morgnana. „Okkur er haldið föngnum heima að fyrirskipan Mark Rutte,“ hefur Wilders látið hafa eftir sér, en um tíma voru mikil fjöldamótmæli á götum Amsterdam og víðar vegna aðgerðanna. 37 flokkar bjóða fram Rúmlega 16 þúsund manns hafa látið lífið af völdum Covid-19 í Hollandi frá upphafi faraldursins, en íbúar landsins telja um 17 milljónir. Aldrei hafa fleiri flokkar áður boðið fram í hollenskum þingkosningum, en þeir eru 37 að þessu sinni. Tveir kristilegir hægriflokkar, CDA og Kristilega bandalagið, sem báðir eru samstarfsflokkar VVD, flokks Rutte, keppast um að verða þriðji stærsti flokkurinn á þingi. Líklegt má telja að Rutte muni aftur leita til þeirra flokka við myndun nýrrar stjórnar, nái VVD að tryggja sér flest atkvæði.
Holland Tengdar fréttir Óeirðirnar endurspegli ekki hug almennings Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga vegna hertra kórónuveirutakmarkana séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. 26. janúar 2021 19:01 Verstu óeirðir í Hollandi í fjörutíu ár Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. Fjöldi mótmælenda hefur komið saman í hollenskum borgum til þess að mótmæla útgöngubanni sem yfirvöld hafa sett á til þess að reyna að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 26. janúar 2021 07:33 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Egill Þór er látinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Óeirðirnar endurspegli ekki hug almennings Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga vegna hertra kórónuveirutakmarkana séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. 26. janúar 2021 19:01
Verstu óeirðir í Hollandi í fjörutíu ár Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. Fjöldi mótmælenda hefur komið saman í hollenskum borgum til þess að mótmæla útgöngubanni sem yfirvöld hafa sett á til þess að reyna að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 26. janúar 2021 07:33