Sjáðu fyrstu mörk Stefáns Rafns fyrir Hauka í 3023 daga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. mars 2021 17:01 Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði sex mörk gegn Stjörnunni. haukar Stefán Rafn Sigurmannsson lék sinn fyrsta leik fyrir Hauka síðan 2012 þegar liðið vann nauman sigur á Stjörnunni, 26-25, í Olís-deild karla í gær. Stefán Rafn skoraði sex mörk í leiknum. Stefán Rafn gekk í raðir Hauka í lok janúar og skrifaði undir þriggja ára samning við sitt gamla félag. Nokkru áður hafði Stefán Rafn fengið sig lausan frá ungverska liðinu Pick Szeged. Stefán Rafn hefur glímt við erfið meiðsli undanfarna mánuði en það var ekki að sjá á frammistöðu hans í gær. Hann lék nánast allan leikinn í vinstra horninu hjá Haukum, skoraði úr fyrstu fimm skotunum sínum og endaði með sex mörk. Hann var markahæstur í liði Hauka. Mörk Stefáns Rafns í leiknum í gær má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Mörk Stefáns Rafns gegn Stjörnunni Fyrsta mark sitt skoraði Stefán Rafn með frábæru undirhandarskoti fyrir utan. Hann skoraði svo tvö mörk úr þröngum færum í vinstra horninu, tvö úr hraðaupphlaupum og eitt úr vítakasti. Sigurður Dan Óskarsson, markvörður Stjörnunnar, sá reyndar tvisvar við Stefáni Rafni á vítalínunni í leiknum. Leikurinn í gær var fyrsti leikur Stefáns Rafns fyrir Hauka síðan 6. desember 2012, eða í 3023 daga. Haukar unnu þá tíu marka sigur á Aftureldingu, 27-17, og líkt og í leiknum í gær skoraði Stefán Rafn sex mörk. Þá, líkt og nú, var Aron Kristjánsson þjálfari Hauka. Eftir að hafa skorað 78 mörk í ellefu leikjum fyrir Hauka í N1-deildinni gekk Stefán Rafn í raðir Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi í desember 2012. Hann fór til Álaborgar 2016 og svo til Pick Szeged ári seinna. Haukar eru með þriggja stiga forskot á toppi Olís-deildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Val á þriðjudaginn. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Haukar Tengdar fréttir Stefán Rafn: Þetta var bara heppni, ég verð vonandi betri Stefán Rafn Sigurmannsson var mættur á völlinn í sínum fyrsta leik fyrir Hauka síðan 2012. Hann skoraði 6 mörk í endurkomunni gegn Stjörnunni á Ásvöllum 16. mars 2021 22:45 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Stjarnan 26-25 | Dramatískar lokamínútur á Ásvöllum Haukar unnu baráttu sigur á Ásvöllum í kvöld, Stefán Rafn Sigurmannsson spilaði sinn fyrsta leik í Olís deildinni eftir 8 ára fjarveru og endaði markahæstur sinna manna. Haukarnir áfram á toppi deildarinnar 16. mars 2021 21:35 Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Stefán Rafn gekk í raðir Hauka í lok janúar og skrifaði undir þriggja ára samning við sitt gamla félag. Nokkru áður hafði Stefán Rafn fengið sig lausan frá ungverska liðinu Pick Szeged. Stefán Rafn hefur glímt við erfið meiðsli undanfarna mánuði en það var ekki að sjá á frammistöðu hans í gær. Hann lék nánast allan leikinn í vinstra horninu hjá Haukum, skoraði úr fyrstu fimm skotunum sínum og endaði með sex mörk. Hann var markahæstur í liði Hauka. Mörk Stefáns Rafns í leiknum í gær má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Mörk Stefáns Rafns gegn Stjörnunni Fyrsta mark sitt skoraði Stefán Rafn með frábæru undirhandarskoti fyrir utan. Hann skoraði svo tvö mörk úr þröngum færum í vinstra horninu, tvö úr hraðaupphlaupum og eitt úr vítakasti. Sigurður Dan Óskarsson, markvörður Stjörnunnar, sá reyndar tvisvar við Stefáni Rafni á vítalínunni í leiknum. Leikurinn í gær var fyrsti leikur Stefáns Rafns fyrir Hauka síðan 6. desember 2012, eða í 3023 daga. Haukar unnu þá tíu marka sigur á Aftureldingu, 27-17, og líkt og í leiknum í gær skoraði Stefán Rafn sex mörk. Þá, líkt og nú, var Aron Kristjánsson þjálfari Hauka. Eftir að hafa skorað 78 mörk í ellefu leikjum fyrir Hauka í N1-deildinni gekk Stefán Rafn í raðir Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi í desember 2012. Hann fór til Álaborgar 2016 og svo til Pick Szeged ári seinna. Haukar eru með þriggja stiga forskot á toppi Olís-deildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Val á þriðjudaginn. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Haukar Tengdar fréttir Stefán Rafn: Þetta var bara heppni, ég verð vonandi betri Stefán Rafn Sigurmannsson var mættur á völlinn í sínum fyrsta leik fyrir Hauka síðan 2012. Hann skoraði 6 mörk í endurkomunni gegn Stjörnunni á Ásvöllum 16. mars 2021 22:45 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Stjarnan 26-25 | Dramatískar lokamínútur á Ásvöllum Haukar unnu baráttu sigur á Ásvöllum í kvöld, Stefán Rafn Sigurmannsson spilaði sinn fyrsta leik í Olís deildinni eftir 8 ára fjarveru og endaði markahæstur sinna manna. Haukarnir áfram á toppi deildarinnar 16. mars 2021 21:35 Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Stefán Rafn: Þetta var bara heppni, ég verð vonandi betri Stefán Rafn Sigurmannsson var mættur á völlinn í sínum fyrsta leik fyrir Hauka síðan 2012. Hann skoraði 6 mörk í endurkomunni gegn Stjörnunni á Ásvöllum 16. mars 2021 22:45
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Stjarnan 26-25 | Dramatískar lokamínútur á Ásvöllum Haukar unnu baráttu sigur á Ásvöllum í kvöld, Stefán Rafn Sigurmannsson spilaði sinn fyrsta leik í Olís deildinni eftir 8 ára fjarveru og endaði markahæstur sinna manna. Haukarnir áfram á toppi deildarinnar 16. mars 2021 21:35