Umfjöllun: Ísland - Grikkland 31-19 | Stelpurnar okkar rúlluðu yfir Grikki Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 20. mars 2021 19:55 Góðum sigri fagnað. HSÍ Íslenska kvennalandsliðið fagnaði sætum sigri á Grikklandi í undanriðli í forkeppni HM í handbolta sem fer fram í Skopje í Norður- Makedóníu. Lokatölur leiksins 31-19 fyrir Íslandi. Eftir ansi erfiðan leik í gær þar sem Steinunn Björnsdóttir meiddist og ljóst að hún yrði ekki meira með mættu stelpurnar tvíefldar til leiks í dag. Tóninn var settur á fyrstu mínútum fyrri hálfleiks. Íslenska liðið mættu mun ákveðnari og augljóslega búnar að fara yfir leik gærdagsins. Þær komu sér í kjörstöðu strax, vörnin stóð þétt og gerðu þær grísku stelpunum erfitt fyrir að finna rammann. Hálfleikstölur voru 15-7. Í seinni hálfleik var ekkert gefið eftir þrátt fyrir að vera nánast búnar að vinna leikinn í hálfleik. Þegar mest lét var íslenska liðið 10-11 mörkum yfir og héldu þær þeirri forystu út seinni hálfleikinn. Þegar flautað var til leiksloka var staðan 31-19 og íslensku stelpurnar fögnuðu vel í leikslok. Afhverju vann Ísland? Íslenska liðið mætti ákveðið til leiks. Eftir skell gærdagsins sást að það var búið að fara yfir hlutina og stappa í stelpurnar stálinu. Varnarleikurinn var öflugur og Harpa Valey stóð gríðarlega vel í 5-1 vörninni og náðu þær að keyra vel í hraðaupphlaup. Varnarleikurinn var einnig góður og markvarslan eftir því. Hverjar stóðu upp úr? Hjá íslenska liðinu var það Rut Jónsdóttir sem var atkvæðamest með 7 mörk. Lovísa Thompson, Sigríður Hauksdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir og Ragnheiður Júlíusdóttir voru allar með 4 mörk. Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 8 bolta í markinu og var með 35% markvörslu. Hjá Grikklandi var það Maria Chatziparasidou með 4 mörk. Aikaterini Mania, Vasiliki Gkatziou, Agni Zygoura og Erika Zeneli með 3 mörk. Magdalini Kepesidou var með 7 varða bolta, 20% markvörslu. Hvað gekk illa? Leikur Grikklands gekk illa. Þær áttu erfitt með að finna markið og réðu lítið við varnarleik íslenska liðsins. Sóknarleikurinn var klaufalegur og oft sem línusendingarnar enduðu í höndum íslenska liðsins. Hvað gerist næst? Næsti leikur íslenska landsliðsins fer fram á morgun og mæta þær Litháen kl 18:00. HM 2021 í handbolta
Íslenska kvennalandsliðið fagnaði sætum sigri á Grikklandi í undanriðli í forkeppni HM í handbolta sem fer fram í Skopje í Norður- Makedóníu. Lokatölur leiksins 31-19 fyrir Íslandi. Eftir ansi erfiðan leik í gær þar sem Steinunn Björnsdóttir meiddist og ljóst að hún yrði ekki meira með mættu stelpurnar tvíefldar til leiks í dag. Tóninn var settur á fyrstu mínútum fyrri hálfleiks. Íslenska liðið mættu mun ákveðnari og augljóslega búnar að fara yfir leik gærdagsins. Þær komu sér í kjörstöðu strax, vörnin stóð þétt og gerðu þær grísku stelpunum erfitt fyrir að finna rammann. Hálfleikstölur voru 15-7. Í seinni hálfleik var ekkert gefið eftir þrátt fyrir að vera nánast búnar að vinna leikinn í hálfleik. Þegar mest lét var íslenska liðið 10-11 mörkum yfir og héldu þær þeirri forystu út seinni hálfleikinn. Þegar flautað var til leiksloka var staðan 31-19 og íslensku stelpurnar fögnuðu vel í leikslok. Afhverju vann Ísland? Íslenska liðið mætti ákveðið til leiks. Eftir skell gærdagsins sást að það var búið að fara yfir hlutina og stappa í stelpurnar stálinu. Varnarleikurinn var öflugur og Harpa Valey stóð gríðarlega vel í 5-1 vörninni og náðu þær að keyra vel í hraðaupphlaup. Varnarleikurinn var einnig góður og markvarslan eftir því. Hverjar stóðu upp úr? Hjá íslenska liðinu var það Rut Jónsdóttir sem var atkvæðamest með 7 mörk. Lovísa Thompson, Sigríður Hauksdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir og Ragnheiður Júlíusdóttir voru allar með 4 mörk. Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 8 bolta í markinu og var með 35% markvörslu. Hjá Grikklandi var það Maria Chatziparasidou með 4 mörk. Aikaterini Mania, Vasiliki Gkatziou, Agni Zygoura og Erika Zeneli með 3 mörk. Magdalini Kepesidou var með 7 varða bolta, 20% markvörslu. Hvað gekk illa? Leikur Grikklands gekk illa. Þær áttu erfitt með að finna markið og réðu lítið við varnarleik íslenska liðsins. Sóknarleikurinn var klaufalegur og oft sem línusendingarnar enduðu í höndum íslenska liðsins. Hvað gerist næst? Næsti leikur íslenska landsliðsins fer fram á morgun og mæta þær Litháen kl 18:00.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti