Liggur enn ekki fyrir hvernig konan smitaðist Sylvía Hall skrifar 19. mars 2021 21:02 Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna. Vísir/Egill Enn er ekki ljóst hvernig konan sem greindist með breska afbrigði kórónuveirunnar utan sóttkvíar á miðvikudag smitaðist af veirunni. Yfir hundrað einstaklingar eru í sóttkví vegna smitsins en smitrakningarteymi almannavarna telur sig hafa náð í flestalla þá sem eru útsettir. Þetta sagði Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymisins, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir alltaf áhyggjuefni þegar smit greinist utan sóttkvíar, þá sérstaklega þegar fáir séu að greinast með veiruna. „Við erum náttúrulega vön því þegar bylgjurnar voru sem hæstar að þá voru mörg tilfelli utan sóttkvíar, en þegar svona fá eru fer allt í gang. Það er kortlagning á ferðum og mat á því hverjir teljist útsettir og hvort einhverjir sérstakir staðir eru þar sem þarf að gefa út viðvaranir.“ Þegar bylgjur faraldursins hafa staðið sem hæst hafa nokkrir tugir fólks starfað að smitrakningu, en að sögn Jóhanns hafa um það bil átta unnið að smitrakningu undanfarnar vikur. „Það eru svona fjórir að vinna á hverjum tíma og við höfum ekki farið niður úr því til að tryggja þetta viðbragð. Við erum líka að sinna allskonar eftirliti í kerfinu varðandi þá sem eru í sóttkví eftir komuna til landsins.“ Konan er starfsmaður ION-hótelsins við Nesjavelli.Vísir/Egill Færri útsettir þegar miklar takmarkanir eru í gildi Hann segir tímann leiða í ljós hvort takist að rekja uppruna smitsins en talsvert hafi verið um sýnatökur í kjölfarið. Almennt sé miðað við að þeir sem hafi verið í samskiptum við smitaðan einstakling 48 tímum fyrir einkenni geti verið útsettir. „Við erum að beita [sýnatökum] varðandi sérstaka hópa sem eru kannski fyrir utan þetta sóttkvíartímabil. Þá erum við í rauninni að skima fyrir því hvort einhver veira sé í því nærumhverfi.“ Hann segir verklagið í sífelldri þróun og mikil lærdómur hafi verið dreginn af síðastliðnu ári, en það séu miklar sveiflur eftir tímabilum hversu umfangsmikil smitrakning er. Þegar aðgerðir eru minni innanlands eru fleiri möguleikar fyrir veiruna að dreifa sér. „Þegar það eru takmarkanir í gangi eru færri sem eru útsettir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Reyndist vera með breska afbrigði veirunnar Kona sem greindist með kórónuveiruna utan sóttkvíar á miðvikudag er með breska afbrigði veirunnar. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Vísi. Rúmlega hundrað einstaklingar voru sendir í sóttkví í gær eftir að konan greindist. 19. mars 2021 11:20 Ingó veðurguð í sóttkví eftir að hafa skemmt í starfsmannagleði Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, er á leið í sóttkví. Hann skemmti á starfsmannagleði ION hótela á sunnudag en einn starfsmaður sem sótti samkvæmið greindist með veiruna í gær. 18. mars 2021 18:12 Yfir hundrað í sóttkví vegna smitsins sem greindist í gær Rúmlega hundrað einstaklingar hafa verið sendir í sóttkví í tengslum við kórónuveirusmitið sem greindist utan sóttkvíar í gær. Enn liggur ekki fyrir hvort um sé að ræða hið svokallaða breska afbrigði veirunnar en búist er við að raðgreiningu ljúki í kvöld. 18. mars 2021 17:27 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þetta sagði Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymisins, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir alltaf áhyggjuefni þegar smit greinist utan sóttkvíar, þá sérstaklega þegar fáir séu að greinast með veiruna. „Við erum náttúrulega vön því þegar bylgjurnar voru sem hæstar að þá voru mörg tilfelli utan sóttkvíar, en þegar svona fá eru fer allt í gang. Það er kortlagning á ferðum og mat á því hverjir teljist útsettir og hvort einhverjir sérstakir staðir eru þar sem þarf að gefa út viðvaranir.“ Þegar bylgjur faraldursins hafa staðið sem hæst hafa nokkrir tugir fólks starfað að smitrakningu, en að sögn Jóhanns hafa um það bil átta unnið að smitrakningu undanfarnar vikur. „Það eru svona fjórir að vinna á hverjum tíma og við höfum ekki farið niður úr því til að tryggja þetta viðbragð. Við erum líka að sinna allskonar eftirliti í kerfinu varðandi þá sem eru í sóttkví eftir komuna til landsins.“ Konan er starfsmaður ION-hótelsins við Nesjavelli.Vísir/Egill Færri útsettir þegar miklar takmarkanir eru í gildi Hann segir tímann leiða í ljós hvort takist að rekja uppruna smitsins en talsvert hafi verið um sýnatökur í kjölfarið. Almennt sé miðað við að þeir sem hafi verið í samskiptum við smitaðan einstakling 48 tímum fyrir einkenni geti verið útsettir. „Við erum að beita [sýnatökum] varðandi sérstaka hópa sem eru kannski fyrir utan þetta sóttkvíartímabil. Þá erum við í rauninni að skima fyrir því hvort einhver veira sé í því nærumhverfi.“ Hann segir verklagið í sífelldri þróun og mikil lærdómur hafi verið dreginn af síðastliðnu ári, en það séu miklar sveiflur eftir tímabilum hversu umfangsmikil smitrakning er. Þegar aðgerðir eru minni innanlands eru fleiri möguleikar fyrir veiruna að dreifa sér. „Þegar það eru takmarkanir í gangi eru færri sem eru útsettir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Reyndist vera með breska afbrigði veirunnar Kona sem greindist með kórónuveiruna utan sóttkvíar á miðvikudag er með breska afbrigði veirunnar. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Vísi. Rúmlega hundrað einstaklingar voru sendir í sóttkví í gær eftir að konan greindist. 19. mars 2021 11:20 Ingó veðurguð í sóttkví eftir að hafa skemmt í starfsmannagleði Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, er á leið í sóttkví. Hann skemmti á starfsmannagleði ION hótela á sunnudag en einn starfsmaður sem sótti samkvæmið greindist með veiruna í gær. 18. mars 2021 18:12 Yfir hundrað í sóttkví vegna smitsins sem greindist í gær Rúmlega hundrað einstaklingar hafa verið sendir í sóttkví í tengslum við kórónuveirusmitið sem greindist utan sóttkvíar í gær. Enn liggur ekki fyrir hvort um sé að ræða hið svokallaða breska afbrigði veirunnar en búist er við að raðgreiningu ljúki í kvöld. 18. mars 2021 17:27 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Reyndist vera með breska afbrigði veirunnar Kona sem greindist með kórónuveiruna utan sóttkvíar á miðvikudag er með breska afbrigði veirunnar. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Vísi. Rúmlega hundrað einstaklingar voru sendir í sóttkví í gær eftir að konan greindist. 19. mars 2021 11:20
Ingó veðurguð í sóttkví eftir að hafa skemmt í starfsmannagleði Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, er á leið í sóttkví. Hann skemmti á starfsmannagleði ION hótela á sunnudag en einn starfsmaður sem sótti samkvæmið greindist með veiruna í gær. 18. mars 2021 18:12
Yfir hundrað í sóttkví vegna smitsins sem greindist í gær Rúmlega hundrað einstaklingar hafa verið sendir í sóttkví í tengslum við kórónuveirusmitið sem greindist utan sóttkvíar í gær. Enn liggur ekki fyrir hvort um sé að ræða hið svokallaða breska afbrigði veirunnar en búist er við að raðgreiningu ljúki í kvöld. 18. mars 2021 17:27