Var nauðgað á unglingsárunum þegar hún vann hjá Disney Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2021 16:23 Söngkonan Demi Lovato Getty/Focus on Sport Söngkonan Demi Lovato segir að sér hafi verið nauðgað þegar hún var fimmtán ára gömul. Þá hafi hún verið að vinna hjá Disney og þekkti hún manninn. Þetta segir Lovato í heimildarmyndinni Dance With the Devil sem frumsýnd var vestanhafs í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta sinn sem hún tjáir sig opinberlega um nauðgunina. „Ég missti meydóminn í nauðgun. Ég reyndi að hringja í þá manneskju mánuði síðar og taka stjórnina en það eina sem gerðist var að mér leið bara verr,“ sagði Lovato, samkvæmt frétt Sky News. Hún segist hafa sannfært sjálfa sig um að nauðgunin hefði verið henni að kenna. Lovato opinberaði ekki hver viðkomandi væri en sagðist hafa átt í sambandi við hann á þessum tíma og að hún hafi ítrekað þurft að hitta hann í kjölfarið. Þá segir Lovato að aftur hafi verið brotið á henni mörgum árum seinna. Sjá einnig: Missti sjónina tímabundið eftir of stóran skammt 2018 Lovato hefur glímt við átröskun, tvíhverfu og fíknivandamál á undanförnum árum en þegar fyrsta stikla heimildarþáttanna var gefin út í síðasta mánuði kom fram að Lovato hefði verið nærri dauða en lífi þegar hún tók of stóran skammt af fíkniefnum árið 2018. Síðan þá hefur hún fengið þrjú heilablóðföll, hjartaáfall og heilaskaða. Í myndinni sjálfri segir hún að fíkniefnasali sinn hafi nauðgað sér og skilið sig eftir nær dauða en lífi, eftir að hún tók þennan of stóra skammt á heimili sínu í Los Angeles. Sjá einnig: Fíkniefnasali Demi Lovato tjáir sig - „Vissi alveg hvað hún var að taka inn“ Hún segir báðar árásirnar hafa reynst sér erfiðar og hún hafi kennt sjálfri sér um þær. Það og kristin trú hennar hafi gert henni erfitt að takast á við það að fyrri nauðgunin hefði í raun verið nauðgun. Eftir þá nauðgun byrjaði hún að þjást af átröskun. Sem barn lék Lovato í þáttunum Barney and Friends. Hún varð svo enn þekktari sem unglingur á Disney-sjónvarpsstöðinni þar sem hún lék meðal annars í Camp Rock-myndunum sem nutu gríðarlega vinsælda. Lovato sneri síðan meira að tónlistinni og hefur gefið út sex plötur. Hún hefur einnig verið dómari í X-Factor-þáttunum í Bandaríkjunum. Í frétt TMZ segir að fyrri nauðgunin sem Lovato sagði frá hafi átt sér stað um það leyti sem hún vann við tökur á Camp Rock myndunum og þáttunum Sonny With a Chance. Dance With the Devil verður birt á Youtube þann 23. mars. Disney Kynferðisofbeldi Hollywood Fíkn Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fleiri fréttir Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Sjá meira
Þetta segir Lovato í heimildarmyndinni Dance With the Devil sem frumsýnd var vestanhafs í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta sinn sem hún tjáir sig opinberlega um nauðgunina. „Ég missti meydóminn í nauðgun. Ég reyndi að hringja í þá manneskju mánuði síðar og taka stjórnina en það eina sem gerðist var að mér leið bara verr,“ sagði Lovato, samkvæmt frétt Sky News. Hún segist hafa sannfært sjálfa sig um að nauðgunin hefði verið henni að kenna. Lovato opinberaði ekki hver viðkomandi væri en sagðist hafa átt í sambandi við hann á þessum tíma og að hún hafi ítrekað þurft að hitta hann í kjölfarið. Þá segir Lovato að aftur hafi verið brotið á henni mörgum árum seinna. Sjá einnig: Missti sjónina tímabundið eftir of stóran skammt 2018 Lovato hefur glímt við átröskun, tvíhverfu og fíknivandamál á undanförnum árum en þegar fyrsta stikla heimildarþáttanna var gefin út í síðasta mánuði kom fram að Lovato hefði verið nærri dauða en lífi þegar hún tók of stóran skammt af fíkniefnum árið 2018. Síðan þá hefur hún fengið þrjú heilablóðföll, hjartaáfall og heilaskaða. Í myndinni sjálfri segir hún að fíkniefnasali sinn hafi nauðgað sér og skilið sig eftir nær dauða en lífi, eftir að hún tók þennan of stóra skammt á heimili sínu í Los Angeles. Sjá einnig: Fíkniefnasali Demi Lovato tjáir sig - „Vissi alveg hvað hún var að taka inn“ Hún segir báðar árásirnar hafa reynst sér erfiðar og hún hafi kennt sjálfri sér um þær. Það og kristin trú hennar hafi gert henni erfitt að takast á við það að fyrri nauðgunin hefði í raun verið nauðgun. Eftir þá nauðgun byrjaði hún að þjást af átröskun. Sem barn lék Lovato í þáttunum Barney and Friends. Hún varð svo enn þekktari sem unglingur á Disney-sjónvarpsstöðinni þar sem hún lék meðal annars í Camp Rock-myndunum sem nutu gríðarlega vinsælda. Lovato sneri síðan meira að tónlistinni og hefur gefið út sex plötur. Hún hefur einnig verið dómari í X-Factor-þáttunum í Bandaríkjunum. Í frétt TMZ segir að fyrri nauðgunin sem Lovato sagði frá hafi átt sér stað um það leyti sem hún vann við tökur á Camp Rock myndunum og þáttunum Sonny With a Chance. Dance With the Devil verður birt á Youtube þann 23. mars.
Disney Kynferðisofbeldi Hollywood Fíkn Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fleiri fréttir Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Sjá meira