Finna ekki dæmi um svindl á veitingastöðum þrátt fyrir niðurstöður rannsóknar Kjartan Kjartansson skrifar 22. mars 2021 07:00 Viðvarandi vandamál er að svindlað sé með fisktegundir í heiminum. Rannsókn sem var gerð árið 2016 leiddi í ljós að 40% veitingastaða buðu upp á fisk sem reyndist af annarri tegund en sagði á matseðli. Vísir/Getty Eftirlit með veitingastöðum í Reykjavíkur hefur ekki leitt í ljós svindl með fisktegundir sem virtist koma fram í rannsókn sem var gerð árið 2016. Sú rannsókn benti til þess að á Íslandi væri eitt hæsta hlutfall rangra merkinga á fiskmeti á veitingastöðum í Evrópu. Samantekt breska blaðsins The Guardian á svonefndu matvælafalsi með sjávarafurðir vakti athygli í vikunni. Blaðið tók saman niðurstöður 44 rannsókna sem gerðar hafa verið á sjávarfangi sem selt er á veitingastöðum, mörkuðum og uppboðum um allan heim. Niðurstaðan var að nærri því 40 prósent af um 9.000 vörum væru ekki rétt merkt. Þar er meðal annars rifjuð upp grein sem íslenskir rannsakendur áttu þátt í að skrifa um rangar merkingar á fiskmeti á veitingastöðum í Evrópu árið 2018. Guardian vísar til þeirrar greinar um að hæst hlutfall rangra merkinga á fisk, það er að segja að fisktegund væri seld sem önnur, hefði verið á Spáni, Íslandi, Finnlandi og Þýskalandi. Hvað Ísland varðaði voru sýni tekin á 22 veitingastöðum árið 2016. Af þeim leiddi DNA-rannsókn í ljós að 23 prósent sýnanna voru úr öðrum tegundum en gefið var upp. Fiskur hafi þannig verið seldur undir fölsku flaggi á 40 prósent staðanna. Jónas Rúnar Viðarsson, sviðsstjóri virðiskeðja matvæla hjá Matís, var einn höfunda þeirrar rannsóknar. Hann segir við Vísi að sambærileg skoðun hafi ekki farið fram frá því fyrir fimm árum. Rannsókn hans var hluti af evrópsku rannsóknarverkefni en eftir að það rann sitt skeið sé fjármagn til að sinna áframhaldandi skoðun ekki fyrir hendi. Heilbrigðiseftirlit um landið hafa almennt eftirlit með veitingahúsum. „Þau eru náttúrulega jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Það er aðallega heilbrigðiseftirlitið í Reykjavík sem hefur einhver tök á að gera eitthvað en það þarf líka að sinna mjög mörgum veitingastöðum. Svona rannsóknir eru dýrar,“ segir Jónas. Gerði athugasemdir við framkvæmd rannsóknarinnar Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri matvælaeftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir að mikil áhersla hafi verið lögð á að rekja uppruna matvæla undanfarin ár. Í Reykjavík hafi eftirlitsmenn meðal annars skoðað matseðla veitingastaða og hráefni í frystum og kælum. Eftirlitið gerir ekki DNA-rannsóknir eins og þær sem voru gerðar í rannsókninni frá 2016. „Ef við sjáum dýra fiska á matseðli og einhvern ódýrari fisk í kælum þá myndi það vekja upp grunsemdir hjá okkur en við sjáum ekki nein dæmi um þetta. Þessar niðurstöður fara ekki saman við okkar reynslu,“ segir Óskar. Hann setur spurningarmerki við framkvæmd rannsóknarinnar á Íslandi, þá sérstaklega samanburðinn á tegundunum. Ræddi hann við aðstandendur rannsóknarinnar hjá Matís á sínum tíma og lýsti efasemdum sínum um að hún gæfi raunsæja mynd af ástandinu. Þá óskaði Óskar eftir upplýsingum um hvaða staðir hefðu borið fram aðrar tegundir en þeir auglýstu en var synjað um þær. Jónas hjá Matís sagði Vísi að upplýsingar um staðina hefðu ekki verið gefnar út vegna þess að ekki hafi verið um eftirlit að ræða heldur vísindalega rannsókn. Frekar klaufaskapur en svindl Efasemdir Óskars beinast aðallega að því hvað rannsakendurnir miðuðu við sem auglýsta tegund hjá veitingastöðunum. Hann nefnir sem dæmi að í rannsókninni hafi verið vísað til svindls með túnfisktegundir. Heilbrigðiseftirlitið hafi aftur á móti ekki fundið nein dæmi um að talað væri um ákveðnar tegundir túnfisks á veitingastöðum í borginni. „Spurningin er síðan hvernig gengu menn á eftir upplýsingum um hvaða túnfisktegundir væru notaðar? Voru menn að reyna að fá fram upplýsingar sem voru ekki inni á matseðli fyrirtækisins? Hvernig var spurt?“ spyr Óskar. Mikilvægt sé að neytendur fái greinargóðar upplýsingar um hvað sé boðið upp á og starfsfólk veitingahúsa ætti ekki að búa til hluti ef það kann ekki skil á matseðlinum. Í huga Óskars er slíkt þó ekki dæmi um matvælasvindl heldur frekar klaufaskap. Þannig séu dæmi um að veitingastaðir hafi auglýst ódýrari fisktegund sem fisk dagsins en borið fram dýrari tegund. „Yfirleitt tengist svona matvælasvindli að menn vilji græða meira. Það gera menn ekki með því að selja dýrari fisk sem ódýrari fisk,“ segir hann. Meira svindlað með ákveðin matvæli en önnur Matvælafals er engu að síður viðvarandi vandamál í heiminum. Jónas hjá Matís segir að í rannsóknum sem hafa verið gerðar sé svonefnt tegundasvindl á fiski gegnumgangandi á bilinu tuttugu til fjörutíu prósent. Algengast sé að svindlað sé með túnfisktegundir þar sem mikill verðmunur sé á milli tegunda. Einnig séu dæmi um að eldislax sé seldur sem villtur lax. Svindlað sé meira með ákveðin matvæli en önnur. Fiskur er yfirleitt þar á topp tíu lista ásamt ólífuolíu, hunangi, saffrani, ýmis konar ávöxtum, djús, kaffi, eplasöfum og tei. „Það vilja allir selja extra virgin ólífuolíu en mikið af þessu er bara einhver sólblómaolía eða eitthvað,“ segir Jónas. Dýrari rannsóknir eftir kjötbökumálið Matís býður upp á DNA-greiningu á sýnum en Jónas segir þá þjónustu ekki mikið notaða vegna kostnaðar. Eitthvað hafi verið um það fyrst eftir að hrossakjötshneykslið kom upp þar sem unnar kjötvörur eins og lasagna reyndust innihalda hrossakjöt í Evrópu árið 2013. „Almennt fáum við mjög lítið af sýnum til að greina hérna. Við fylgjumst nokkuð vel með þessu og ef það hefði verið einhver svona rannsókn hefðum við örugglega heyrt af því. Við höfum ekki verið að gera neitt svona meira eftir að þessu verkefni lauk,“ segir Jónas. Eitt þeirra mála sem komu upp í kjölfar hrossakjötshneykslisins endaði fyrir íslenskum dómstólum. Í því tilfelli reyndist ekkert kjöt að finna í kjötböku frá fyrirtæki sem þá hét Gæðakokkar. Fyrirtækið var sýknað af ákæru um að hafa brotið lög um matvæli og var á endanum dæmdar skaðabætur frá Matvælastofnun vegna málsins. Dómarar töldu það annmarka að aðeins eitt sýni hefði legið til grundvallar ákærunni. „Hér eftir ef á að fara í svona mál þarf að vera með fleiri en eitt sýni og þau þurfa að koma úr fleiri