Stígur fram og sakar Armie Hammer um nauðgun Sylvía Hall skrifar 18. mars 2021 22:31 Effie greindi frá því á blaðamannafundinum að samband hennar og Armie Hammer hafi staðið yfir í fjögur ár með hléum. Á þeim tíma hafi hann beitt andlegu og líkamlegu ofbeldi. Getty/Skjáskot 24 ára gömul kona, sem gengur undir nafninu Effie, hefur stigið fram og sakað leikarann Armie Hammer um andlegt og kynferðislegt ofbeldi í fjögurra ára sambandi þeirra. Samband þeirra stóð yfir með hléum á sama tíma og hann var giftur fyrrverandi eiginkonu sinni Elizabeth Chambers. Effie kýs að halda raunverulegu nafni sínu leyndu en hún var meðal þeirra fyrstu sem greindi frá ofbeldi af hálfu leikarans, en hún heldur úti Instagram-aðganginum House of Effie. Í dag boðaði hún til blaðamannafundar ásamt lögmanni sínum Gloriu Allred, sem er hvað þekktust fyrir kvenréttindabaráttu sína og hefur tekið að sér fjölmarga skjólstæðinga sem hafa orðið fyrir kynbundnu ofbeldi. Á blaðamannafundinum greindi hún frá því að hún hafi átt í ástarsambandi við Hammer. Á þeim tíma hafi hann beitt hana andlegu ofbeldi og margoft farið yfir mörk hennar í samskiptum, þá sérstaklega í kynlífi. Árið 2017 hafi hann nauðgað á ofbeldisfullan hátt í fjóra tíma. „Þann 24. apríl árið 2017 nauðgaði Armie Hammer mér í rúmlega fjóra tíma í Los Angeles, sló höfði mínu ítrekað í vegg með þeim afleiðingum að ég hlaut mar í andliti,“ sagði Effie í yfirlýsingu. „Hann beitti mig öðru ofbeldi sem ég samþykkti ekki. Til dæmis sló hann mig í fæturna með písk svo mér var illt í hverju skrefi vikuna eftir. Í þessa fjóra tíma reyndi ég að komast í burtu en hann leyfði mér það ekki. Ég hélt hann myndi drepa mig. Hann fór svo án þess að hafa nokkrar áhyggjur af velferð minni.“ Reyndi að afskrifa ofbeldið sem „sjúka tegund af ást“ Effie segist hafa búið í ótta frá því að árásin átti sér stað. Hún hafi reynt að líta svo á að samband þeirra hafi verið „sjúk tegund af ást“ en nú hafi hann ekki lengur tak á henni. „Ég er farin að sjá að það sturlaða andlega tak sem hann hafði á mér var ótrúlega skaðlegt á margan hátt.“ Ásakanir í garð leikarans fóru að líta dagsins ljós snemma á þessu ári, en háskólaneminn og áhrifavaldurinn Paige Lorenze greindi frá því fyrr á árinu að Hammer hefði „merkt sig“ og dreift nektarmyndum af henni í óleyfi. Þá á leikarinn að hafa lýst því yfir við konur að hann vildi drekka blóð þeirra og að hann væri mannæta. Leikarinn hefur hafnað ásökununum og segja talsmenn hans að allt sem fór milli hans og Effie hafi verið með vitund og vilja hennar. Effie hafi sent skilaboð til leikarans síðasta sumar og lýst því yfir að hún hafi viljað endurvekja samband þeirra en Hammer hafi neitað því. „Það var aldrei ætlun hr. Hammer að greina frá blæti eða skrítnum kynferðislegum löngunum [Effie], en hún hefur nú tekið málið á það stig að ráða lögmann til að halda blaðamannafund. Með sannleikann á sinni hlið fagnar hr. Hammer tækifærinu til þess að láta það sanna koma í ljós,“ sagði í yfirlýsingu talsmannanna. Lögreglan í Los Angeles staðfesti við Page Six að lögreglurannsókn væri hafin á ásökunum í garð Hammer eftir að tilkynnt var um kynferðisofbeldi af hans hálfu í byrjun febrúar. Á blaðamannafundinum sagði Allred lögregluna hafa einnig fengið gögn frá Effie, og það væri undir þeim komið að ákveða hvort það væri nægilegur grundvöllur fyrir ákæru. Hollywood Bandaríkin MeToo Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Effie kýs að halda raunverulegu nafni sínu leyndu en hún var meðal þeirra fyrstu sem greindi frá ofbeldi af hálfu leikarans, en hún heldur úti Instagram-aðganginum House of Effie. Í dag boðaði hún til blaðamannafundar ásamt lögmanni sínum Gloriu Allred, sem er hvað þekktust fyrir kvenréttindabaráttu sína og hefur tekið að sér fjölmarga skjólstæðinga sem hafa orðið fyrir kynbundnu ofbeldi. Á blaðamannafundinum greindi hún frá því að hún hafi átt í ástarsambandi við Hammer. Á þeim tíma hafi hann beitt hana andlegu ofbeldi og margoft farið yfir mörk hennar í samskiptum, þá sérstaklega í kynlífi. Árið 2017 hafi hann nauðgað á ofbeldisfullan hátt í fjóra tíma. „Þann 24. apríl árið 2017 nauðgaði Armie Hammer mér í rúmlega fjóra tíma í Los Angeles, sló höfði mínu ítrekað í vegg með þeim afleiðingum að ég hlaut mar í andliti,“ sagði Effie í yfirlýsingu. „Hann beitti mig öðru ofbeldi sem ég samþykkti ekki. Til dæmis sló hann mig í fæturna með písk svo mér var illt í hverju skrefi vikuna eftir. Í þessa fjóra tíma reyndi ég að komast í burtu en hann leyfði mér það ekki. Ég hélt hann myndi drepa mig. Hann fór svo án þess að hafa nokkrar áhyggjur af velferð minni.“ Reyndi að afskrifa ofbeldið sem „sjúka tegund af ást“ Effie segist hafa búið í ótta frá því að árásin átti sér stað. Hún hafi reynt að líta svo á að samband þeirra hafi verið „sjúk tegund af ást“ en nú hafi hann ekki lengur tak á henni. „Ég er farin að sjá að það sturlaða andlega tak sem hann hafði á mér var ótrúlega skaðlegt á margan hátt.“ Ásakanir í garð leikarans fóru að líta dagsins ljós snemma á þessu ári, en háskólaneminn og áhrifavaldurinn Paige Lorenze greindi frá því fyrr á árinu að Hammer hefði „merkt sig“ og dreift nektarmyndum af henni í óleyfi. Þá á leikarinn að hafa lýst því yfir við konur að hann vildi drekka blóð þeirra og að hann væri mannæta. Leikarinn hefur hafnað ásökununum og segja talsmenn hans að allt sem fór milli hans og Effie hafi verið með vitund og vilja hennar. Effie hafi sent skilaboð til leikarans síðasta sumar og lýst því yfir að hún hafi viljað endurvekja samband þeirra en Hammer hafi neitað því. „Það var aldrei ætlun hr. Hammer að greina frá blæti eða skrítnum kynferðislegum löngunum [Effie], en hún hefur nú tekið málið á það stig að ráða lögmann til að halda blaðamannafund. Með sannleikann á sinni hlið fagnar hr. Hammer tækifærinu til þess að láta það sanna koma í ljós,“ sagði í yfirlýsingu talsmannanna. Lögreglan í Los Angeles staðfesti við Page Six að lögreglurannsókn væri hafin á ásökunum í garð Hammer eftir að tilkynnt var um kynferðisofbeldi af hans hálfu í byrjun febrúar. Á blaðamannafundinum sagði Allred lögregluna hafa einnig fengið gögn frá Effie, og það væri undir þeim komið að ákveða hvort það væri nægilegur grundvöllur fyrir ákæru.
Hollywood Bandaríkin MeToo Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira