Ólafur: Vorum sjálfum okkur til skammar Smári Jökull Jónsson skrifar 22. mars 2021 22:35 Ólafur Ólafsson var ekki sáttur í kvöld. vísir/daníel Ólafur Ólafsson ræddi við Svala Björgvinsson að leik loknum í kvöld og var hreinskilinn um slaka frammistöðu Grindvíkinga í tapinu gegn grönnunum í Keflavík. „Þetta er örugglega slakasti hálfleikur sem ég hef spilað fyrir Grindavík síðan ég byrjaði í þessu. Við mættum engan veginn tilbúnir og létum þá valta yfir okkur á fyrstu mínútunum. Vorum andlausir og ætluðum svo eitthvað að reyna að pikka það upp í öðrum leikhluta og þá kom eitthvað. Þú getur ekki sleppt einum leikhluta gegn svona góðu liði eins og Keflavík,“ sagði Ólafur. Eftir fyrsta leikhlutann í kvöld var staðan 39-7, sjaldséðar tölur í Domino´s deildinni. „Ef við hefðum mætt tilbúnir hefðum við mögulega unnið. Við gerðum ekki það sem við ætluðum að gera og það er stór munur að mæta svona gegn neðsta liðinu, með fullri virðingu fyrir Haukum, en gegn toppliðinu. Það er miklu erfiðara að brjóta toppliðið og þeir bara völtuðu yfir okkur í kvöld og við vorum sjálfum okkur til skammar á tímabili.“ Ólafur ræddi um andleysi í liðinu og sagði það eitthvað sem Grindvíkingar hefðu rætt í vetur. „Við erum búnir að tala um þetta, það er eitthvað bölvað andleysi á bekknum eða eitthvað. Það eru allir aðrir bekkir að fagna en við erum bara með hausinn niðri í einhverir fýlu því við erum ekki að spila, ég veit ekki hvað það er.“ „Ég skal glaður byrja útaf ef einhverjir verða ánægðir, ég get alveg spilað 10 mínútur og verið hvetjandi á bekknum. Við þurfum að breyta þessu andlega, við erum andlausir strax í upphitun og mér finnst þetta bara glatað.“ Ólafur tók sig alls ekki út fyrir sviga þegar hann ræddi um frammistöðu liðsins og sagði alla hafa átt slæman dag. „Vonandi getum við litið á sjálfa okkur í spegli og litið í eigin barm. Ég var ógeðslega lélegur, ætlaði að pikka þeta upp í öðrum leikhluta og í seinni hálfleik. Ég var ekkert betri en hinir, við vorum allir ógeðslega lélegir í kvöld og þurfum bara að líta inn á við og mæta svo bara tilbúnir á æfingu því það er ekkert gefið í þessari deild. Við gætum alveg verið komnir í 10.sæti eftir 2 vikur.“ Næsti leikur Grindvíkinga er á föstudag þegar þeir taka á móti Njarðvíkingum. „Við lítum í eigin barm og svekkjum okkur í kvöld. Þegar morgundagurinn kemur þá einbeitum við okkur að Njarðvík, okkar vantar öll stig sem við getum fengið. Við getum ekkert verið að slaka á og haldið að þetta sé komið því við komum voða flott til baka gegn Haukum. Við þurfum bara að finna þennan neista í liðinu sem er til, við verðum bara að gera það,“ sagði Ólafur að lokum. Dominos-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira
„Þetta er örugglega slakasti hálfleikur sem ég hef spilað fyrir Grindavík síðan ég byrjaði í þessu. Við mættum engan veginn tilbúnir og létum þá valta yfir okkur á fyrstu mínútunum. Vorum andlausir og ætluðum svo eitthvað að reyna að pikka það upp í öðrum leikhluta og þá kom eitthvað. Þú getur ekki sleppt einum leikhluta gegn svona góðu liði eins og Keflavík,“ sagði Ólafur. Eftir fyrsta leikhlutann í kvöld var staðan 39-7, sjaldséðar tölur í Domino´s deildinni. „Ef við hefðum mætt tilbúnir hefðum við mögulega unnið. Við gerðum ekki það sem við ætluðum að gera og það er stór munur að mæta svona gegn neðsta liðinu, með fullri virðingu fyrir Haukum, en gegn toppliðinu. Það er miklu erfiðara að brjóta toppliðið og þeir bara völtuðu yfir okkur í kvöld og við vorum sjálfum okkur til skammar á tímabili.“ Ólafur ræddi um andleysi í liðinu og sagði það eitthvað sem Grindvíkingar hefðu rætt í vetur. „Við erum búnir að tala um þetta, það er eitthvað bölvað andleysi á bekknum eða eitthvað. Það eru allir aðrir bekkir að fagna en við erum bara með hausinn niðri í einhverir fýlu því við erum ekki að spila, ég veit ekki hvað það er.“ „Ég skal glaður byrja útaf ef einhverjir verða ánægðir, ég get alveg spilað 10 mínútur og verið hvetjandi á bekknum. Við þurfum að breyta þessu andlega, við erum andlausir strax í upphitun og mér finnst þetta bara glatað.“ Ólafur tók sig alls ekki út fyrir sviga þegar hann ræddi um frammistöðu liðsins og sagði alla hafa átt slæman dag. „Vonandi getum við litið á sjálfa okkur í spegli og litið í eigin barm. Ég var ógeðslega lélegur, ætlaði að pikka þeta upp í öðrum leikhluta og í seinni hálfleik. Ég var ekkert betri en hinir, við vorum allir ógeðslega lélegir í kvöld og þurfum bara að líta inn á við og mæta svo bara tilbúnir á æfingu því það er ekkert gefið í þessari deild. Við gætum alveg verið komnir í 10.sæti eftir 2 vikur.“ Næsti leikur Grindvíkinga er á föstudag þegar þeir taka á móti Njarðvíkingum. „Við lítum í eigin barm og svekkjum okkur í kvöld. Þegar morgundagurinn kemur þá einbeitum við okkur að Njarðvík, okkar vantar öll stig sem við getum fengið. Við getum ekkert verið að slaka á og haldið að þetta sé komið því við komum voða flott til baka gegn Haukum. Við þurfum bara að finna þennan neista í liðinu sem er til, við verðum bara að gera það,“ sagði Ólafur að lokum.
Dominos-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira