Fótbolti

Albert byrjaði og AZ Alkmaar nálgast Evrópusæti

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Albert Guðmundsson á æfingu með íslenska landsliðinu.
Albert Guðmundsson á æfingu með íslenska landsliðinu. Vísir/Vilhelm

AZ Alkmaar lyfti sér upp að hlið PSV Eindhoven þegar liðin mættust í dag á heimavelli AZ Alkmaar. Niðurstaðan 2-0 sigur heimamanna og Albert Guðmundsson var að sjálfsögðu í byrjunarliði AZ.

Með sigrinum jafnar AZ Alkmaar PSV að stigum í öðru sæti hollensku deildarinnar. Annað sætið gefur sæti í undankeppni meistaradeildarinnar.

Liðin eru nú bæði með 55 stig eftir 27 leiki, en átta stig eru upp í Ajax í efsta sætinu.

Albert Guðmundsson var sem fyrr segir í byrjunarliði AZ í dag, en hann var tekinn af velli á 66. mínútu.

Heimamenn komust yfir strax á fjórðu mínútu með marki frá Jesper Karlsson eftir stoðsendingu frá  Owen Wijndal. 

Sigurmarkið kom á 68. mínútu, en þar var að verki Teun Koopmeiners eftir undirbúning markaskorarans Jesper Karlsson.

Nú þegar sjö leikir eru eftir er baráttan um meistaradeildarsæti að harðna, en Vitesse fylgir AZ og PSV fast á hæla og eru aðeins þrem stigum á eftir þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×