Sport

Dag­skráin í dag: Eng­lendingar og Danir byrja undankeppni HM 2022

Anton Ingi Leifsson skrifar
Englendingar eiga auðvelt verkefni fyrir höndum í dag.
Englendingar eiga auðvelt verkefni fyrir höndum í dag. Hristo Rusev/Getty

Fótbolta, golf og rafíþróttir má finna á sportrásum Stöðvar 2 í dag.

Fyrsta útsending dagsins er frá Kenyah Savannah meistaramótinu á Evróputúrum en hefst útsending klukkan 09.30 á Stöð 2 Golf.

Tveir leikir eru í beinni í undankeppni HM í dag. Ísrael fær Dani í heimsókn á meðan Englendingar mæta San Marínó á Wembley.

Öll mörk dagsins verða svo sýnd í markaþætti kvöldsins sem fer í loftið klukkan 21.45.

Það er búið að fresta leikjum dagsins í  Domino's deild karla í körfubolta og Olís-deildar karla í handbolta þar sem það er íþróttabann á Íslandi næstu þrjár vikurnar.

Framhaldsskólaleikarnir halda svo áfram á Stöð 2 eSport klukkan 19.00 og eins og vanalega á fimmtudögum er Rauðvín og klakar á dagskránni klukkan 21.00.

Allar beinar útsendingar dagsins sem og næstu daga má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×