Milljarður á ári aukalega til að ná hertum loftslagsmarkmiðum Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2021 09:22 Ríkisstjórnin vill meðal annars fjölga bændum sem taka þátt í loftslagstengdum verkefnum. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin segist ætla að verja einum milljarði króna aukalega ári í framlög til loftslagsmála næstu tíu árin til þess að mæta hertum markmiðum Íslands um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Til stendur að herða aðgerðirnar í landnotkun, landbúnaði og samgöngum. Mánuður er nú liðinn frá því að forsætisráðherra greindi frá því að íslensk stjórnvöld hefðu uppfært markmið sín um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem þeim bar að gera samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Stefnan var sett á 55% samdrátt í losun miðað við árið 1990 í samfloti við Evrópusambandið og Noreg. Líklega yrði framlag Íslands í því markmiði lægra í prósentum talið. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2026 sem var kynnt í gær er stefnt á að auka framlög til loftslagsmála um einn milljarð á ári frá árinu 2022. Ríkisstjórnin segir að ráðgert sé að þrettán milljarðar renni til málaflokksins á næsta ári og að aldrei hafi verið gert eins vel við hann áður. Kosið verður til Alþingis í haust og mun því ný ríkisstjórn leggja fram frumvarp til fjárlaga næsta árs. Í skoðanakönnunum að undanförnu hefur rúmlega helmingur svarenda sagst fylgjandi ríkisstjórninni en innan við helmingur styður samanlagt stjórnarflokkana hvern í sínu lagi. Græn endurreisn eftir faraldurinn Aðgerðirnar sem ríkisstjórnin vill ráðast í með aukinni fjárveitingu segir hún koma til viðbótar fyrri aðgerðum eða að þær séu nánari útfærsla á þeim. Þær lúti ýmist að samdrætti í losun eða kolefnisbindingu. Landnýting, landbúnaður og samgöngur eru helsta viðfangsefni aðgerðanna sem ríkisstjórnin segir að séu settar fram í fjórum meginliðum: Náttúrumiðaðar lausnir í loftslagsmálum Efling þess starfs sem þegar er unnið að í landgræðslu og skógrækt, vernd og endurheimt votlendis, m.a. í samstarfi við bændur og aðra landeigendur. Loftslagsaðgerðir í landbúnaði Loftslagsaðgerðum í landbúnaði í aðgerðaáætlun í loftslagsmálum verður hraðað og þær auknar í samstarfi við bændur, einkum aðgerð E1 um loftslagsvænni landbúnað í því skyni að fjölga verulega bændum sem taka þátt í loftslagstengdum verkefnum. Aukinn stuðningur við orkuskipti Orkuskiptum í samgöngum á landi, hafi og í lofti verður hraðað. Í samgöngum á landi verður lögð áhersla á orkuskipti á sviði ferðaþjónustu og þungaflutninga. Styðja þarf við innlenda framleiðslu endurnýjanlegs eldsneytis til að mæta þörfum. Áframhaldandi stuðningur verður við orkuskipti í haftengdri starfsemi með bættum innviðum og nýrri tækni. Efling umhverfisvænni almenningssamgangna og betri innviðir fyrir virka ferðamáta Áhersla verður lögð á að efla vistvænar almenningssamgöngur með fjölgun umhverfisvænni ferðavagna og að bæta innviði fyrir virka ferðamáta, m.a. með uppsetningu hleðslustöðva. Aðgerðirnar verða unnar í samstarfi stjórnvalda og atvinnulífs og eru settar fram sem hluti af grænni endurreisn eftir kórónuveirufaraldurinn, að því er segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Áherslan er á að forgangsraða verkefnum sem stuðla að mestum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Þá verði auknum hluta framlaga til þróunarsamvinnu veitt til loftslagstengdra verkefna. Uppfært 14:45 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að fjármálaáætlunin næði til ársins 2031. Hún er fyrir árin 2022-2026. Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Telja að tekist hafi að milda efnahagskreppuna Í nýrri fjármálaáætlun fyrir 2022-2026 segir að aðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru hafi skilað miklum árangri og útlitið fram undan sé bjartara en gert var ráð fyrir í fyrra. Ráðstöfunartekjur heimilanna jukust árið 2020 og reyndist samdráttur umtalsvert minni en áætlað var. 22. mars 2021 16:49 Svona var kynning á fjármálaáætlun 2022-2026 Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra boðar til fréttamannafundar klukkan 16:30 í dag. Á fundinum verður kynnt fjármálaáætlun fyrir 2022-2026. 22. mars 2021 15:55 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira
Mánuður er nú liðinn frá því að forsætisráðherra greindi frá því að íslensk stjórnvöld hefðu uppfært markmið sín um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem þeim bar að gera samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Stefnan var sett á 55% samdrátt í losun miðað við árið 1990 í samfloti við Evrópusambandið og Noreg. Líklega yrði framlag Íslands í því markmiði lægra í prósentum talið. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2026 sem var kynnt í gær er stefnt á að auka framlög til loftslagsmála um einn milljarð á ári frá árinu 2022. Ríkisstjórnin segir að ráðgert sé að þrettán milljarðar renni til málaflokksins á næsta ári og að aldrei hafi verið gert eins vel við hann áður. Kosið verður til Alþingis í haust og mun því ný ríkisstjórn leggja fram frumvarp til fjárlaga næsta árs. Í skoðanakönnunum að undanförnu hefur rúmlega helmingur svarenda sagst fylgjandi ríkisstjórninni en innan við helmingur styður samanlagt stjórnarflokkana hvern í sínu lagi. Græn endurreisn eftir faraldurinn Aðgerðirnar sem ríkisstjórnin vill ráðast í með aukinni fjárveitingu segir hún koma til viðbótar fyrri aðgerðum eða að þær séu nánari útfærsla á þeim. Þær lúti ýmist að samdrætti í losun eða kolefnisbindingu. Landnýting, landbúnaður og samgöngur eru helsta viðfangsefni aðgerðanna sem ríkisstjórnin segir að séu settar fram í fjórum meginliðum: Náttúrumiðaðar lausnir í loftslagsmálum Efling þess starfs sem þegar er unnið að í landgræðslu og skógrækt, vernd og endurheimt votlendis, m.a. í samstarfi við bændur og aðra landeigendur. Loftslagsaðgerðir í landbúnaði Loftslagsaðgerðum í landbúnaði í aðgerðaáætlun í loftslagsmálum verður hraðað og þær auknar í samstarfi við bændur, einkum aðgerð E1 um loftslagsvænni landbúnað í því skyni að fjölga verulega bændum sem taka þátt í loftslagstengdum verkefnum. Aukinn stuðningur við orkuskipti Orkuskiptum í samgöngum á landi, hafi og í lofti verður hraðað. Í samgöngum á landi verður lögð áhersla á orkuskipti á sviði ferðaþjónustu og þungaflutninga. Styðja þarf við innlenda framleiðslu endurnýjanlegs eldsneytis til að mæta þörfum. Áframhaldandi stuðningur verður við orkuskipti í haftengdri starfsemi með bættum innviðum og nýrri tækni. Efling umhverfisvænni almenningssamgangna og betri innviðir fyrir virka ferðamáta Áhersla verður lögð á að efla vistvænar almenningssamgöngur með fjölgun umhverfisvænni ferðavagna og að bæta innviði fyrir virka ferðamáta, m.a. með uppsetningu hleðslustöðva. Aðgerðirnar verða unnar í samstarfi stjórnvalda og atvinnulífs og eru settar fram sem hluti af grænni endurreisn eftir kórónuveirufaraldurinn, að því er segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Áherslan er á að forgangsraða verkefnum sem stuðla að mestum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Þá verði auknum hluta framlaga til þróunarsamvinnu veitt til loftslagstengdra verkefna. Uppfært 14:45 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að fjármálaáætlunin næði til ársins 2031. Hún er fyrir árin 2022-2026.
Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Telja að tekist hafi að milda efnahagskreppuna Í nýrri fjármálaáætlun fyrir 2022-2026 segir að aðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru hafi skilað miklum árangri og útlitið fram undan sé bjartara en gert var ráð fyrir í fyrra. Ráðstöfunartekjur heimilanna jukust árið 2020 og reyndist samdráttur umtalsvert minni en áætlað var. 22. mars 2021 16:49 Svona var kynning á fjármálaáætlun 2022-2026 Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra boðar til fréttamannafundar klukkan 16:30 í dag. Á fundinum verður kynnt fjármálaáætlun fyrir 2022-2026. 22. mars 2021 15:55 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira
Telja að tekist hafi að milda efnahagskreppuna Í nýrri fjármálaáætlun fyrir 2022-2026 segir að aðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru hafi skilað miklum árangri og útlitið fram undan sé bjartara en gert var ráð fyrir í fyrra. Ráðstöfunartekjur heimilanna jukust árið 2020 og reyndist samdráttur umtalsvert minni en áætlað var. 22. mars 2021 16:49
Svona var kynning á fjármálaáætlun 2022-2026 Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra boðar til fréttamannafundar klukkan 16:30 í dag. Á fundinum verður kynnt fjármálaáætlun fyrir 2022-2026. 22. mars 2021 15:55