Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Afturelding 23-26 | Öflugur sigur gestanna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. mars 2021 21:14 Afturelding - Selfoss Olís deild hsí íslandsmót karla, sumar 2020 Atli Ævar og félagar unnu góðan sigur í kvöld.vísir/hulda Gunnar og lærisveinar sóttu góðan sigur á Selfoss.vísir/hulda margrét Halldór Jóhann ræðir við Jónas Elíasson dómara.vísir/hulda margrét Selfoss tapaði á heimavelli gegn Aftureldingu í Olís deild karla í handboltaí kvöld en þetta var fyrsti leikur liðanna eftir landsleikjahlé. Niðurstaðan 23-26 og gestirnir fara með tvö stig yfir Hellisheiðina. Selfyssingar áttu í miklu basli í upphafi leiks og skoruðu ekki nema tvö mörk fyrstu 12 mínútur leiksins. Gestirnir voru mun ákveðnari og komust fljótt í fjögurra marka forskot, 2-6. Selfyssingar vöknuðu loksins til lífsins og hægt og bítandi minnkuðu þeir muninn. Þegar 17 mínútur voru liðnar var munurinn kominn niður í eitt mark. Selfyssingar áttu þó erfitt með að jafna leikinn og Afturelding hélt forystunni lengi. Á 24. mínútu náðu heimamenn loksins að jafna í stöðuna 11-11, en þá fór Hannes Höskuldsson í hraðaupphlaup sem hann skoraði úr. Hannes lenti þó illa þegar hann skoraði og var studdur af velli af sjúkraþjálfara liðsins. Staðan var 13-12 Selfyssingum í vil þegar stutt var til hálfleiks, en það voru gestirnir sem skoruðu seinustu tvö mörkin í hálfleiknum og gengu því liðin til búningsherbergja þegar staðan var 13-14. Mikið jafnræði var með liðunum fyrstu tíu mínútur seinni hálfleiksins og liðin skiptust á að skora. Þegar rúmar 17 mínútur voru eftir klikkaði Hergeir Grímsson á vítakasti og Afturelding náði þriggja marka forskoti í kjölfarið. Selfyssingar virtust nokkuð hægir á sér allan leikinn og þrátt fyrir nokkur góð færi til að koma sér aftur inn í leikinn gekk það aldrei upp. Brynjar Vignir Sigurjónsson kom inn á í hálfleik í mark gestanna og átti stóran þátt í því að Selfyssingar náðu ekki að brúa bilið. Þegar um tíu mínútur voru til leiksloka var staðan orðin 20-25 fyrir Aftureldingu, en gestunum tókst ekki að skora mark fyrr en á lokasekúndu leiksins. Selfyssingar náðu þó ekki að nýta sér þessa markaþurrð gestanna og niðurstaðan því 23-26, Aftureldingu í vil. Af hverju vann Afturelding? Gestirnir virtust tilbúnari í leik kvöldsins. Selfyssingar voru oft sjálfum sér verstir og virtust vera í handbremsu allan leikinn eins og þjálfari þeirra orðaði það. Gestirnir voru heilt yfir betri og góð innkoma Brynjars Vignis átti stóran þátt í sigrinum. Hverjir stóðu upp úr? Brynjar Vignir átti frábæra innkomu í mark gestanna og tók mikilvægar vörslur í seinni hálfleik. Samkvæmt mínum tölum var hann með um 40% markvörslu. Begvin Þór og Þorsteinn Gauti áttu flottan leik í sókn gestanna og skoruðu sjö mörk hvor. Vilius Rasimas reyndi hvað hann gat til að halda sínum mönnum í leiknum og varði 18 bolta. Hvað gekk illa? Selfyssingar náðu sér aldrei almennilega á strik og virtust þreyttir. Sóknarleikur þeirra var oft á tíðum hugmyndasnauður og þeir náðu ekki að nýta tækifærin sem þeir fengu til að koma sér aftur inn í leikinn. Hvað gerist næst? Afturelding fær Gróttu í heimsókn á sunnudaginn. Þar má búast við hörkuleik þar sem Grótta hefur verið að gera sig líklega til að banka á úrslitakeppnisdyrnar. Selfyssingar fara í Hafnarfjörðinn þar sem þeir heimsækja FH á sunnudaginn. FH er í öðru sæti deildarinnar, en Selfoss þarf á sigri að halda ef þeir ætla ekki að falla úr lestinni í baráttunni um heimaleikjarétt. Gunnar Magnússon: Það er miklu meira en sætt að vinna þennan sigur „Ég er náttúrulega bara hrikalega ánægður með þetta, og ánægður með drengina í kvöld,“ sagði Gunnar eftir sigurinn. „Við vorum frábærir í fyrri hálfleik, bæði í vörn og sókn. Svo í seinni hálfleik var vörnin góð allan tíman og hélt vel.“ Brynjar Vignir Sigurjónsson átti frábæra innkomu í mark gestana í seinni hálfleik og átti stóran þátt í sigrinum. „Við fáum þarna inn enn einn 18 ára guttann. Hann lokar bara og kemur með mikilvægar vörslur í seinni hálfleik sem hjálpar okkur að landa þessu. Ég er bara ótrúlega ánægður með þriggja marka sigur.“ Gunnar hélt svo áfram að hrósa markmanninum unga, ásamt liðinu öllu. „Þetta var það sem við þurftum í seinni hálfleik. Hann kom með mikilvægar vörslur og vörnin var góð að sama skapi. Þeir reyndu sjö á sex en við náðum að halda Selfossi í 23 mörkum sem er frábært. Sóknarlega vorum við orðnir þreyttir síðustu tíu, en við náðum að landa þessu og ég er ótrúlega ánægður með það.“ Afturelding hafði tapað þrem af seinustu fjórum fyrir leikin í kvöld og því um mikilvæg tvö stig að ræða í mjög jafnri deild. „Það er miklu meira en sætt að vinna þennan sigur. Þetta er bara stórkostlegt. Vinnusemin í strákunum og hvernig við framkvæmdum þetta inni á vellinum. Þetta var ótrúlega góður leikur og ég er bara stoltur af þeim. Þetta eru hrikalega mikilvæg tvö stig.“ Afturelding fær Gróttu í heimsókn næsta sunnudag og eftir smá pásu frá Olísdeildinni veit Gunnar nákvæmlega hversu mikilvægt það er að undirbúa sig vel þegar svona stutt er á milli leikja. „Nú eru þetta bara tveir leikir á viku og nú er bara hausinn undir hendurnar og einn dag í einu. Það er stutt í næsta leik og þetta er bara sama sagan, þetta eru allt úrslitaleikir og Grótta verða erfiðir á sunnudaginn. Halldór Jóhann: „Við byrjum illa en komum okkur svi inn í leikinn og höfðum möguleika á að komast í tveggja marka forksot fyrir hálfleikinn en í staðin fara þeir með eins marks forystu í hléið,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari Selfoss eftir tapið í kvöld. „Við erum í handbremsu eiginlega allan leikinn og eru ekki að nýta okkur þau klókindi sem við höfum haft í síðustu leikjum.“ Halldór Jóhann var virkilega svekktur og hélt áfram að telja upp vandræði sinna manna. „Við erum í svakalegri handbremsu upp völlinn og það er eins og við sjáum enga möguleika. Ef við hefðum nýtt þá möguleika sem voru í boði þá hefðum við getað skorað sex til sjö mörk í viðbót þannig að þetta er blóðugt.“ Það voru þó ekki bara neikvæðir hlutir sem Halldór tók úr þessum leik. „Vilius var frábær. Hann var með 50% vörslu í seinni hálfleik og við getum svo sem ekkert kvartað yfir varnarleiknum. Við fáum á okkur tvö mörk yfir allan völlinn þegar við förum í sjö á sex en við köstum allt of mikið af boltum frá okkur á tímabili. Þeir ná góðum kafla á okkur í seinni hálfleik þar sem þeir ná fjórum eða fimm mörkum og það er erfitt að brúa það. Sérstaklega þegar við erum ekki að gera einföldu hlutina vel.“ Halldór vildi ekki koma með neinar afsakanir þrátt fyrir að það vanti leikmenn í hópinn. „Það eru engar afsakanir þó að það vanti í hópinn. Stundum eru bara svona leikir og það eru margir sem að fundu sig kannski ekki nógu vel. Við nýttum pásuna vel og menn fengu góða hvíld og svo æfðum við vel eftir það. Mér fannst við bara ekki ná saman í dag.“ „Við erum búnir að vera flottir í seinustu þrem leikjum, líka á móti KA þó að við höfum verið klaufar að spila það frá okkur. Í dag var bara allt of mikið sem vantaði upp á til að vinna Aftureldingu. Þeir voru bara klókari en við og spiluðu fínan leik. Þeir bara nýttu sér miklu betur einföldu hlutina en við og það er það sem skilar þeim þessum sigri.“ Hannes Höskuldsson, hornamaður Selfoss, þurfti að fara af velli eftir að hann lenti illa í hraðaupphlaupi. „Það eru í rauninni engar fréttir. Jóndi kíkir á hann og þetta leit kannski betur út en á horfðist. Maður veit aldrei fyrr en að hann er búinn að fara í myndatöku. Þetta fer nú að verða bara ansi þreytt að missa menn í raun og veru út af engu. Hann bara lenti illa og við veðrum bara að sjá hvað kemur út úr því.“ Olís-deild karla UMF Selfoss Afturelding Tengdar fréttir Gunnar: Það er miklu meira en sætt að vinna þennan sigur Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar var að vonum sáttur eftir þriggja marka sigur gegn Selfossi í Hleðsluhöllinni í kvöld. Lökatölur 23-26 eftir að hans menn höfðu leitt nánast allan leikinn. 17. mars 2021 21:46
Atli Ævar og félagar unnu góðan sigur í kvöld.vísir/hulda Gunnar og lærisveinar sóttu góðan sigur á Selfoss.vísir/hulda margrét Halldór Jóhann ræðir við Jónas Elíasson dómara.vísir/hulda margrét Selfoss tapaði á heimavelli gegn Aftureldingu í Olís deild karla í handboltaí kvöld en þetta var fyrsti leikur liðanna eftir landsleikjahlé. Niðurstaðan 23-26 og gestirnir fara með tvö stig yfir Hellisheiðina. Selfyssingar áttu í miklu basli í upphafi leiks og skoruðu ekki nema tvö mörk fyrstu 12 mínútur leiksins. Gestirnir voru mun ákveðnari og komust fljótt í fjögurra marka forskot, 2-6. Selfyssingar vöknuðu loksins til lífsins og hægt og bítandi minnkuðu þeir muninn. Þegar 17 mínútur voru liðnar var munurinn kominn niður í eitt mark. Selfyssingar áttu þó erfitt með að jafna leikinn og Afturelding hélt forystunni lengi. Á 24. mínútu náðu heimamenn loksins að jafna í stöðuna 11-11, en þá fór Hannes Höskuldsson í hraðaupphlaup sem hann skoraði úr. Hannes lenti þó illa þegar hann skoraði og var studdur af velli af sjúkraþjálfara liðsins. Staðan var 13-12 Selfyssingum í vil þegar stutt var til hálfleiks, en það voru gestirnir sem skoruðu seinustu tvö mörkin í hálfleiknum og gengu því liðin til búningsherbergja þegar staðan var 13-14. Mikið jafnræði var með liðunum fyrstu tíu mínútur seinni hálfleiksins og liðin skiptust á að skora. Þegar rúmar 17 mínútur voru eftir klikkaði Hergeir Grímsson á vítakasti og Afturelding náði þriggja marka forskoti í kjölfarið. Selfyssingar virtust nokkuð hægir á sér allan leikinn og þrátt fyrir nokkur góð færi til að koma sér aftur inn í leikinn gekk það aldrei upp. Brynjar Vignir Sigurjónsson kom inn á í hálfleik í mark gestanna og átti stóran þátt í því að Selfyssingar náðu ekki að brúa bilið. Þegar um tíu mínútur voru til leiksloka var staðan orðin 20-25 fyrir Aftureldingu, en gestunum tókst ekki að skora mark fyrr en á lokasekúndu leiksins. Selfyssingar náðu þó ekki að nýta sér þessa markaþurrð gestanna og niðurstaðan því 23-26, Aftureldingu í vil. Af hverju vann Afturelding? Gestirnir virtust tilbúnari í leik kvöldsins. Selfyssingar voru oft sjálfum sér verstir og virtust vera í handbremsu allan leikinn eins og þjálfari þeirra orðaði það. Gestirnir voru heilt yfir betri og góð innkoma Brynjars Vignis átti stóran þátt í sigrinum. Hverjir stóðu upp úr? Brynjar Vignir átti frábæra innkomu í mark gestanna og tók mikilvægar vörslur í seinni hálfleik. Samkvæmt mínum tölum var hann með um 40% markvörslu. Begvin Þór og Þorsteinn Gauti áttu flottan leik í sókn gestanna og skoruðu sjö mörk hvor. Vilius Rasimas reyndi hvað hann gat til að halda sínum mönnum í leiknum og varði 18 bolta. Hvað gekk illa? Selfyssingar náðu sér aldrei almennilega á strik og virtust þreyttir. Sóknarleikur þeirra var oft á tíðum hugmyndasnauður og þeir náðu ekki að nýta tækifærin sem þeir fengu til að koma sér aftur inn í leikinn. Hvað gerist næst? Afturelding fær Gróttu í heimsókn á sunnudaginn. Þar má búast við hörkuleik þar sem Grótta hefur verið að gera sig líklega til að banka á úrslitakeppnisdyrnar. Selfyssingar fara í Hafnarfjörðinn þar sem þeir heimsækja FH á sunnudaginn. FH er í öðru sæti deildarinnar, en Selfoss þarf á sigri að halda ef þeir ætla ekki að falla úr lestinni í baráttunni um heimaleikjarétt. Gunnar Magnússon: Það er miklu meira en sætt að vinna þennan sigur „Ég er náttúrulega bara hrikalega ánægður með þetta, og ánægður með drengina í kvöld,“ sagði Gunnar eftir sigurinn. „Við vorum frábærir í fyrri hálfleik, bæði í vörn og sókn. Svo í seinni hálfleik var vörnin góð allan tíman og hélt vel.“ Brynjar Vignir Sigurjónsson átti frábæra innkomu í mark gestana í seinni hálfleik og átti stóran þátt í sigrinum. „Við fáum þarna inn enn einn 18 ára guttann. Hann lokar bara og kemur með mikilvægar vörslur í seinni hálfleik sem hjálpar okkur að landa þessu. Ég er bara ótrúlega ánægður með þriggja marka sigur.“ Gunnar hélt svo áfram að hrósa markmanninum unga, ásamt liðinu öllu. „Þetta var það sem við þurftum í seinni hálfleik. Hann kom með mikilvægar vörslur og vörnin var góð að sama skapi. Þeir reyndu sjö á sex en við náðum að halda Selfossi í 23 mörkum sem er frábært. Sóknarlega vorum við orðnir þreyttir síðustu tíu, en við náðum að landa þessu og ég er ótrúlega ánægður með það.“ Afturelding hafði tapað þrem af seinustu fjórum fyrir leikin í kvöld og því um mikilvæg tvö stig að ræða í mjög jafnri deild. „Það er miklu meira en sætt að vinna þennan sigur. Þetta er bara stórkostlegt. Vinnusemin í strákunum og hvernig við framkvæmdum þetta inni á vellinum. Þetta var ótrúlega góður leikur og ég er bara stoltur af þeim. Þetta eru hrikalega mikilvæg tvö stig.“ Afturelding fær Gróttu í heimsókn næsta sunnudag og eftir smá pásu frá Olísdeildinni veit Gunnar nákvæmlega hversu mikilvægt það er að undirbúa sig vel þegar svona stutt er á milli leikja. „Nú eru þetta bara tveir leikir á viku og nú er bara hausinn undir hendurnar og einn dag í einu. Það er stutt í næsta leik og þetta er bara sama sagan, þetta eru allt úrslitaleikir og Grótta verða erfiðir á sunnudaginn. Halldór Jóhann: „Við byrjum illa en komum okkur svi inn í leikinn og höfðum möguleika á að komast í tveggja marka forksot fyrir hálfleikinn en í staðin fara þeir með eins marks forystu í hléið,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari Selfoss eftir tapið í kvöld. „Við erum í handbremsu eiginlega allan leikinn og eru ekki að nýta okkur þau klókindi sem við höfum haft í síðustu leikjum.“ Halldór Jóhann var virkilega svekktur og hélt áfram að telja upp vandræði sinna manna. „Við erum í svakalegri handbremsu upp völlinn og það er eins og við sjáum enga möguleika. Ef við hefðum nýtt þá möguleika sem voru í boði þá hefðum við getað skorað sex til sjö mörk í viðbót þannig að þetta er blóðugt.“ Það voru þó ekki bara neikvæðir hlutir sem Halldór tók úr þessum leik. „Vilius var frábær. Hann var með 50% vörslu í seinni hálfleik og við getum svo sem ekkert kvartað yfir varnarleiknum. Við fáum á okkur tvö mörk yfir allan völlinn þegar við förum í sjö á sex en við köstum allt of mikið af boltum frá okkur á tímabili. Þeir ná góðum kafla á okkur í seinni hálfleik þar sem þeir ná fjórum eða fimm mörkum og það er erfitt að brúa það. Sérstaklega þegar við erum ekki að gera einföldu hlutina vel.“ Halldór vildi ekki koma með neinar afsakanir þrátt fyrir að það vanti leikmenn í hópinn. „Það eru engar afsakanir þó að það vanti í hópinn. Stundum eru bara svona leikir og það eru margir sem að fundu sig kannski ekki nógu vel. Við nýttum pásuna vel og menn fengu góða hvíld og svo æfðum við vel eftir það. Mér fannst við bara ekki ná saman í dag.“ „Við erum búnir að vera flottir í seinustu þrem leikjum, líka á móti KA þó að við höfum verið klaufar að spila það frá okkur. Í dag var bara allt of mikið sem vantaði upp á til að vinna Aftureldingu. Þeir voru bara klókari en við og spiluðu fínan leik. Þeir bara nýttu sér miklu betur einföldu hlutina en við og það er það sem skilar þeim þessum sigri.“ Hannes Höskuldsson, hornamaður Selfoss, þurfti að fara af velli eftir að hann lenti illa í hraðaupphlaupi. „Það eru í rauninni engar fréttir. Jóndi kíkir á hann og þetta leit kannski betur út en á horfðist. Maður veit aldrei fyrr en að hann er búinn að fara í myndatöku. Þetta fer nú að verða bara ansi þreytt að missa menn í raun og veru út af engu. Hann bara lenti illa og við veðrum bara að sjá hvað kemur út úr því.“
Olís-deild karla UMF Selfoss Afturelding Tengdar fréttir Gunnar: Það er miklu meira en sætt að vinna þennan sigur Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar var að vonum sáttur eftir þriggja marka sigur gegn Selfossi í Hleðsluhöllinni í kvöld. Lökatölur 23-26 eftir að hans menn höfðu leitt nánast allan leikinn. 17. mars 2021 21:46
Gunnar: Það er miklu meira en sætt að vinna þennan sigur Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar var að vonum sáttur eftir þriggja marka sigur gegn Selfossi í Hleðsluhöllinni í kvöld. Lökatölur 23-26 eftir að hans menn höfðu leitt nánast allan leikinn. 17. mars 2021 21:46
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti