„Hef ekkert að fela“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. mars 2021 12:31 Birgir Jónsson lét af störfum sem forstjóri Íslandspósts í lok síðasta árs. @íslandspóstur Birgir Jónsson hefur í gegnum tíðina verið forstjóri ýmissa fyrirtækja á borð við Iceland Express og Íslandspósts, trommað í hljómsveitinni DIMMU og um þessar mundir rekur hann Madison Ilmhús með konu sinni Lísu Ólafsdóttur. Líf Birgis er ekki bundið við heimabæinn Kópavog, en hann hefur búið í Hong Kong þar sem hann upplifði SARS-faraldurinn, í Rúmeníu og London. Líf Birgis er saman sett af mörgum verkefnum, en bútasaumurinn miðast af því að hafa ætíð ástríðu fyrir þeim verkefnum sem hann tekur að sér; mikilvægast sé að vera alltaf spenntari fyrir því sem koma skal en því sem á undan er gengið eins hann kemur inn á í viðtali við Snæbjörn Ragnarsson í þættinum Snæbjörn talar við fólk. Birgir hætti sem forstjóri Íslandspósts í byrjun nóvember og kemur hann inn á þá ákvörðun í þættinum. „Það fylgir þessu alltaf einhver leiðindi. Þetta er pólitískt mál hjá Póstinum og ég hef engar áhyggjur af því og veit alveg sannleikann í þessu máli,“ segir Birgir í viðtalinu. Hann segir að eins og staðan er í dag muni hann aldrei aftur taka að sér verkefni sem tengist pólitík eða opinberum rekstri. Hér að neðan má heyra brot úr viðtalinu. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Birgir Jónsson „Í þessu tiltekna máli er verið að reyna koma með einhverjar eftir á skýringar á óþægilegu pólitísku máli sem að öll gögn sýna að er bara rangt. Ég get sagt þér það að hjartað mitt tekur ekki einu sinni aukaslag yfir þessu. Mér myndi finnast þetta enn þá leiðinlegra ef ég væri með óhreint mjöl í pokahorninu. Ef ég hef ekkert að fela þá er ég meira en til að taka slaginn fyrst það er verið að væna mig um eitthvað sem ég gerði ekki.“ Hann segir að enginn hafi gert athugasemdir um málið fyrir ári síðan og nú séu menn að stíga fram og segjast ekki hafa vitað af málinu. Málið sem um ræðir er bókun stjórnar Íslandspósts eftir að hann hætti sem forstjóri, um að hann hafi ekki haft samráð um verðlækkun á pakkasendingum. Hann sakar stjórnarmenn um atvinnuróg. „Þetta er bara algjör sandkassi og ég lærði af þessu að maður á algjörlega að halda sig frá allri pólitík. Eins og staðan er núna mun ég aldrei aftur fara inn í neitt sem tengist hinu opinbera. Þetta flokkspólitíska kerfi á Íslandi hefur bara aðra hagsmuni að leiðarljósi, eins og í þessu tilfelli rekstrarhagsmuni. Ég vil að fyrirtæki sem eru í almannaeigu séu rekin á sem hagkvæmasta máta. Það veiti sem bestu þjónustu og við sem skattgreiðendur þurfum ekki að setja peninga í þau að óþörfu. Það fer ekkert rosalega vel saman við einhverjar áherslur hjá stjórnmálaflokkum.“ Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Sjá meira
Líf Birgis er ekki bundið við heimabæinn Kópavog, en hann hefur búið í Hong Kong þar sem hann upplifði SARS-faraldurinn, í Rúmeníu og London. Líf Birgis er saman sett af mörgum verkefnum, en bútasaumurinn miðast af því að hafa ætíð ástríðu fyrir þeim verkefnum sem hann tekur að sér; mikilvægast sé að vera alltaf spenntari fyrir því sem koma skal en því sem á undan er gengið eins hann kemur inn á í viðtali við Snæbjörn Ragnarsson í þættinum Snæbjörn talar við fólk. Birgir hætti sem forstjóri Íslandspósts í byrjun nóvember og kemur hann inn á þá ákvörðun í þættinum. „Það fylgir þessu alltaf einhver leiðindi. Þetta er pólitískt mál hjá Póstinum og ég hef engar áhyggjur af því og veit alveg sannleikann í þessu máli,“ segir Birgir í viðtalinu. Hann segir að eins og staðan er í dag muni hann aldrei aftur taka að sér verkefni sem tengist pólitík eða opinberum rekstri. Hér að neðan má heyra brot úr viðtalinu. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Birgir Jónsson „Í þessu tiltekna máli er verið að reyna koma með einhverjar eftir á skýringar á óþægilegu pólitísku máli sem að öll gögn sýna að er bara rangt. Ég get sagt þér það að hjartað mitt tekur ekki einu sinni aukaslag yfir þessu. Mér myndi finnast þetta enn þá leiðinlegra ef ég væri með óhreint mjöl í pokahorninu. Ef ég hef ekkert að fela þá er ég meira en til að taka slaginn fyrst það er verið að væna mig um eitthvað sem ég gerði ekki.“ Hann segir að enginn hafi gert athugasemdir um málið fyrir ári síðan og nú séu menn að stíga fram og segjast ekki hafa vitað af málinu. Málið sem um ræðir er bókun stjórnar Íslandspósts eftir að hann hætti sem forstjóri, um að hann hafi ekki haft samráð um verðlækkun á pakkasendingum. Hann sakar stjórnarmenn um atvinnuróg. „Þetta er bara algjör sandkassi og ég lærði af þessu að maður á algjörlega að halda sig frá allri pólitík. Eins og staðan er núna mun ég aldrei aftur fara inn í neitt sem tengist hinu opinbera. Þetta flokkspólitíska kerfi á Íslandi hefur bara aðra hagsmuni að leiðarljósi, eins og í þessu tilfelli rekstrarhagsmuni. Ég vil að fyrirtæki sem eru í almannaeigu séu rekin á sem hagkvæmasta máta. Það veiti sem bestu þjónustu og við sem skattgreiðendur þurfum ekki að setja peninga í þau að óþörfu. Það fer ekkert rosalega vel saman við einhverjar áherslur hjá stjórnmálaflokkum.“ Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni.
Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Sjá meira