Erlent

Mikill eldsvoði í flóttamannabúðum róhingja

Kjartan Kjartansson skrifar
Mikið bál logar í Balukhali-flóttamannabúðunum í borginni Cox-basar í sunnanverðu Bangladess.
Mikið bál logar í Balukhali-flóttamannabúðunum í borginni Cox-basar í sunnanverðu Bangladess. Vísir/EPA

Þúsundir róhingja eiga nú engan stað til að halla höfði sínu vegna mikil eldsvoða sem blossaði upp í flóttamannabúðum þeirraí sunnanverðu Bangladess í dag. Hundruð tjalda hafa orðið eldinum að bráð og er óttast að fólk hafi farist.

Eldurinn kviknaði í Balukhali-flóttamannabúðunum í Cox-basar. Talskona flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna segir að eldur hafi læst sig í tjöld, heilsugæslustöðvar, dreifingarstaði og fleira. Sjálfboðaliðar sinna nú þeim sem eiga um sárt að binda.

Engar fregnir hafa enn borist af mannskaða en AP-fréttastofan segir að óttast sé að fólk hafi farist eða slasast. Eldurinn logað enn nú þegar liðið var fram á kvöld í Bangladess.

Fleiri en milljón róhingja hafast nú við í Bangladess. Afgerandi meirihluti þeirra flúði ofsóknir stjórnvalda í Búrma árið 2017. Sameinuðu þjóðirnar segja að her landsins hafi ætlað að fremja þjóðarmorð á róhingjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×