Sjáðu mörkin: Dramatík, endurkoma og vítaspyrnukeppni þegar Valsmenn komust í undanúrslit Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. mars 2021 14:26 Valsmenn höfðu góða ástæðu til að fagna í dag. Það var mikil dramatík þegar Valur og KR mættust á Origo vellinum í dag. KR-ingar komust í 3-0, en heimamenn gáfust ekki upp og jöfnuðu leikinn þegar um tíu mínútur voru eftir. Grípa þurfti til vítaspyrnukeppni og þar voru það sem höfðu betur. Valsmenn eru því komnir í undanúrslit Lengjubikarsins. Það stefndi allt í það að markalaust yrði þegar flautað yrði til hálfleiks og lítið að gerast hjá báðum liðum mest allan fyrri hálfleikinn. KR-ingar náðu þó að koma inn marki rétt fyrir hléið. Óskar Örn Hauksson kom þá gestunum yfir með góðu marki. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og voru komnir í 2-0 á 47. mínútu leiksins. Þar var að verki Guðjón Baldvinsson eftir stoðsendingu frá Arnþóri Inga Kristinssyni. Guðjón Baldvinsson var svo aftur á ferðinni á 55. mínútu leiksins þegar hann kom gestunum í 3-0. Brekkan orðin ansi brött fyrir Valsmenn. Valsarar voru þó alls ekki á því að leggja árar í bát. Á 61. mínútu minnkaði Kristinn Freyr Sigurðsson muninn og vonin lifði. Það var svo mikið um að vera seinustu 15 mínútur leiksins. Á 76. mínútu skoraði tryggvi Hrafn Haraldsson annað mark heimamanna og allt opið fyrir lokamínúturnar. Fjórum mínútum seinna fær Hjalti Sigurðsson dæmda á sig vítaspyrnu. Dómari leiksins mat það þannig að þarna hafi Hjalti verið að ræna Valsara opnu marktækifæri og rautt spjald því niðurstaðan. Patrick Pedersen fór á punktinn og jafnaði leikinn fyrir heimamenn og ótrúleg endurkoma Vals fullkomnuð. Ekki var meira skorað í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Það var ekkert sem gat skilið liðin að í vítaspyrnukeppninni og allt virtist vera inni. Þegar komið var að seinustu spyrnu KR-inga fór Emil Ásmundsson á punktinn. Emil setti boltann í slánna og Valsmenn því með örlögin í sínum höndum. Haukur Páll Sigurðsson mætti þá ískaldur og tryggði Valsmönnum sigurinn og miða í undanúrslit Lengjubikarsins. Öll mörkin má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Mörkin: Valur - KR Valur KR Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Fleiri fréttir Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Sjá meira
Það stefndi allt í það að markalaust yrði þegar flautað yrði til hálfleiks og lítið að gerast hjá báðum liðum mest allan fyrri hálfleikinn. KR-ingar náðu þó að koma inn marki rétt fyrir hléið. Óskar Örn Hauksson kom þá gestunum yfir með góðu marki. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og voru komnir í 2-0 á 47. mínútu leiksins. Þar var að verki Guðjón Baldvinsson eftir stoðsendingu frá Arnþóri Inga Kristinssyni. Guðjón Baldvinsson var svo aftur á ferðinni á 55. mínútu leiksins þegar hann kom gestunum í 3-0. Brekkan orðin ansi brött fyrir Valsmenn. Valsarar voru þó alls ekki á því að leggja árar í bát. Á 61. mínútu minnkaði Kristinn Freyr Sigurðsson muninn og vonin lifði. Það var svo mikið um að vera seinustu 15 mínútur leiksins. Á 76. mínútu skoraði tryggvi Hrafn Haraldsson annað mark heimamanna og allt opið fyrir lokamínúturnar. Fjórum mínútum seinna fær Hjalti Sigurðsson dæmda á sig vítaspyrnu. Dómari leiksins mat það þannig að þarna hafi Hjalti verið að ræna Valsara opnu marktækifæri og rautt spjald því niðurstaðan. Patrick Pedersen fór á punktinn og jafnaði leikinn fyrir heimamenn og ótrúleg endurkoma Vals fullkomnuð. Ekki var meira skorað í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Það var ekkert sem gat skilið liðin að í vítaspyrnukeppninni og allt virtist vera inni. Þegar komið var að seinustu spyrnu KR-inga fór Emil Ásmundsson á punktinn. Emil setti boltann í slánna og Valsmenn því með örlögin í sínum höndum. Haukur Páll Sigurðsson mætti þá ískaldur og tryggði Valsmönnum sigurinn og miða í undanúrslit Lengjubikarsins. Öll mörkin má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Mörkin: Valur - KR
Valur KR Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Fleiri fréttir Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Sjá meira