en einni framleiðslulotu,“ segir Jónas. Rannsóknir sem þessar hafi alltaf verið dýrar en það að það þurfi mörg sýni til þess að fara í mál við framleiðendur auki kostnaðinn enn. Matvælaframleiðsla Sjávarútvegur Sjávarréttir Veitingastaðir Neytendur Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Samantekt breska blaðsins The Guardian á svonefndu matvælafalsi með sjávarafurðir vakti athygli í vikunni. Blaðið tók saman niðurstöður 44 rannsókna sem gerðar hafa verið á sjávarfangi sem selt er á veitingastöðum, mörkuðum og uppboðum um allan heim. Niðurstaðan var að nærri því 40 prósent af um 9.000 vörum væru ekki rétt merkt. Þar er meðal annars rifjuð upp grein sem íslenskir rannsakendur áttu þátt í að skrifa um rangar merkingar á fiskmeti á veitingastöðum í Evrópu árið 2018. Guardian vísar til þeirrar greinar um að hæst hlutfall rangra merkinga á fisk, það er að segja að fisktegund væri seld sem önnur, hefði verið á Spáni, Íslandi, Finnlandi og Þýskalandi. Hvað Ísland varðaði voru sýni tekin á 22 veitingastöðum árið 2016. Af þeim leiddi DNA-rannsókn í ljós að 23 prósent sýnanna voru úr öðrum tegundum en gefið var upp. Fiskur hafi þannig verið seldur undir fölsku flaggi á 40 prósent staðanna. Jónas Rúnar Viðarsson, sviðsstjóri virðiskeðja matvæla hjá Matís, var einn höfunda þeirrar rannsóknar. Hann segir við Vísi að sambærileg skoðun hafi ekki farið fram frá því fyrir fimm árum. Rannsókn hans var hluti af evrópsku rannsóknarverkefni en eftir að það rann sitt skeið sé fjármagn til að sinna áframhaldandi skoðun ekki fyrir hendi. Heilbrigðiseftirlit um landið hafa almennt eftirlit með veitingahúsum. „Þau eru náttúrulega jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Það er aðallega heilbrigðiseftirlitið í Reykjavík sem hefur einhver tök á að gera eitthvað en það þarf líka að sinna mjög mörgum veitingastöðum. Svona rannsóknir eru dýrar,“ segir Jónas. Gerði athugasemdir við framkvæmd rannsóknarinnar Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri matvælaeftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir að mikil áhersla hafi verið lögð á að rekja uppruna matvæla undanfarin ár. Í Reykjavík hafi eftirlitsmenn meðal annars skoðað matseðla veitingastaða og hráefni í frystum og kælum. Eftirlitið gerir ekki DNA-rannsóknir eins og þær sem voru gerðar í rannsókninni frá 2016. „Ef við sjáum dýra fiska á matseðli og einhvern ódýrari fisk í kælum þá myndi það vekja upp grunsemdir hjá okkur en við sjáum ekki nein dæmi um þetta. Þessar niðurstöður fara ekki saman við okkar reynslu,“ segir Óskar. Hann setur spurningarmerki við framkvæmd rannsóknarinnar á Íslandi, þá sérstaklega samanburðinn á tegundunum. Ræddi hann við aðstandendur rannsóknarinnar hjá Matís á sínum tíma og lýsti efasemdum sínum um að hún gæfi raunsæja mynd af ástandinu. Þá óskaði Óskar eftir upplýsingum um hvaða staðir hefðu borið fram aðrar tegundir en þeir auglýstu en var synjað um þær. Jónas hjá Matís sagði Vísi að upplýsingar um staðina hefðu ekki verið gefnar út vegna þess að ekki hafi verið um eftirlit að ræða heldur vísindalega rannsókn. Frekar klaufaskapur en svindl Efasemdir Óskars beinast aðallega að því hvað rannsakendurnir miðuðu við sem auglýsta tegund hjá veitingastöðunum. Hann nefnir sem dæmi að í rannsókninni hafi verið vísað til svindls með túnfisktegundir. Heilbrigðiseftirlitið hafi aftur á móti ekki fundið nein dæmi um að talað væri um ákveðnar tegundir túnfisks á veitingastöðum í borginni. „Spurningin er síðan hvernig gengu menn á eftir upplýsingum um hvaða túnfisktegundir væru notaðar? Voru menn að reyna að fá fram upplýsingar sem voru ekki inni á matseðli fyrirtækisins? Hvernig var spurt?“ spyr Óskar. Mikilvægt sé að neytendur fái greinargóðar upplýsingar um hvað sé boðið upp á og starfsfólk veitingahúsa ætti ekki að búa til hluti ef það kann ekki skil á matseðlinum. Í huga Óskars er slíkt þó ekki dæmi um matvælasvindl heldur frekar klaufaskap. Þannig séu dæmi um að veitingastaðir hafi auglýst ódýrari fisktegund sem fisk dagsins en borið fram dýrari tegund. „Yfirleitt tengist svona matvælasvindli að menn vilji græða meira. Það gera menn ekki með því að selja dýrari fisk sem ódýrari fisk,“ segir hann. Meira svindlað með ákveðin matvæli en önnur Matvælafals er engu að síður viðvarandi vandamál í heiminum. Jónas hjá Matís segir að í rannsóknum sem hafa verið gerðar sé svonefnt tegundasvindl á fiski gegnumgangandi á bilinu tuttugu til fjörutíu prósent. Algengast sé að svindlað sé með túnfisktegundir þar sem mikill verðmunur sé á milli tegunda. Einnig séu dæmi um að eldislax sé seldur sem villtur lax. Svindlað sé meira með ákveðin matvæli en önnur. Fiskur er yfirleitt þar á topp tíu lista ásamt ólífuolíu, hunangi, saffrani, ýmis konar ávöxtum, djús, kaffi, eplasöfum og tei. „Það vilja allir selja extra virgin ólífuolíu en mikið af þessu er bara einhver sólblómaolía eða eitthvað,“ segir Jónas. Dýrari rannsóknir eftir kjötbökumálið Matís býður upp á DNA-greiningu á sýnum en Jónas segir þá þjónustu ekki mikið notaða vegna kostnaðar. Eitthvað hafi verið um það fyrst eftir að hrossakjötshneykslið kom upp þar sem unnar kjötvörur eins og lasagna reyndust innihalda hrossakjöt í Evrópu árið 2013. „Almennt fáum við mjög lítið af sýnum til að greina hérna. Við fylgjumst nokkuð vel með þessu og ef það hefði verið einhver svona rannsókn hefðum við örugglega heyrt af því. Við höfum ekki verið að gera neitt svona meira eftir að þessu verkefni lauk,“ segir Jónas. Eitt þeirra mála sem komu upp í kjölfar hrossakjötshneykslisins endaði fyrir íslenskum dómstólum. Í því tilfelli reyndist ekkert kjöt að finna í kjötböku frá fyrirtæki sem þá hét Gæðakokkar. Fyrirtækið var sýknað af ákæru um að hafa brotið lög um matvæli og var á endanum dæmdar skaðabætur frá Matvælastofnun vegna málsins. Dómarar töldu það annmarka að aðeins eitt sýni hefði legið til grundvallar ákærunni. „Hér eftir ef á að fara í svona mál þarf að vera með fleiri en eitt sýni og þau þurfa að koma úr fleiri en einni framleiðslulotu,“ segir Jónas. Rannsóknir sem þessar hafi alltaf verið dýrar en það að það þurfi mörg sýni til þess að fara í mál við framleiðendur auki kostnaðinn enn.
Matvælaframleiðsla Sjávarútvegur Sjávarréttir Veitingastaðir Neytendur Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira