Umfjöllun: Ísland - Norður Makedónía 17-24 | Skellur í fyrsta leik Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 19. mars 2021 17:38 Úr leik dagsins. mynd/hsí Ísland mætti Norður-Makedóníu í fyrsta leik undankeppni HM sem fer fram í Skopje í Norður- Makedóníu. Íslenska landsliðið byrjaði vel en urðu fyrir áfalli undir miðjan fyrri hálfleik og áttu erfitt uppdráttar eftir það. Lokatölur leiksins, 17-24. Íslensku stelpurnar mættu öflugar í leikinn. Það sást á báðum liðum að það er langt síðan þær spiluðu síðast landsleik og þurftu bæði lið smá tíma til að finna sig. Það tók hinsvegar ekki langan tíma fyrir Íslenska liðið sem tóku 5-0 kafla og sáu leikmenn Norður- Makedóníu varla á markið. Steinunn Björnsdóttir tók við fyrirliðastöðunni af Karen Knútsdóttir og var gríðarlega öflug fyrsta stundarfjórðung leiksins. Þá keyrir hún í hraðaupphlaup og endaði með hnéð í stönginni og þurfti að fara útaf. Eftir að íslenska liðið missti fyrirliðann af velli sá það vart til sólar. Norður-Makedónía, sem voru 5 mörkum undir, gengu á lagið og áttu 6-0 kafla. Þær héldu áfram að gefa í og skildu liðin að í hálfleik 8-11 fyrir Norður-Makedóníu. Íslensku stelpurnar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og tókst að koma sér í stöðuna 13-12 eftir um 10 mínútur. Jafnræði var með liðunum þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum en þá rönkuðu Norður-Makedónía aftur við sér og settu í 5. gír. Það virtist sem Íslenska liðið hafi gefist upp á lokamínútum leiksins og skildu því liðin að með sjö marka mun, 17-24. Afhverju vann Norður- Makedónía? Eftir erfiða byrjun hjá þeim tókst þeim að slípa sig saman og taka fram úr. Þær voru að spila sterkan varnarleik og með öfluga leikmenn sóknarlega sem Íslenska liðið réði lítið við. Hverjar stóðu upp úr? Í liði Norður-Makedóníu var það Sara Ristovska sem bar uppi sóknarleikinn og var með 11 mörk úr 11 skotum, 100% nýting. Á eftir henni var það Elena Gjorgjijevska með 6 mörk. Mateja Serafimova var öflug í markinu með 9 varða bolta, 36% markvörslu. Hjá Íslenska liði voru það Rut Jónsdóttir, Ragnheiður Júlíusdóttir og Lovísa Thompson allar með 3 mörk. Elín Jóna Þorsteinsdóttir var með 7 varða bolta, 23% markvörslu. Hvað gekk illa? Eftir góða byrjun var áfall að missa Steinunni Björnsdóttur út um miðja fyrri hálfleik. Eftir það átti Íslenska liðið erfitt með að finna dampinn bæði í vörn og sókn. Hvað gerist næst? Það er stutt á milli leikja hjá Íslenska liðinu núna. Næsti leikur fer fram á morgun kl 18:00 á móti Grikklandi og verður leikurinn í beinni textalýsingu hér á Vísi. HM 2021 í handbolta
Ísland mætti Norður-Makedóníu í fyrsta leik undankeppni HM sem fer fram í Skopje í Norður- Makedóníu. Íslenska landsliðið byrjaði vel en urðu fyrir áfalli undir miðjan fyrri hálfleik og áttu erfitt uppdráttar eftir það. Lokatölur leiksins, 17-24. Íslensku stelpurnar mættu öflugar í leikinn. Það sást á báðum liðum að það er langt síðan þær spiluðu síðast landsleik og þurftu bæði lið smá tíma til að finna sig. Það tók hinsvegar ekki langan tíma fyrir Íslenska liðið sem tóku 5-0 kafla og sáu leikmenn Norður- Makedóníu varla á markið. Steinunn Björnsdóttir tók við fyrirliðastöðunni af Karen Knútsdóttir og var gríðarlega öflug fyrsta stundarfjórðung leiksins. Þá keyrir hún í hraðaupphlaup og endaði með hnéð í stönginni og þurfti að fara útaf. Eftir að íslenska liðið missti fyrirliðann af velli sá það vart til sólar. Norður-Makedónía, sem voru 5 mörkum undir, gengu á lagið og áttu 6-0 kafla. Þær héldu áfram að gefa í og skildu liðin að í hálfleik 8-11 fyrir Norður-Makedóníu. Íslensku stelpurnar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og tókst að koma sér í stöðuna 13-12 eftir um 10 mínútur. Jafnræði var með liðunum þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum en þá rönkuðu Norður-Makedónía aftur við sér og settu í 5. gír. Það virtist sem Íslenska liðið hafi gefist upp á lokamínútum leiksins og skildu því liðin að með sjö marka mun, 17-24. Afhverju vann Norður- Makedónía? Eftir erfiða byrjun hjá þeim tókst þeim að slípa sig saman og taka fram úr. Þær voru að spila sterkan varnarleik og með öfluga leikmenn sóknarlega sem Íslenska liðið réði lítið við. Hverjar stóðu upp úr? Í liði Norður-Makedóníu var það Sara Ristovska sem bar uppi sóknarleikinn og var með 11 mörk úr 11 skotum, 100% nýting. Á eftir henni var það Elena Gjorgjijevska með 6 mörk. Mateja Serafimova var öflug í markinu með 9 varða bolta, 36% markvörslu. Hjá Íslenska liði voru það Rut Jónsdóttir, Ragnheiður Júlíusdóttir og Lovísa Thompson allar með 3 mörk. Elín Jóna Þorsteinsdóttir var með 7 varða bolta, 23% markvörslu. Hvað gekk illa? Eftir góða byrjun var áfall að missa Steinunni Björnsdóttur út um miðja fyrri hálfleik. Eftir það átti Íslenska liðið erfitt með að finna dampinn bæði í vörn og sókn. Hvað gerist næst? Það er stutt á milli leikja hjá Íslenska liðinu núna. Næsti leikur fer fram á morgun kl 18:00 á móti Grikklandi og verður leikurinn í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti