Lífið

Guðni skellti sér strax í sokkana

Stefán Árni Pálsson skrifar
Forsetinn kominn í Mottumarssokkana.
Forsetinn kominn í Mottumarssokkana. @mottumars

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, var að venju meðal þeirra fyrstu til að klæðast Mottumarssokkum.

Forsetinn tók við pari við látlausa athöfn að Bessastöðum, beið ekki boðanna og smellti sér í sitt par og var hæstánægður með útkomuna.

„Mér hlotnaðist sá heiður í dag að taka við sokkapari í tilefni af mottumars Krabbameinsfélagsins í ár. Guðfinna Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri þess, kom færandi hendi á Bessastaði. Í ár eru sokkaplöggin með íþróttasniði, hvít og þunn svo þau henta vel til hlaupa og hvers kyns kappleikja,“ segir Guðni við tilefnið á Facebook-síðu Embættis forseta Ísland.

„Ég hvet öll þau, sem á því hafa tök, að kaupa sér mottumarssokka, t.d. í vefverslun Krabbameinsfélagsins, og styrkja þannig gott málefni.“

Sokkarnir komu, sem áður segir, fimmtudaginn 19. mars, eftir nokkrar tafir vegna Covid-heimsfaraldursins. Eru þeir nú þegar fáanlegir í vefverslun Krabbameinsfélagsins, eða í gegnum mottumars.is, og í völdum verslunum, svo sem Bónus, Lyfju, Byko, Fjarðarkaup og Hagkaup.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×