„Hef ekkert að fela“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. mars 2021 12:31 Birgir Jónsson lét af störfum sem forstjóri Íslandspósts í lok síðasta árs. @íslandspóstur Birgir Jónsson hefur í gegnum tíðina verið forstjóri ýmissa fyrirtækja á borð við Iceland Express og Íslandspósts, trommað í hljómsveitinni DIMMU og um þessar mundir rekur hann Madison Ilmhús með konu sinni Lísu Ólafsdóttur. Líf Birgis er ekki bundið við heimabæinn Kópavog, en hann hefur búið í Hong Kong þar sem hann upplifði SARS-faraldurinn, í Rúmeníu og London. Líf Birgis er saman sett af mörgum verkefnum, en bútasaumurinn miðast af því að hafa ætíð ástríðu fyrir þeim verkefnum sem hann tekur að sér; mikilvægast sé að vera alltaf spenntari fyrir því sem koma skal en því sem á undan er gengið eins hann kemur inn á í viðtali við Snæbjörn Ragnarsson í þættinum Snæbjörn talar við fólk. Birgir hætti sem forstjóri Íslandspósts í byrjun nóvember og kemur hann inn á þá ákvörðun í þættinum. „Það fylgir þessu alltaf einhver leiðindi. Þetta er pólitískt mál hjá Póstinum og ég hef engar áhyggjur af því og veit alveg sannleikann í þessu máli,“ segir Birgir í viðtalinu. Hann segir að eins og staðan er í dag muni hann aldrei aftur taka að sér verkefni sem tengist pólitík eða opinberum rekstri. Hér að neðan má heyra brot úr viðtalinu. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Birgir Jónsson „Í þessu tiltekna máli er verið að reyna koma með einhverjar eftir á skýringar á óþægilegu pólitísku máli sem að öll gögn sýna að er bara rangt. Ég get sagt þér það að hjartað mitt tekur ekki einu sinni aukaslag yfir þessu. Mér myndi finnast þetta enn þá leiðinlegra ef ég væri með óhreint mjöl í pokahorninu. Ef ég hef ekkert að fela þá er ég meira en til að taka slaginn fyrst það er verið að væna mig um eitthvað sem ég gerði ekki.“ Hann segir að enginn hafi gert athugasemdir um málið fyrir ári síðan og nú séu menn að stíga fram og segjast ekki hafa vitað af málinu. Málið sem um ræðir er bókun stjórnar Íslandspósts eftir að hann hætti sem forstjóri, um að hann hafi ekki haft samráð um verðlækkun á pakkasendingum. Hann sakar stjórnarmenn um atvinnuróg. „Þetta er bara algjör sandkassi og ég lærði af þessu að maður á algjörlega að halda sig frá allri pólitík. Eins og staðan er núna mun ég aldrei aftur fara inn í neitt sem tengist hinu opinbera. Þetta flokkspólitíska kerfi á Íslandi hefur bara aðra hagsmuni að leiðarljósi, eins og í þessu tilfelli rekstrarhagsmuni. Ég vil að fyrirtæki sem eru í almannaeigu séu rekin á sem hagkvæmasta máta. Það veiti sem bestu þjónustu og við sem skattgreiðendur þurfum ekki að setja peninga í þau að óþörfu. Það fer ekkert rosalega vel saman við einhverjar áherslur hjá stjórnmálaflokkum.“ Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Snæbjörn talar við fólk Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira
Líf Birgis er ekki bundið við heimabæinn Kópavog, en hann hefur búið í Hong Kong þar sem hann upplifði SARS-faraldurinn, í Rúmeníu og London. Líf Birgis er saman sett af mörgum verkefnum, en bútasaumurinn miðast af því að hafa ætíð ástríðu fyrir þeim verkefnum sem hann tekur að sér; mikilvægast sé að vera alltaf spenntari fyrir því sem koma skal en því sem á undan er gengið eins hann kemur inn á í viðtali við Snæbjörn Ragnarsson í þættinum Snæbjörn talar við fólk. Birgir hætti sem forstjóri Íslandspósts í byrjun nóvember og kemur hann inn á þá ákvörðun í þættinum. „Það fylgir þessu alltaf einhver leiðindi. Þetta er pólitískt mál hjá Póstinum og ég hef engar áhyggjur af því og veit alveg sannleikann í þessu máli,“ segir Birgir í viðtalinu. Hann segir að eins og staðan er í dag muni hann aldrei aftur taka að sér verkefni sem tengist pólitík eða opinberum rekstri. Hér að neðan má heyra brot úr viðtalinu. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Birgir Jónsson „Í þessu tiltekna máli er verið að reyna koma með einhverjar eftir á skýringar á óþægilegu pólitísku máli sem að öll gögn sýna að er bara rangt. Ég get sagt þér það að hjartað mitt tekur ekki einu sinni aukaslag yfir þessu. Mér myndi finnast þetta enn þá leiðinlegra ef ég væri með óhreint mjöl í pokahorninu. Ef ég hef ekkert að fela þá er ég meira en til að taka slaginn fyrst það er verið að væna mig um eitthvað sem ég gerði ekki.“ Hann segir að enginn hafi gert athugasemdir um málið fyrir ári síðan og nú séu menn að stíga fram og segjast ekki hafa vitað af málinu. Málið sem um ræðir er bókun stjórnar Íslandspósts eftir að hann hætti sem forstjóri, um að hann hafi ekki haft samráð um verðlækkun á pakkasendingum. Hann sakar stjórnarmenn um atvinnuróg. „Þetta er bara algjör sandkassi og ég lærði af þessu að maður á algjörlega að halda sig frá allri pólitík. Eins og staðan er núna mun ég aldrei aftur fara inn í neitt sem tengist hinu opinbera. Þetta flokkspólitíska kerfi á Íslandi hefur bara aðra hagsmuni að leiðarljósi, eins og í þessu tilfelli rekstrarhagsmuni. Ég vil að fyrirtæki sem eru í almannaeigu séu rekin á sem hagkvæmasta máta. Það veiti sem bestu þjónustu og við sem skattgreiðendur þurfum ekki að setja peninga í þau að óþörfu. Það fer ekkert rosalega vel saman við einhverjar áherslur hjá stjórnmálaflokkum.“ Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni.
Snæbjörn talar við fólk Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira