Fékk yfir hundrað skilaboð eftir viðtalið Stefán Árni Pálsson skrifar 21. mars 2021 10:01 Logi Pedro hefur upplifað rasisma á Íslandi en segir að hlutirnir í þeim málum hafa einnig tekið miklum breytingum. vísir/vilhelm Logi Pedro Stefánsson hefur verið einn þekktasti tónlistarmaður landsins frá fermingu. Sem ungur maður var hann farinn að koma fram með hljómsveitinni Retro Stefson, sveit sem átti seinna eftir að verða ein vinsælasta sveit landsins. Logi Pedro er gestur vikunnar í Einkalífinu. Logi vakti mikla athygli þegar hann mætti í viðtal til Sigmars Guðmundssonar á RÚV seint á síðasta ári þar sem hann talaði um rasisma og voru viðbrögðin við viðtalinu mikil. „Ég bjóst aldrei við því að þetta yrði viðtal þar sem fólk myndi senda mér skilaboð eftir það en ég held ég hafi fengið yfir hundrað skilaboð. Ég veit ekki alveg hvað gerðist í viðtalinu, þetta bara gekk einhvern veginn upp, var skemmtilegt viðtal fyrir mig að fara í og mér finnst þægilegt að tala við Sigmar. Ég hef heyrt frá fólki að það hafi verið kannski gaman að fá mannlega nálgun á einhverja umræðu sem er oft í skotgröfum.“ Logi segir að það hafi fullt breyst þegar kemur að rasisma hér á Íslandi. „Það hafa orðið allskonar vitundarvakningar til og allskonar hugtök orðið til sem snúa að einhverju sem maður hefur upplifað. Ég er í rosalegri forréttindastöðu sem Íslendingur af erlendum uppruna. Ég á rosalega sterkt bakland á Íslandi. Hlutirnir hafa breyst en Ísland er rosalega sterkt samfélag og það þarf oft ekki mikið til að kveikja á perum hjá fólki. Oft er bara nóg að taka góða umræðu og þá verða bara breytingar. Það er alveg geggjað að búa í þannig samfélagi, þú þarft kannski bara nokkra sem berja umræðuna í gegn og svo verða breytingar,“ segir Logi sem ræðir ítarlega um rasisma hér á landi og í heiminum í viðtalinu en umræðan hefst þegar um 11 mínútur eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan ræðir Logi einnig um Retro Stefsson tímann, samband sitt við bróðir sinn, Unnstein Manúel, um rasisma á Íslandi og í heiminum öllum og hvernig sú þróun hefur verið, um barneignir, kærustuna sína, nýja þætti sem hann er að byrja með á Stöð 2 og margt fleira. Einkalífið Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Fleiri fréttir Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Sjá meira
Logi Pedro er gestur vikunnar í Einkalífinu. Logi vakti mikla athygli þegar hann mætti í viðtal til Sigmars Guðmundssonar á RÚV seint á síðasta ári þar sem hann talaði um rasisma og voru viðbrögðin við viðtalinu mikil. „Ég bjóst aldrei við því að þetta yrði viðtal þar sem fólk myndi senda mér skilaboð eftir það en ég held ég hafi fengið yfir hundrað skilaboð. Ég veit ekki alveg hvað gerðist í viðtalinu, þetta bara gekk einhvern veginn upp, var skemmtilegt viðtal fyrir mig að fara í og mér finnst þægilegt að tala við Sigmar. Ég hef heyrt frá fólki að það hafi verið kannski gaman að fá mannlega nálgun á einhverja umræðu sem er oft í skotgröfum.“ Logi segir að það hafi fullt breyst þegar kemur að rasisma hér á Íslandi. „Það hafa orðið allskonar vitundarvakningar til og allskonar hugtök orðið til sem snúa að einhverju sem maður hefur upplifað. Ég er í rosalegri forréttindastöðu sem Íslendingur af erlendum uppruna. Ég á rosalega sterkt bakland á Íslandi. Hlutirnir hafa breyst en Ísland er rosalega sterkt samfélag og það þarf oft ekki mikið til að kveikja á perum hjá fólki. Oft er bara nóg að taka góða umræðu og þá verða bara breytingar. Það er alveg geggjað að búa í þannig samfélagi, þú þarft kannski bara nokkra sem berja umræðuna í gegn og svo verða breytingar,“ segir Logi sem ræðir ítarlega um rasisma hér á landi og í heiminum í viðtalinu en umræðan hefst þegar um 11 mínútur eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan ræðir Logi einnig um Retro Stefsson tímann, samband sitt við bróðir sinn, Unnstein Manúel, um rasisma á Íslandi og í heiminum öllum og hvernig sú þróun hefur verið, um barneignir, kærustuna sína, nýja þætti sem hann er að byrja með á Stöð 2 og margt fleira.
Einkalífið Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Fleiri fréttir Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Sjá meira